Dagskrá aðalfundars:
- Uppgjör starfsársins
- Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa
- Kosning formanns og varaformanns
- Starfsárið fram undan
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/adstodustjornun-e-facility-management
Dagskrá aðalfundars:
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/adstodustjornun-e-facility-management
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.
Nánari lýsing síðar.
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Kynning á nýju húsnæði Icelandair og reynsla þeirra af verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.
Nánari lýsing síðar
Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu
Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system). Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly.
Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar, úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.
Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.
Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.
Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.
Fundardagskrá
Síðar
Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.
Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.
Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.
Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.
Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.