Rekstrarhagræðing, hvað er það? FRESTAST til nóvember.

 Fyrirlesturinn frestast til nóvember, dagsetning auglýst síðar.

Er fyrirtæki lenda í rekstrarvanda þá er gripið til rekstrarhagræðingar. En hvað er rekstrarhagræðing? Eru allar aðgerðir til að lækka kostnað rekstrarhagræðing? Fjallað verður um hugtakið "rekstrarhagræðing" og hvernig það er skilgreint m.t.t. þess sem rekstrarhagræðing á að skila. 

Fyrirlesari er Einar Guðbjartsson, dósent, HÍ.

Fullbókað: Hvað er á seyði í stefnumótun á Íslandi?

Stefnumótun er eitt mikilvægasta tæki stjórnenda til að ná árangri. Á morgunverðarfundi Stjórnvísis og Capacent verður skyggnst á bak við tjöldin í stefnumótun með ráðgjöfum Capacent. Farið verður yfir hvaða aðferðir hafa verið að ryðja sér til rúms í stefnumótun á Íslandi og hvernig stefna er innleidd í umhverfi þar sem forsendur breytast hratt og ytra umhverfi tekur sífelldum breytingum. 

Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan?

Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel, þann 11.október kl. 09:00-11:00.

Ráðstefnunni verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

Þema ráðstefnunnar er:  Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan?

Í dag eiga straumhvörf sér stað á mörgum sviðum samfélagsins. Breytingarnar kalla á nýja hugsun, viðhorf og umbyltingu á svið stjórnunar. Hefðbundin viðskiptalíkön verða úrelt og stjórnunarhættir fyrirtækja og stofnana þurfa að taka mið af nýjum áherslum      á sviðum, eins nýsköpunar, framleiðslu-, þjónustu- og mannauðsmálum. Framtíðarfræði er fræðigrein sem styður stjórnendur við að greina ólíkar framtíðir, til að takast á við áskoranir sem þeim fylgja. Framtíðin er alltaf ný, gefur enga afslætti, ilmar af tækifærum, hefur að geyma ógn ef hún er misskilin eða látin eiga sig.  

Fyrirlesarar verða þau Sylvía Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair og Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi.  

Ráðstefnustjóri verður Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, leikari, lögfræðingur og framtíðarfræðingur. 

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.  

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

  

Persónuvernd - áhættumat og sjálfvirk ákvarðanataka

Næsti viðburður faghóps Stjórnvísi um persónuvernd mun einblína á áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga, persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku.

Hjördís Halldórsdóttir lögmaður mun í erindi sínu fjalla um persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku, sem einnig mætti nefna persónugreiningu og gervigreindarákvarðanir. Ný persónuverndarreglugerð tekur á þessu hvoru tveggja og gerir tilteknar kröfur til fyrirtækja sem mikilvægt er að þekkja, ekki síst ef ætlunin er að sjálfvirknivæða viðskiptaferla og nýta sér gervigreind í rekstrinum.

Hjördís Halldórsdóttir er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún er einn af eigendum LOGOS og meðal sérsviða hennar er upplýsingatækni. Hún lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands og er með LL.M. gráðu í lögum og upplýsingatækni frá Stokkhólmsháskóla.

Oddur Hafsteinsson og Sigríður Laufey Jónsdóttir mun fara yfir hvernig Creditinfo nálgaðist áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga innan fyrirtækisins. 

Sigríður Laufey Jónsdóttir er forstöðumaður Þjónustu-og lögfræðisviðs og lögfræðingur Creditinfo. Laufey er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með héraðsdómslögmannsréttindi. Áður starfaði hún sem sviðsstjóri hjá Umboðsmanni skuldara, sem sviðsstjóri hjá Motus og Lögheimtunni og sem forstöðumaður í Búnaðarbanka Íslands.

Oddur Hafsteinsson er upplýsingaöryggisstjóri hjá TRS ehf. Oddur hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga við innleiðingu upplýsingaöryggis undanfarin ár. Hann hefur einnig verið að aðstoða ýmiss fyrirtæki við að aðlaga sig að nýjum persónuverndarlögum.

 

Viðburður fellur niður :Breytt nýting á skurðstofum

Viðuburður á vegum Lean sem halda átti á Landspítala hefur því miður verið aflýst.

Virði þess að hugsa lengra fram í tímann - Ertu að huga að framtíðinni?

Fyrirlesari: Guy Yeoman

Virði þess að hugsa lengra fram í tímann – Ertu að huga að framtíðinni?

Ensk fyrirsögn á erindinu er:  The value of long-term thinking - are you thinking about the future?

Aðeins um Guy Yeoman

Prior to moving into the futures field Guy spent over a decade working in the emerging online and internet sector across a variety of enterprises, from small scale start-ups, through professional service firms to international investment banks, undertaking roles across production management, global service development and strategy.

Since 2009, Guy has undertaken futures work across a number of sectors including consulting assignments for the European Commission and UK government departments, international conferences, charitable foundations, third sector membership organisations, creativity and innovation companies, humanitarian academic programmes, university departments, design studios and also on behalf of other commercial futures advisory consultancies.

Guy is involved with ongoing futures research projects across a number of specific domains of interest, including the Arctic and disasters and risk and has extensive experience developing and building international partnerships and collaborations around futures projects including working with University institutes and departments, commercial consulting and innovation organisations and a variety of other individual strategic foresight professionals.

Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Endurhönnun viðskiptaferla (lokaður fundur stjórnar faghóps BPM)

Lokaður fundur stjórnar faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) þar sem endurhönnun viðskiptaferla verður til umfjöllunar. 

Jafnlaunakerfið og gæðastjórnun

Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Ráður, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli fjallar um tæknileg atriði sem snúa að staðlinum. 

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um uppbyggingu á virku stjórnkerfi eins og Jafnlaunakerfi og árangursríkar leiðir til að skipuleggja handbækur til hlítingar á ytri og innri kröfum.   

Maria Hedman, vörueigandi CCQ hjá Origo

Fjallar um stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar o.fl. og sýnir nokkur dæmi um myndræna framsetningu á gæðaskjölum er tengjast Jafnlaunakerfinu. 

Viðburðurinn er í haldinn í samvinnu við faghópa um Jafnlaunastjórnun og Gæðastjórnun og ISO staðla.

Hvernig getur tæknin hjálpað okkur að vinna saman

Vinnur þú með mörgum að mörgum mismunandi verkefnum og veist stundum ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Ýmis forrit eru í boði sem geta hjálpað til við að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman.

Við höfum fengið 4 reynslubolta til að segja okkur frá því verkfæri sem hefur nýst þeim best og í hvaða tilgangi þau eru notuð.

 

Magnús Árnason er markaðsstjóri Nova, stærsta skemmtistaðar í heimi, þar sem verkefnin eru fjölmörg og flæða á milli starfsmanna, deilda og samstarfsaðila. Nova hefur innleitt Asana verkefnastjórnunarforritið með mjög góðum árangri og ætlar Magnús að fræða okkur um hvernig best er að halda utanum verklag og verkflæði í teymisvinnu með hjálp Asana.

https://asana.com/

 

Hafdís Huld Björnsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík og BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hafdís er snillingur í því að taka að sér fjölbreytt og ólík verkefni með mismunandi hópum. Hafdís mun segja frá því hvernig hún persónulega nýtir www.trello.com til halda mörgum boltum á lofti og gera lífið einfaldara, skilvirkara og skemmtilegra.

https://trello.com/

 

Egill Rúnar Viðarsson er grafískur hönnuður á vefmiðladeild Hvíta hússins, auglýsingastofu. Egill er með óbilandi áhuga á skipulagi og þróunarsamstarfi milli fólks með mismunandi sérfræðiþekkingu. Egill er einnig visst skipulags-frík með veikan blett fyrir borðspilum, tölvuleikjum og þá sérstaklega fyrir sundurgreiningu á vandræðalegum þögnum sem upp koma þegar einhver utanaðkomandi brýtur óskrifaða reglu í mannlegum samskiptum.

#slack-er-margt-til-lista-lagt

Samskiptaforritið Slack hefur hratt rutt sér til rúms síðan 2013 þegar það kom fyrst á sjónarsviðið. Í dag nýta rúmlega 8 milljónir notenda Slack – jafnt í vinnu sem utan. Hvað er það sem Slack gerir svo vel, hvernig má nýta Slack í alls kyns annað og hvað getum við lært?  

https://slack.com/

 

Lísa Jóhanna Ævarsdóttir er verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland. Lísa hefur mikla reynslu af verkefnastjórnunarforritinu Trello og hefur hún kennt á námskeiðum af og til síðustu ár. Lísa  nýtir forritið mikið í daglegum störfum og ætlar að miðla af reynslu sinni og fræða okkur um kosti Trello og hvernig það hjálpar henni að halda utanum verkefnin og koma þeim í framkvæmd.

https://trello.com/

Árangursmælingar vs. fjárfestingar í rekstri.

 

Öll fyrirtæki þurfta að gera fjárfestingar, stórar sem smáar, til að viðhalda rekstrarhæfi sínu. En hvernig skal meta fjárfestingu til árangurs? Stjórnendur eru oftar en ekki metnir eftir rekstrarárangi, þ.e. EBIDTA, EBIT eða aðra rekstrarkvarða. Hver er rétti rekstrarkvarðinn? Er hann til? Rætt verður um veikleikan á milli forenda í fjárfestingarákvörðun og forsenda við árangursmælingar gagnvart stjórnendum, t.d. miðað við tölur úr rekstri eða sjóðstreymi.  

Ábyrgar fjárfestingar - áskoranir og ávinningur

Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Krafan um ábyrgar fjárfestingar er stöðugt að verða háværari og mikil gróska í heiminum varðandi slíkar fjárfestingar.

Á fundinum verður rætt um stöðu ábyrgra fjárfestinga hér á landi, hvaða áskoranir eru til staðar og ávinningur.

Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynna niðurstöður meistararitgerðar um ábyrgar fjárfestingar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnir samtökin Iceland SIF.

Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu Arion banka, kynnir stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?