Aðalfundur faghóps um loftlagsmál verður haldinn 5. maí klukkan 09:00 til 10:00 á TEAMS.
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formanns er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.
Dagskrá
1# Uppgjör síðasta starfsárs
2# Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa
3# Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
4# Kosning stjórnar
5# Starfsárið framundan
Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila.
Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýti þar með undir metnaðarfullar aðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?
Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.
Faghópur um loftlagsmál var stofnaður árið 2020 og hefur hópurinn vaxið mikið og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennir með áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í loftlagsmálum.
Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.
Allir sem hafa áhuga á loftlagsmálum og umhverfismálum og vilja taka þátt að hafa áhrif á samfélagið og bjóða sig fram til stjórnar, geta haft samband við Berglindi Ósk Ólafsdóttir, fráfarandi formann faghópsins og sérfræðing í sjálfbærni hjá BYKO - berglind@byko.is eða í síma: 822-7003.