VR salur á 1.hæð Örugg verkfræðistofa Kringlan 7, Reykjavík
Öryggisstjórnun,
Fundurinn fer fram í sal VR á jarðhæð. Allir eru velkomnir fyrir fundinn, og eftir, að skoða starfsemin ÖRUGG sem er á 8 hæð. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti.
ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA ehf boðar til kynningarfundar um árangursríka áhættustjórnun þar sem nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í öryggismálum og vinnuvernd flytja fagleg erindi byggð á reynslu sinni við spennandi og krefjandi verkefni. Þema fundarins verður í samræmi við alþjóðlega vinnuverndardaginn 28 apríl 2023 – Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi er grundvallarregla og réttur allra við vinnu. (Sjá nánar á www.ilo.org)
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar fyrir og eftir fundinn þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér nánar starfsemi ÖRUGG.
Tími |
Dagskrá* |
8:30 – 9:00 |
Morgunkaffi í boði ÖRUGG. |
9:00 – 9:20 |
Leó Sigurðsson, byggingaverkfræðingur M.Sc., stjórnarmeðlimur faghóps um öryggisstjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum. Kynnir síðan dæmi um árangursríka öryggisstjórnun og lykiltölur öryggismála byggt á reynslu við alþjóðlegar framkvæmdir. |
9:20 – 9:35 |
Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur M.Sc. og framkvæmdarstjóri ÖRUGG, kynnir áhættustýringu fyrir öryggi í hönnun. |
9:35 – 9:50 |
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi M.Sc. kynnir áhættumat fyrir hreyfi- og stoðkerfi, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi. |
9:50 - 10:05 |
Svava Jónsdóttir, sérfræðingur, kynnir áhættumat fyrir félagslegt vinnuumhverfi með áherslu á EKKO, með reynslusögur um góðan árangur í að ná fram heilsusamlegu vinnuumhverfi. |
*Fyrirlesarar eru viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd.