11
okt.
2018
11. okt. 2018
09:00 - 11:00
/
Grand Hótel
Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel, þann 11.október kl. 09:00-11:00.
Ráðstefnunni verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Þema ráðstefnunnar er: Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan?
Í dag eiga straumhvörf sér stað á mörgum sviðum samfélagsins. Breytingarnar kalla á nýja hugsun, viðhorf og umbyltingu á svið stjórnunar. Hefðbundin viðskiptalíkön verða úrelt og stjórnunarhættir fyrirtækja og stofnana þurfa að taka mið af nýjum áherslum á sviðum, eins nýsköpunar, framleiðslu-, þjónustu- og mannauðsmálum. Framtíðarfræði er fræðigrein sem styður stjórnendur við að greina ólíkar framtíðir, til að takast á við áskoranir sem þeim fylgja. Framtíðin er alltaf ný, gefur enga afslætti, ilmar af tækifærum, hefur að geyma ógn ef hún er misskilin eða látin eiga sig.
Fyrirlesarar verða þau Sylvía Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair og Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi.
Ráðstefnustjóri verður Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, leikari, lögfræðingur og framtíðarfræðingur.
Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Aðgangur er frír.