Ábyrgar fjárfestingar - áskoranir og ávinningur
Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Krafan um ábyrgar fjárfestingar er stöðugt að verða háværari og mikil gróska í heiminum varðandi slíkar fjárfestingar.
Á fundinum verður rætt um stöðu ábyrgra fjárfestinga hér á landi, hvaða áskoranir eru til staðar og ávinningur.
Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynna niðurstöður meistararitgerðar um ábyrgar fjárfestingar.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnir samtökin Iceland SIF.
Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu Arion banka, kynnir stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka.