Fjarfundur Click here to join the meeting
Ekki samþykkja ofbeldishegðun á vinnustað.
Hér er á ferðinni erindi þar sem fjallað verður um vanhæfa stjórnendur og tilheyrandi ofbeldishegðun þeirra á vinnustað.
Þegar stjórnendur sýna af sér ofbeldishegðun á vinnustað, þá er enginn þar ósnertur. Og því hærra settur sem gerandinn er, því meiri verða áhrifin á allt starfsfólk. Ofbeldi á vinnustað getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað aðstæður sem eitra vinnustaðamenninguna og valda vanlíðan starfsfólks.
Staðreyndin er sú, að ofbeldishegðun eins hefur áhrif á alla hlutaðeigandi, hvort svo sem það sé beint eða óbeint. Annað hvort þrífst aðili og blómstrar í ofbeldisaðstæðum og tekur þátt (verður sjálfur gerandi), eða bera fer á vanlíðan (þolandi).
Það er ekki til hlutleysi í ofbeldisaðstæðum!
Fyrirlesari: Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Vinnuhjálp
Fundarstjóri: Sigrún Sigurðard Fossdal, verkefnastjóri hjá Heilsuvernd