Teams
Mannauðsstjórnun, Fjölbreytileiki og inngilding, Almannatengsl og samskiptastjórnun,
Hér má finna hlekk á viðburðinn
Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.
Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?
Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn.
Hér má finna hlekk á viðburðinn