Stefnumót við framtíðina í Listaháskóla Íslands

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Listaháskóla Íslands þar sem þau Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, sögðu frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Vinnan við stefnumótunarferlið var tímafrek en gríðarlega árangursrík. Þau fjölluðu um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem fólust í þátttöku alls starfsfólks. 

Sóley Björt sagði frá því að strax í upphafi var ákveðið að starfsfólk og nemendur yrðu þátttakendur í stefnumótuninni til að mynda tryggð, ekki síst þegar kæmi að innleiðingu.  Byrjað var á að mynda 8 manna stýrihóp sem í sátu fulltrúar alls staðar að úr skólanum.  Hlutverk stýrihópsins var að greina efnið sem fram kom í ferlinu með heildina íhuga.  56% starfsmanna eru akademískir og 46% starfa við annað vítt og breytt um skólann.  85% allra starfsmanna sem starfa við annað hafa menntað sig á fræðasviði lista.   Því næst voru myndaðir hópar og var fulltrúum hvers hóps boðið að funda með stýrihópnum reglulega þar sem farið var yfir markmið og aðgerðir.  Þá voru aðalmarkmiðin kynnt á  starfsmannafundi skólans og settar upp örkynningar þar sem allir hópar fengu 2-3 mínútur til að kynna sín lykilatriði.  Þar kom skýrt fram  þvert á skólann hver voru meginmarkmiðin til að setja á dagskrá næstu 5 árin fyrir Listaháskólann. Einnig var haldinn risastór fundur þar sem boðið var stjórn LHÍ,  starfsfólki og forsvarsmönnum menningarstofnana, nemendum og hollnemendum (fyrrverandi nemendur) og fleiri fagfélögum sem eru bakhjarlar LHÍ.  Ritarar voru á öllum borðum og varð til gríðarlega mikið af gögnum.  Eins og áður sagði stóð vinnan yfir í langan tíma og til þess að rifja upp  fyrir starfsfólki, halda virka samtalinu áfram og ljúka endanlegri gagnasöfnun var send út könnun þar sem kosið var um mikilvægustu þættina og allir hvattir til að setja inn athugasemdir.       

Jóhannes fjallaði um að í ferlinu var grafið upp mikið magn af upplýsingum og þó kominn væri rammi voru gögnin mismunandi.  Sumt voru beinar aðgerðir og annað voru yfirlýsingar um að taka t.d. þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  Frekar snemma í ferlinu dutttu þau niður á mandölu sem byrjaði sem hugmynd um hvernig maður berst við efni.  Þar koma inn þrír meginþættir skólans: nám og kennsla, rannsóknir og stjórnsýsla. Þannig sást ekki bara hvað LHÍ gerir heldur líka hvernig.  Notuð var myndræn framsetning þar sem allir þættir skólans sameinast í samfélagi/menningu.  Fundið var út hvað var mest áberandi og reynt að finna skema til að endurspegla það sem þau voru með.  Stundum voru engin kaflaheiti og útkoman varð málamiðlun.  Stefnunni var skipt í yfirkafla t.d. er markmið Listaháskóllans er að vera í forystu um þróun háskólanáms í listum og bjóða framúrskarandi, nemendamiðað nám.  Síðan er því lýst hvernig þessu markmiði skuli náð. 
Þegar komin voru góð fyrstu drög var farið með þau inn í stýrihópinn og  síðan hófst samþykktarferli sem fólst í að bera drögin undir alla fulltrúa þ.e. stýrihóp, framkvæmdaráð, fagráð, rannsóknarnefnd og forstöðumenn á stoðsviðum.  Allir fengu tækifæri til að lesa skjalið vel yfir, skilja og taka þátt. Stefumótunin var síðan gefin út formlega fyrir árið 2019-2023 vegna þess að LHÍ á 20 ára afmæli árið 2019.  Ákveðið var að ritið yrði bæði á íslensku og ensku.     

Um viðburðinn

STEFNUMÓT VIÐ FRAMTÍÐINA - Stefnumótunarferli Listaháskóla Íslands: aðferðir og áskornir.

Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, segja frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Fjallað verður um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í þátttöku alls starfsfólks. 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?