Nóvember 2018

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01 02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14 15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21 22 23
  •  
24
  •  
25
  •  
26
  •  
27 28
  •  
29 30 01
  •  
02
  •  

Ábyrgar fjárfestingar - áskoranir og ávinningur

Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Krafan um ábyrgar fjárfestingar er stöðugt að verða háværari og mikil gróska í heiminum varðandi slíkar fjárfestingar.

Á fundinum verður rætt um stöðu ábyrgra fjárfestinga hér á landi, hvaða áskoranir eru til staðar og ávinningur.

Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynna niðurstöður meistararitgerðar um ábyrgar fjárfestingar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnir samtökin Iceland SIF.

Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu Arion banka, kynnir stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka.

Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Hér gefst tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin.

Nánari bakgrunnsupplýsingar má finna á: heimsmarkmidin.is.

Fyrirlesarar: Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

 

 

Fullbókað: Sviðsmyndir og gerð fjárhagsáætlana. Að rýna í framtíðir til að meta forsendur við áætlanagerð.

Birgir B. Sigurjónsson, fjármálstjóri Reykjavíkur, hefur að undanförnu nýtt sviðsmyndagerð (e.scanario planning) við gerð fjárhagsáætlana. Það verður áhugavert að heyra frá reynslu Birgis við að nýta sér þessa nýbreytni við gerð áætlana. Áhugavert innlegg fyrir stjórnendur sem væntanlega eru á fullu við að fullgera áætlanir sínar fyrir næsta/u ár.

Sviðsmyndagerð er ein útbreiddasta aðferð framtíðfræða. Aðferðin er aðallega þekkt sem aðferð við stefnumótun og við hvers kyns nýsköpun.

Við munum hittast í herbergi Borgarráðs á annarri hæð í Ráðhúsinu 14. Nóvember nk. kl 8:30. Takmarkaður fjöldi kemst á fundinn eða 20 þátttakendur.

Öryggismál og stöðugar umbætur í byggingarframkvæmdum

Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggsstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi fer yfir það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum fyrirtækisins.

Markaðsmál, persónuleiki vörumerkja, stafræn tækifæri og þjónusta

Þær Ósk Heiða Sveinsdóttir markaðstjóri Trackwell og Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður stafrænnar miðlunar og markaðsmála hjá Advania munu fjalla um markaðsmál og þjónustu útfrá hinum ýmsum hliðum ásamt persónuleika vörumerkja. Einnig verður komið inná samtal við viðskiptavini og upplifun þeirra ásamt stafrænum tækifærum. 

Ósk Heiða er þriggja bransa kona, með reynslu sem markaðsstjóri í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. Hún hefur verið virk í að skrifa greinar um áhugaverð málefni varðandi þjónustu- og markaðsmál. 

Hér má finna tengla á nokkrar nýlegar greinar eftir Ósk Heiðu:


Verslun Advania flytur í stafræna heima
Sesselía Birgisdóttir fjallar um stafræna vegferð Advania í þjónustu og sölu til viðskiptavina. Að ráðast í viðamiklar breytingar á söluleiðum er heilmikil áskorun, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Sesselía deilir með okkur hvernig stafrænar breytingar hjá fyrirtækinu hafa haft áhrif á sölu og þjónustuupplifun viðskiptavina.

Hvernig nýtist sáttamiðlun stjórnendum í erfiðum starfsmannamálum?

Fjölmörg vandamál á vinnustöðum á rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum.

Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi. 

Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað miknn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum

Fyrirlesarar eru Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.

*Viðburðurinn er í matsalnum á 5. Hæð í Skógarhlíðinni. - látið vita af ykkur í móttökunni á fyrstu hæðinni.

Fegurðin í innkaupum

Elín B. Gunnarsdóttir forstöðumaður innkaupa –og birgða hjá Bláa Lóninu mun fjalla um fegurðina í innkaupum.

Elín mun fara yfir virðiskeðjuna fyrir húðvörur Bláa Lónsins frá upphafi til enda.  Þar sem vörurnar eru byggðar á náttúrulegum Bláa Lóns hráefnum og svo er framleiðslan erlendis.   Hljómar einfalt, en virðiskeðjan hefur nokkur flækjustig hér sem og erlendis.

Dags:  22.11.2018
Tími 8:30- 9:30
Staður: HR
Kennslustofa: M208

Stefnumótun og árangur - á hverju byggjum við?

Tækifæri leynast í SPI aðferðafræðinni þegar horft er til stefnumótunar sveitarfélaga og atvinnugreina út frá öðrum viðmiðum en fjárhagslegum. SPI eða Social Progress index - sem útleggst á íslensku sem vísitala félagslegra mælikvarða - er leið þar sem hægt er að skoða félagslega og umhverfislega þætti þegar kemur að innviðum samfélaga.  Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs.  Farið verður yfir einkenni verkfærisins og hvernig það nýtist í stefnumótun sem og hvernig hægt er að nýta það til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Fyrirlesarar eru Rósbjörg Jónsdóttir og Gunnar Haraldsson sem koma frá SPI á Íslandi (www.socialprogress.is /.org).

Stafræn þjónusta, þarf meira til en góða vefsíðu?

Undanfarin misseri hefur Kolibri unnið náið með TM að þróa stafrænar lausnir í þjónustu. Ein útkoman er TM appið þar sem kosið var að fara óhefðbundnar leiðir til að veita betri þjónustu og auka hagræðingu í að vinna úr tjónstilkynningum.

 

Steinar, hönnuður hjá Kolibri, mun fjalla almennt um áskoranir og aðferðir til að þjónusta kúnna vel á stafræna vegu og svo munu Hugi, forritari hjá Kolibri, ásamt Björk, framkvæmdastjóra  tjónaþjónustu, fara yfir TM appið og skoða árangurinn sem það hefur skilað.

Stjórnarhættir og stefnumótun

Er framtíðarsýn og stefnumótun fyrirtækis samræmd og samþykkt af stjórn ? Hvernig ætti aðkoma stjórna að vera?  Hvað með eftirfylgni? 

Faghópur um góða stjórnarhætti ætlar að velta upp og skoða þessa þætti og fleiri til með aðstoð tveggja fagaðila í góðum stjórnarháttum.

Erindi:

Stjórnir og stefnumótun.  Fyrirlesari Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Virðisauki stjórna í stefnumótun.  Fyrirlesari Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og  meðeigandi  Strategíu.

Fundurinn fer fram í Flugstjórnarmiðstöð Isavía (keyrt fram hjá húsinu og beygt til hægri) Reykjavíkurflugvelli (við hliðina á Hótel Natura) og hefst stundvíslega kl. 9:00.  

RÁÐSTEFNA UM ÞJÓNUSTU OG HÆFNI

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á eintaklega áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður í Nauthól þann 29.nóvember. Ráðstefnan er á vegum Starfsmenntasjóðs VR og efnistök unnin í samstarfi við Stjórnvísi.  
Skráning fer fram hér  
Ráðstefnan ber yfirskriftina "Framtíð íslenskrar verslunar - erum við tilbúin?"
Hér má sjá allar upplýsingar um ráðstefnuna
 

Aðferðarfræði áhættumats hjá Sýn.

Jakob Guðbjartsson Gæða- og öryggisstjóri Sýnar og Bæring Logason verkefnastjóri Gæða- og öryggisdeildar Sýnar, kynna aðferð félagsins við að stýra áhættum og þá möguleika sem þeir hafa nýtt sér undanfarin ár.

Í tengslum við gæðakerfi sitt hefur Sýn hf (áður Vodafone) notað skemmtilega aðferðafræði við áhættumat undanfarin ár. Aðferðarfræðin nefnist BowTie og er afar myndræn og aðgengileg. Í BowTie er sett fram skýringarmynd sem ákveðin áhætta er kortlögð. Myndin er í laginu eins og slaufa sem skýrir nafngiftina. Í ferlinu er safnað upplýsingum um hættur,  ógnir, afleiðingar og þær stýringar sem koma til áhættuminnkunar. Aðferðin veitir einfalda og sjónræna heildarmynd af sviðsmyndum og þeim ógnum og afleiðingum sem henni tengjast.

Alex de Ruijter, hollenskur sérfræðingur í aðferðarfræðinni, skýrir aðferðarfræðina, uppruna hennar og notkunarmöguleika.

Alex de Ruijter er sálfræðingur. Hann starfaði hjá CGE Risk Management Solutions í 8 ár sem vörustjóri á BowTieXP hugbúnaði og öðrum CGE vörum áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Slice. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum um allan heim til að nota og framkvæma Bowtie, Incident Analysis (Tripod Beta, BFA) og áhættur sem rekja má til mannlegra þátta.

 

Viðburðarstaður: Sýn hf. Suðurlandsbraut 8

Tímasetning: 30 nóvember 2018              kl.09:00-10:00

Virðisdrifnir viðskiptaferlar (BPM) - lokaður fundur stjórnar

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla heldur fund um virðisdrifna viðskiptaferla (BPM). Um er að ræða lokaðan fund stjórnar faghópsins. 

Krummi svaf í klettagjá - köldum kjarasamningum á - eða hvað?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um komandi kjarasamninga og sitt sýnist hverjum. Fer allt á hliðina? Er þetta stormur í vatnsglasi?

Í áætlunum og rekstri fyrirtækja þarf að gera ráð fyrir þessu stóra spurningamerki á einn eða annan hátt. Faghópur um fjármál er einstaklega ánægður með að hafa fengið stefnumót í HR við tvo færa sérfræðinga til að fara yfir stöðuna, ræða væntingar til og breytt umhverfi fyrir komandi kjarasamninga.

Heiðursmennirnir eru þeir Rangar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA. Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.

Það verður fróðlegt að heyra hvað þessir aðilar telji að verði efst á baugi í komandi viðræðum, hvort ferlið verði hefðbundið eða hvort búast megi við annarri atburðarrás en áður og síðast en ekki síst hvaða afleiðingar þessir kjarasamningar geti haft. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í stofu M217 í Háskólanum í Reykjavík.

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Lean Straumlínustjórnun, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum.

Hvað einkennir fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum?
Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun.
Farið er yfir hvernig nýta má aðferðafræði Lean til að stuðla að bættu öryggi og aukinni öryggisvitund starfsmanna.

Fyrirlesarar eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is).

Nói Síríus býður heim-FULLBÓKAÐ

Gæðastjóri verður með  kynningu á samþættingu gæðamála  og Lean aðferðafræði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?