Sýn hf Suðurlandsbraut 8, Reykjavík
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Jakob Guðbjartsson Gæða- og öryggisstjóri Sýnar og Bæring Logason verkefnastjóri Gæða- og öryggisdeildar Sýnar, kynna aðferð félagsins við að stýra áhættum og þá möguleika sem þeir hafa nýtt sér undanfarin ár.
Í tengslum við gæðakerfi sitt hefur Sýn hf (áður Vodafone) notað skemmtilega aðferðafræði við áhættumat undanfarin ár. Aðferðarfræðin nefnist BowTie og er afar myndræn og aðgengileg. Í BowTie er sett fram skýringarmynd sem ákveðin áhætta er kortlögð. Myndin er í laginu eins og slaufa sem skýrir nafngiftina. Í ferlinu er safnað upplýsingum um hættur, ógnir, afleiðingar og þær stýringar sem koma til áhættuminnkunar. Aðferðin veitir einfalda og sjónræna heildarmynd af sviðsmyndum og þeim ógnum og afleiðingum sem henni tengjast.
Alex de Ruijter, hollenskur sérfræðingur í aðferðarfræðinni, skýrir aðferðarfræðina, uppruna hennar og notkunarmöguleika.
Alex de Ruijter er sálfræðingur. Hann starfaði hjá CGE Risk Management Solutions í 8 ár sem vörustjóri á BowTieXP hugbúnaði og öðrum CGE vörum áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Slice. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum um allan heim til að nota og framkvæma Bowtie, Incident Analysis (Tripod Beta, BFA) og áhættur sem rekja má til mannlegra þátta.
Viðburðarstaður: Sýn hf. Suðurlandsbraut 8
Tímasetning: 30 nóvember 2018 kl.09:00-10:00