Tengill á fundinn er hér: Click here to join the meeting
Auðkennamál eru eitt helsta verkefni sem upplýsingaöryggisstjórar og stjórnendur tölvukerfa standa frammi fyrir - hvernig getum við verið viss um að notendur séu sannarlega þau sem þau segjast vera?
Traust auðkenni er grundvöllur þess að hægt sé að veita aðgang að upplýsingum og með tilkomu tískuorða eins og Zero-Trust-Architecture halda málin áfram að flækjast. Hversu langt er nauðsynlegt að ganga til að staðfesta auðkenni notenda?
Til að upplýsa okkur um leiðir til að takast á við þetta verkefni höfum við fengið tvo flotta mælendur, Auði Ester Guðmundsdóttur teymisstjóra innan heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítalans og Guðmund Pétur Pálsson Microsoft-hönnuð hjá Isavia.
Auður Ester er tölvunarfræðingur frá HR og hefur starfað hjá Landsspítalanum í 25 ár. Hún mun fjalla um aðgangsmál og aðgangsveitingar á Landspítalanum, hvernig þessum málum var háttað áður vs. núna og hvaða áskoranir þau eru að eiga við.
Guðmundur Pétur er með um 30 ára reynslu í upplýsingatækni, Microsoft Certified Master og Microsoft Certified Trainer, hefur síðustu 15 árin verið ráðgjafi hjá Opnum kerfum og kennari hjá Prómennt. Hann mun fara yfir hvernig Microsoft nálgast auðkenningu og aðgangsveitingar, hvað aðferðafræði er beitt og hvert stefnir. Hvað sé auðkenni og auðkenning, hvað þurfi til að fá aðgang að auðlindum.
Tengill á fundinn er hér: Click here to join the meeting