Stjórnarhættir og stefnumótun

Er framtíðarsýn og stefnumótun fyrirtækis samræmd og samþykkt af stjórn ? Hvernig ætti aðkoma stjórna að vera?  Hvað með eftirfylgni? 

Faghópur um góða stjórnarhætti ætlar að velta upp og skoða þessa þætti og fleiri til með aðstoð tveggja fagaðila í góðum stjórnarháttum.

Erindi:

Stjórnir og stefnumótun.  Fyrirlesari Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Virðisauki stjórna í stefnumótun.  Fyrirlesari Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og  meðeigandi  Strategíu.

Fundurinn fer fram í Flugstjórnarmiðstöð Isavía (keyrt fram hjá húsinu og beygt til hægri) Reykjavíkurflugvelli (við hliðina á Hótel Natura) og hefst stundvíslega kl. 9:00.  

RÁÐSTEFNA UM ÞJÓNUSTU OG HÆFNI

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á eintaklega áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður í Nauthól þann 29.nóvember. Ráðstefnan er á vegum Starfsmenntasjóðs VR og efnistök unnin í samstarfi við Stjórnvísi.  
Skráning fer fram hér  
Ráðstefnan ber yfirskriftina "Framtíð íslenskrar verslunar - erum við tilbúin?"
Hér má sjá allar upplýsingar um ráðstefnuna
 

Aðferðarfræði áhættumats hjá Sýn.

Jakob Guðbjartsson Gæða- og öryggisstjóri Sýnar og Bæring Logason verkefnastjóri Gæða- og öryggisdeildar Sýnar, kynna aðferð félagsins við að stýra áhættum og þá möguleika sem þeir hafa nýtt sér undanfarin ár.

Í tengslum við gæðakerfi sitt hefur Sýn hf (áður Vodafone) notað skemmtilega aðferðafræði við áhættumat undanfarin ár. Aðferðarfræðin nefnist BowTie og er afar myndræn og aðgengileg. Í BowTie er sett fram skýringarmynd sem ákveðin áhætta er kortlögð. Myndin er í laginu eins og slaufa sem skýrir nafngiftina. Í ferlinu er safnað upplýsingum um hættur,  ógnir, afleiðingar og þær stýringar sem koma til áhættuminnkunar. Aðferðin veitir einfalda og sjónræna heildarmynd af sviðsmyndum og þeim ógnum og afleiðingum sem henni tengjast.

Alex de Ruijter, hollenskur sérfræðingur í aðferðarfræðinni, skýrir aðferðarfræðina, uppruna hennar og notkunarmöguleika.

Alex de Ruijter er sálfræðingur. Hann starfaði hjá CGE Risk Management Solutions í 8 ár sem vörustjóri á BowTieXP hugbúnaði og öðrum CGE vörum áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Slice. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum um allan heim til að nota og framkvæma Bowtie, Incident Analysis (Tripod Beta, BFA) og áhættur sem rekja má til mannlegra þátta.

 

Viðburðarstaður: Sýn hf. Suðurlandsbraut 8

Tímasetning: 30 nóvember 2018              kl.09:00-10:00

Virðisdrifnir viðskiptaferlar (BPM) - lokaður fundur stjórnar

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla heldur fund um virðisdrifna viðskiptaferla (BPM). Um er að ræða lokaðan fund stjórnar faghópsins. 

Krummi svaf í klettagjá - köldum kjarasamningum á - eða hvað?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um komandi kjarasamninga og sitt sýnist hverjum. Fer allt á hliðina? Er þetta stormur í vatnsglasi?

Í áætlunum og rekstri fyrirtækja þarf að gera ráð fyrir þessu stóra spurningamerki á einn eða annan hátt. Faghópur um fjármál er einstaklega ánægður með að hafa fengið stefnumót í HR við tvo færa sérfræðinga til að fara yfir stöðuna, ræða væntingar til og breytt umhverfi fyrir komandi kjarasamninga.

Heiðursmennirnir eru þeir Rangar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA. Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.

Það verður fróðlegt að heyra hvað þessir aðilar telji að verði efst á baugi í komandi viðræðum, hvort ferlið verði hefðbundið eða hvort búast megi við annarri atburðarrás en áður og síðast en ekki síst hvaða afleiðingar þessir kjarasamningar geti haft. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í stofu M217 í Háskólanum í Reykjavík.

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Lean Straumlínustjórnun, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum.

Hvað einkennir fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum?
Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun.
Farið er yfir hvernig nýta má aðferðafræði Lean til að stuðla að bættu öryggi og aukinni öryggisvitund starfsmanna.

Fyrirlesarar eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is).

Nói Síríus býður heim-FULLBÓKAÐ

Gæðastjóri verður með  kynningu á samþættingu gæðamála  og Lean aðferðafræði.

Origo - Innkaupa og birgðastýring

Origo mun halda tvö tengd erindi fyrir Vörustjórnunar, innkaupa og birgðastýrinarhóp Stjórnvísi þriðjudaginn 11. desemeber.

1. Brynjólfur Einar Sigmarsson, Innkaupastjóri Origo, mun fara yfir Innkaupaferli Origo.
2. Guðmundur Torfason, Sölustjóri viðskiptalausna Origo, mun segja frá rafræna innkaupa og beiðnakerfinu Timian.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.

Boðið verður upp á morgunhressingu. 

Fagþróunarstarf í öryggismálum

Öryggis- og umhverfishópur Stjórnvísi auglýsir umræðufund þriðjudaginn 11.des kl. 08:30-09:30 í mötuneyti Verkís, Ofanleiti 2 Reykjavík.

Dagskrá:

  • 08:30  -  Öryggismoli og kynning flóttaleiða – Öryggisfulltrúi Verkís
  • 08:35  -  Fagþróun hjá Samorku – Öryggisstjóri Landsnets
  • 08:45  -  Umræður og hugmyndir að fagþróunarstarfi í öryggismálum

Hlökkum til að sjá ykkur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?