Apríl 2023

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
27
  •  
28 29 30 31 01
  •  
02
  •  
03 04 05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13 14 15
  •  
16
  •  
17
  •  
18 19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24 25 26 27 28 29
  •  
30
  •  

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Sjálfbærnivegferð Brimborgar - áhrif á vörustýringu og aðra þætti reksturs fyrirtækisins

Click here to join the meeting

Brimborg hefur verði á mikilli sjálfbærnivegferð undanfarin ár og var meðal annars fyrst bílaumboða á Íslandi til þess að skila sjálfbærniskýrslu árið 2022. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar fer yfir vegferðina, helstu áskoranir og hvernig hún hefur haft áhrif á vörustýringu jafnt sem aðra þætti í rekstri fyrirtækisins.

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Hvernig halda á aðalfund (lokaður fundur fyrir stjórnir faghópa)

Click here to join the meeting

Á þessum stutta fundi verður farið örstutt yfir hvernig halda á aðalfund faghópa og hvað skuli tekið fyrir.  

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi.

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur.

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023

  1. Ásýnd og vöxtur -  Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa -  Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
  3. Útrás/Gróska -  Baldur, Laufey, Sigríður

Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum  (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn  (2020-2022) 

Fagráð:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023) 

Skoðunarmenn:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)

Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru  Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen. 

  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 3. Útrás/Gróska:   Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

Vanhæfir stjórnendur og ofbeldishegðun á vinnustað

Fjarfundur  Click here to join the meeting 

Ekki samþykkja ofbeldishegðun á vinnustað.

Hér er á ferðinni erindi þar sem fjallað verður um vanhæfa stjórnendur og tilheyrandi ofbeldishegðun þeirra á vinnustað. 

Þegar stjórn­end­ur sýna af sér of­beld­is­hegðun á vinnustað, þá er eng­inn þar ósnert­ur. Og því hærra sett­ur sem ger­and­inn er, því meiri verða áhrif­in á allt starfs­fólk. Ofbeldi á vinnustað getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað aðstæður sem eitra vinnustaðamenninguna og valda vanlíðan starfsfólks. 

Staðreynd­in er sú, að of­beld­is­hegðun eins hef­ur áhrif á alla hlutaðeig­andi, hvort svo sem það sé beint eða óbeint. Annað hvort þrífst aðili og blómstr­ar í of­beldisaðstæðum og tek­ur þátt (verður sjálf­ur ger­andi), eða bera fer á van­líðan (þolandi).

Það er ekki til hlut­leysi í of­beldisaðstæðum!

 

Fyrirlesari: Sunna Arn­ar­dótt­ir sér­fræðing­ur í mannauðsmá­l­um hjá Vinnu­hjálp

Fundarstjóri: Sigrún Sigurðard Fossdal, verkefnastjóri hjá Heilsuvernd

Aðalfundur ISO Gæðastjórnun

Teamsfund er hér
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 14. apríl klukkan 10:45 til 11:30

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

 

Teamsfund er hér

Innleiðing náms-og fræðslukerfa (LMS)

Click here to join the meeting

Á fundinum fer Baldur Vignir Karlsson yfir innleiðingu á náms-/fræðslukerfum og helstu atriðum sem þarf að huga að við undirbúning. Einnig fer hann yfir mikilvægi góðra samskipta við innleiðingu á LMS kerfum.

Baldur Vignir er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins RevolNíu, situr í stjórn Stjórnvísis og er verkefnastjóri innleiðingar nýs fræðslukerfis fyrir félagið. Hann hefur einnig veitt ráðgjöf varðandi eloomi til ýmissa fyrirtækja og var yfir innleiðingu eloomi á Landspítalanum frá 2019-2022.

 

Plöntur á vinnustöðum - áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks

Linkur á fund

Katrín Ólöf Egilsdóttir eigandi fyrirtækisins Mánagulls plöntuveggja talar um plöntur á vinnustað, áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks ásamt því að skoða aðeins þetta "trend" að færa náttúruna inn. 

Rætt verður við Hönnu Maríu Kristinsdóttur gæða- og þjónustufulltrúi hjá Náttúruhamfara Tryggingum Íslands NTÍ. Á skrifstofum NTÍ má finna býsnin öll af plöntum í ýmsum stærðum og gerðum. Hanna María hefur reynslu af því að vinna í skrifstofurými þar sem áhersla er lögð á að hafa töluvert af plöntum. Hún hefur einnig unnið í skrifstofurými þar sem ekki voru plöntur. Rætt verður hvernig upplifun starfsfólks hefur verið í báðum tilvikum, hvernig þau hjá NTÍ hugsa um plönturnar, hvað ber að varast og ávinningur þess að færa náttúruna inn

Katrín er með MSc í Vinnusálfræði og Stjórnun úr viðskiptaháskóla BI í Osló Noregi. Hún hefur einnig hlotið réttindi hjá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili í vinnuvernd og getur því gert áhættumat á sviði andlegrar og félagslegrar heilsu starfsmanna fyrirtækja ásamt umhverfisþáttum svo sem loftgæði og lýsingu.

 

Auðkenni og aðgangsstýring (e.Identity Management and Access Control)

Tengill á fundinn er hér: Click here to join the meeting

Auðkennamál eru eitt helsta verkefni sem upplýsingaöryggisstjórar og stjórnendur tölvukerfa standa frammi fyrir - hvernig getum við verið viss um að notendur séu sannarlega þau sem þau segjast vera?

Traust auðkenni er grundvöllur þess að hægt sé að veita aðgang að upplýsingum og með tilkomu tískuorða eins og Zero-Trust-Architecture halda málin áfram að flækjast. Hversu langt er nauðsynlegt að ganga til að staðfesta auðkenni notenda? 

Til að upplýsa okkur um leiðir til að takast á við þetta verkefni höfum við fengið tvo flotta mælendur, Auði Ester Guðmundsdóttur teymisstjóra innan heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítalans og Guðmund Pétur Pálsson Microsoft-hönnuð hjá Isavia.

Auður Ester er tölvunarfræðingur frá HR  og hefur starfað hjá Landsspítalanum í 25 ár. Hún mun fjalla um aðgangsmál og aðgangsveitingar á Landspítalanum, hvernig þessum málum var háttað áður vs. núna og hvaða áskoranir þau eru að eiga við.

Guðmundur Pétur er með um 30 ára reynslu í upplýsingatækni, Microsoft Certified Master og Microsoft Certified Trainer, hefur síðustu 15 árin verið ráðgjafi hjá Opnum kerfum og kennari hjá Prómennt. Hann mun fara yfir hvernig Microsoft nálgast auðkenningu og aðgangsveitingar, hvað aðferðafræði er beitt og hvert stefnir.  Hvað sé auðkenni og auðkenning, hvað þurfi til að fá aðgang að auðlindum.

Tengill á fundinn er hér: Click here to join the meeting

Dreifing, vöruhúsastarfsemi og markaðstækifæri Boozt á Íslandi

Click here to join the meeting

Boozt entering the Icelandic market hasn´t gone unnoticed. Sylvía Clothier Rúdolfsdóttir Country Manager for Iceland will talk about how Boozt became one of the leading e-commerce players in the Nordics, the decision behind entering the Icelandic market, and how to identify and approach new marketing opportunities. 

Stina Holm Carlson Logistic Process Engineer will tell about Boozt's fully automated and environmentally optimized Fulfilment Centre, where they handle both packaging and returns with the help of the world’s largest AutoStore installation.

Reynslusögur fyrirtækja af fjölbreytileika og inngildingu: Nasdaq

Click here to join the meeting

Þóra Björk Smith frá Nasdaq verðbréfamiðstöð segir frá reynslu sinni af inngildingarstefnu Nasdaq. Hún segir frá starfsemi séstakra starfsmanna- og stuðningshópum sem fyrirtæki hefur stofnað og lýsir því hvernig Nasdaq hefur markvisst skapað umhverfi sem styður við aukin fjölbreytileika og nýtt krafta sína sem stór og mikilvægur aðili á fjármálamarkaði til að vekja athygli á þessum málum.  

Árangursrík Áhættustjórnun

Linkur á fundinn er hér.

 

Fundurinn fer fram í sal VR á jarðhæð. Allir eru velkomnir fyrir fundinn, og eftir, að skoða starfsemin ÖRUGG sem er á 8 hæð. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. 
ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA ehf boðar til kynningarfundar um árangursríka áhættustjórnun þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í öryggismálum og vinnuvernd flytja fagleg erindi byggð á reynslu sinni við spennandi og krefjandi verkefni. Þema fundarins verður í samræmi við alþjóðlega vinnuverndardaginn 28 apríl 2023 – Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi er grundvallarregla og réttur allra við vinnu. (Sjá nánar á www.ilo.org)

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar fyrir og eftir fundinn þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér nánar starfsemi ÖRUGG.

Tími

Dagskrá*

8:30 – 9:00

Morgunkaffi í boði ÖRUGG.

9:00 – 9:20

Leó Sigurðsson, byggingaverkfræðingur M.Sc., stjórnarmeðlimur faghóps um öryggisstjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

Kynnir síðan dæmi um árangursríka öryggisstjórnun og lykiltölur öryggismála byggt á reynslu við alþjóðlegar framkvæmdir.

9:20 – 9:35

Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur M.Sc. og framkvæmdarstjóri ÖRUGG, kynnir áhættustýringu fyrir öryggi í hönnun.

9:35 – 9:50

Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi M.Sc. kynnir áhættumat fyrir hreyfi- og stoðkerfi, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

9:50 - 10:05

Svava Jónsdóttir, sérfræðingur, kynnir áhættumat fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á EKKO, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi.

*Fyrirlesarar eru viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.

Hvernig geta aðferðir breytingastjórnunar flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05   Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 – 09:20   Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries, með fræðsluerindi um "Sjálfbærnivottun íslenskra fiskveiða - frá núlli í 100%. Tíu ára vegferð ISF í samhengi ADKAR breytingamódelsins og að einhverju leyti tengt bókinni Switch."

09:20 – 09:50   Hrefna Briem, forstöðumaður breytingastjórnunar og skrifstofu forstjóra Kerecis um hvernig aðferðir breytingastjórnunar geta flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti.

09:50 – 09:59   Umræður og spurningar

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2023

 

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl klukkan 13:00 til 13:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

Aðalfundur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 15:00 til 16:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er laus ásamt tveimur öðrum stöðum, sjá nánar að neðan.  

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn er hjá Þjóðskrá Íslands í Borgartúni 21 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Faghópur um breytingastjórnun er með stærstu faghópum Stjórnvísi, hópurinn hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennastir með reglulega áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í breytingum. 

Allir sem hafa áhuga á breytingastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi breytingastjórnunar á Íslandi geta haft samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, fráfarandi formann faghópsins og ráðgjafa hjá Viti ráðgjöf - viti@vitiradgjof.is og 775 1122. 

Utanumhald um allt sem skiptir máli - stýring viðskiptaferla og stjórnkerfi

Click here to join the meeting

Að velja rétt kerfi eða leiðir til að halda utan um ferla, verklagsreglur og gæðaskjöl getur verið áskorun enda margt í boði. 

Á fundinum fáum við kynningar frá Helgu Kristjánsdóttur frá Isavia, Þóru Kristínu Sigurðardóttur frá  Eimskip og Erlu Jónu Einarsdóttur hjá Marel þar sem við fáum innsýn inn í hvaða ferlakerfi eru notuð. Hvers vegna þau voru valin, kosti og galla og hvernig kerfin virka. 

Markmið okkar með kynningunni er að miðla þekkingu við val á leiðum til stýringar á viðskiptaferlum. 

Aðalfundur faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.

Dagskrá:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Tillögur að viðburðum næsta starfsárs
  • Önnur mál

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023

  1. Ásýnd og vöxtur -  Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa -  Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
  3. Útrás/Gróska -  Baldur, Laufey, Sigríður

Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum  (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn  (2020-2022) 

Fagráð:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023) 

Skoðunarmenn:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)

Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru  Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen. 

  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 3. Útrás/Gróska:   Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Hlekkur á fund

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni verður haldinn 2. maí klukkan 12:30 til 13:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er og einnig er hægt að bæta félögum í stjórn.

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á þessum hlekk  

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarfi þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir góðu starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar. Þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið og byggja upp þekkingu í faginu. 

Allir sem hafa áhuga á leiðtogafærni og vilja taka þátt að auka þekkingu á leiðtogafærni á Íslandi geta haft samband við Þórhildi Þorkelsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com, s: 6176405

Netöryggi IoT lausna

Faghópur um upplýsingaöryggi vill vekja athygli á því að Tækninefnd TN-IoT hjá Staðlaráði Íslands stendur fyrir norrænum netfundi um Netöryggi IoT lausna - Nordic IoT Webinare, sem ber yfirskriftina Consumer IoT Cybersecurity labelling. 

Netfundurinn fer fram þann 3.maí næstkomandi kl.8:45-10:15 og er aðgangur ókeypis. 

Hér meðfylgjandi má finna skráningarsíðu viðburðarins - Nordic IoT Webinar. 

 

Aðalfundur Faghóps um sjálfbæra þróun

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um sjálfbæra þróun verður haldin miðvikudaginn 3. maí á Teams frá kl 9-10. Á fundinum eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

  1. Formaður gerir grein fyrir starfi ársins.
  2. Kosning nýrrar stjórnar. 

Í fráfarandi stjórn faghópsins sitja nú Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Í framboði til stjórnar eru eftirfarandi: Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga og Marta Jóhannesdóttir, Grant Thornton endurskoðun og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Heimilt er að hafa 4-10 manns í stjórn og eru frambjóðendur beðnir um að senda póst á núverandi formann í eva@podium.is óski þeir eftir að bjóða sig fram. 

 

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Allir velkomnir í hádeginu í dag: Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs. Aðalfundur

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða.

Við hefjum aðalfundinn með áhugaverðu erindi þeirra Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Matthiasar Sveinbjörnssonar frá Icelandair. 

Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og Forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu          Kristínu Ólafsdóttur Framkvæmdastjóra Þjónustu og markaðsviðs munu ræða strauma og stefnu í flugi og velta fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.

Eftir erindi þeirra ræðum við skipun stjórnar faghópsins og hugsanlega viðburði á næstunni. Endilega gefið kost á ykkur í stjórn faghópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Léttur hádegisverður er í boði Stjórnvísi. Næg gjaldfrjáls bílastæði eru til staðar.

 

 

Aðalfundur faghóps um aðstöðustjórnun

Teams linkur á fundinn

Dagskrá aðalfundars:

  1. Uppgjör starfsársins
  2. Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa
  3. Kosning formanns og varaformanns
  4. Starfsárið fram undan

https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/adstodustjornun-e-facility-management

Menntun og fræðsla fyrir upplýsingaöryggisstjóra - Frestað ótímabundið

Menntun og fræðsla upplýsingaöryggisstjóra er enn eitt verkefnið sem við stöndum frammi fyrir 
og margir eiga erfitt með. 
 
Umræðan um hvaða þekking sé nauðsynleg eða mikilvæg fyrir upplýsingaöryggisstjóra
hefur lengi verið til staðar og algengt að spá hvort sé mikilvægara að hafa tæknilega 
eða skipulagslega þekkingu eða hvort að lausnin sé kannski blanda af þessu tvennu.
 
En leitin að hvaða þekking sé mikilvægust og hvaðan sé best að sækja þá þekkingu er
oft ekki auðfundin. Á þessum viðburði verður fjallað um hvaða möguleikar eru í boði og 
hvers vegna það er mikilvægt fyrir upplýsingaöryggisstjóra að sækja sér menntun og fræðslu. 
Menntun og fræðsla upplýsingaöryggisstjóra er enn eitt verkefnið sem við stöndum frammi fyrir 
og margir eiga erfitt með. 
 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla

Hlekkur á fund 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla verður haldinn 4. maí klukkan 09:00-10:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. 

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á hlekk fyrir ofan.

Allir sem hafa áhuga á stjórnun viðskiptaferla og vilja taka þátt að auka þekkingu geta haft samband við Erlu Jónu Einarsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, erlaje@gmail.com, s: 8258111

Rafræn vöktun og persónuvernd

Click here to join the meeting

Fyrr á þessu ári tóku gaf Persónuvernd út nýjar reglur um rafræna vöktun, nr. 50/2023. Fjallað verður um þær breytingar sem hinar nýju reglur hafa í för með sér og ýmis álitaefni sem hafa komið upp í tengslum við hlítingu við reglur af þessum toga.

Fundurinn fer bæði fram á Teams og staðfundi hjá IÐUNNI fræslusetri, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Hvetjum sem flesta til að mæta á staðinn á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

09:00 - 09:05: Formaður faghóps um persónuvernd kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 - 09:25: Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd mun fara yfir nýlegar reglur um rafræna vöktun og helstu breytingar.

09:25 - 09:45: Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar og ráðgjafi hjá ERA fjallar um rafræna vöktun hjá sveitarfélögum og helstu áskoranir.

09:45 - 9:50: Bergþóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins fjallar um samráð við fyrirtæki og atvinnulíf við gerð regluverks.

09:50 - 10:00: Umræður og spurningar

 

Kynhlutleysi í miðluðu efni: Hverju er þetta að skila?

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?    

Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn. 

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Aðalfundur faghóps um Innkaupa- og vörustýringu

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um  Innkaupa- og vörustýringu verður haldinn 04.maí klukkan 11:45-12:30 á Teams.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál kl: 09:00

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál verður haldinn 5. maí klukkan 09:00 til 10:00 á TEAMS. 

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formanns er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

Meeting ID: 383 398 678 738 

Passcode: SzPR8u 



Dagskrá 

1#  Uppgjör síðasta starfsárs

2#  Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa

3#  Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða

4#  Kosning stjórnar

5#  Starfsárið framundan


 

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun  gróðurhúsalofttegunda og ýti þar með undir metnaðarfullar aðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?

Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  


 

Faghópur um loftlagsmál var stofnaður árið 2020 og hefur hópurinn vaxið mikið og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennir með áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í loftlagsmálum. 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.


Allir sem hafa áhuga á loftlagsmálum og umhverfismálum og vilja taka þátt að hafa áhrif á samfélagið og bjóða sig fram til stjórnar, geta haft samband við Berglindi Ósk Ólafsdóttir, fráfarandi formann faghópsins og sérfræðing í sjálfbærni hjá BYKO - berglind@byko.is eða í síma: 822-7003. 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu stjórnarstarfi faghóps um jafnlaunastjórnun? Hvetjum áhugasama um að mæta og gefa kost á sér í stjórn. Einnig má senda póst á gyda@radur.is

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 5. maí klukkan 10:30 til 11:30

Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 35, í fundaraðstöðu í Samrými, 2. hæð.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?