Faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun héldu vel sóttan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem færri komust að en vildu. Þau fengu fjóra reynslubolta til að segja frá verkfærum sem hafa nýst þeim best til að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman. Þetta voru þau Magnús Árnason markaðsstjóri Nova sem kynnti https://asana.com/, Hafdís Huld Björnsdóttir sem kynnti https://trello.com/, Egill Rúnar Viðarsson grafískur hönnuður á Hvíta húsinu sem kynnti https://slack.com/ og Lísa Jóhanna Ævarsdóttir verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland sem kynnti https://trello.com/
Hvernig getur tæknin hjálpað okkur að vinna saman?
Um viðburðinn
Hvernig getur tæknin hjálpað okkur að vinna saman
Vinnur þú með mörgum að mörgum mismunandi verkefnum og veist stundum ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Ýmis forrit eru í boði sem geta hjálpað til við að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman.
Við höfum fengið 4 reynslubolta til að segja okkur frá því verkfæri sem hefur nýst þeim best og í hvaða tilgangi þau eru notuð.
Magnús Árnason er markaðsstjóri Nova, stærsta skemmtistaðar í heimi, þar sem verkefnin eru fjölmörg og flæða á milli starfsmanna, deilda og samstarfsaðila. Nova hefur innleitt Asana verkefnastjórnunarforritið með mjög góðum árangri og ætlar Magnús að fræða okkur um hvernig best er að halda utanum verklag og verkflæði í teymisvinnu með hjálp Asana.
Hafdís Huld Björnsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík og BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hafdís er snillingur í því að taka að sér fjölbreytt og ólík verkefni með mismunandi hópum. Hafdís mun segja frá því hvernig hún persónulega nýtir www.trello.com til halda mörgum boltum á lofti og gera lífið einfaldara, skilvirkara og skemmtilegra.
Egill Rúnar Viðarsson er grafískur hönnuður á vefmiðladeild Hvíta hússins, auglýsingastofu. Egill er með óbilandi áhuga á skipulagi og þróunarsamstarfi milli fólks með mismunandi sérfræðiþekkingu. Egill er einnig visst skipulags-frík með veikan blett fyrir borðspilum, tölvuleikjum og þá sérstaklega fyrir sundurgreiningu á vandræðalegum þögnum sem upp koma þegar einhver utanaðkomandi brýtur óskrifaða reglu í mannlegum samskiptum.
#slack-er-margt-til-lista-lagt
Samskiptaforritið Slack hefur hratt rutt sér til rúms síðan 2013 þegar það kom fyrst á sjónarsviðið. Í dag nýta rúmlega 8 milljónir notenda Slack – jafnt í vinnu sem utan. Hvað er það sem Slack gerir svo vel, hvernig má nýta Slack í alls kyns annað og hvað getum við lært?
Lísa Jóhanna Ævarsdóttir er verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland. Lísa hefur mikla reynslu af verkefnastjórnunarforritinu Trello og hefur hún kennt á námskeiðum af og til síðustu ár. Lísa nýtir forritið mikið í daglegum störfum og ætlar að miðla af reynslu sinni og fræða okkur um kosti Trello og hvernig það hjálpar henni að halda utanum verkefnin og koma þeim í framkvæmd.
Fleiri fréttir og pistlar
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska.
Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska.
Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér