Háskólinn í Reykjavík, stofa M215 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Þær Ósk Heiða Sveinsdóttir markaðstjóri Trackwell og Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður stafrænnar miðlunar og markaðsmála hjá Advania munu fjalla um markaðsmál og þjónustu útfrá hinum ýmsum hliðum ásamt persónuleika vörumerkja. Einnig verður komið inná samtal við viðskiptavini og upplifun þeirra ásamt stafrænum tækifærum.
Ósk Heiða er þriggja bransa kona, með reynslu sem markaðsstjóri í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. Hún hefur verið virk í að skrifa greinar um áhugaverð málefni varðandi þjónustu- og markaðsmál.
Hér má finna tengla á nokkrar nýlegar greinar eftir Ósk Heiðu:
- Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál
- Má ég spyrja?
- Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)?
- Taka þátt eða spila til að vinna?
- Koma svo, eitt lag enn!
Verslun Advania flytur í stafræna heima
Sesselía Birgisdóttir fjallar um stafræna vegferð Advania í þjónustu og sölu til viðskiptavina. Að ráðast í viðamiklar breytingar á söluleiðum er heilmikil áskorun, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Sesselía deilir með okkur hvernig stafrænar breytingar hjá fyrirtækinu hafa haft áhrif á sölu og þjónustuupplifun viðskiptavina.