Fjarfundur
Upplýsingaöryggi, Góðir stjórnarhættir ,
Fundurinn verður haldinn á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.
Kröfur um upplýsingagjöf og rýni stjórnenda eru fjölbreyttar, hvort sem þær eru kröfur ISO27001 um rýni stjórnenda eða leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Reglulega þarf að fara fram rýni á mikilvægum þáttum upplýsingaöryggis (s.s. markmiðum, eftirlitsaðgerðum, stefnum og ferlum) til að tryggja virkni og rýna hvort stjórnkerfið henti áfram í óbreyttri mynd. Þá er einnig mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um stöðu og þroskastig og þekki þær áhættur sem steðjað geta að þeirra skipulagsheild m.a. svo hægt sé að forgangsraða og veita verkefnum nauðsynlegan stuðning.
Mörgum þykja mál tengd upplýsingaöryggi flókin, skilja ávallt ekki þær kröfur sem fara ber eftir eða þykir það ekki hafa næga tæknilega þekkingu. Það getur því verið krefjandi að kynna og upplýsa stjórnendur um svo mikilvægt málefni. Í ljósi þess þarf upplýsingagjöf til stjórnenda að vera markviss, gagnleg og tímanleg. Hægt er að nýta margvíslegar leiðir til þess!
Á þessum viðburði fáum við að kynnast því hvernig þrjú fyrirtæki hafa komið sér upp aðferðum sem notaðar eru til þess að upplýsa stjórnendur, kynnumst þeim aðferðum og fáum að heyra hvernig þær hafa virkað.
Ragna Elíza Kvaran, Upplýsingaöryggisstjóri hjá VÍS. Ragna hefur unnið í tíu ár hjá VÍS og hefur sinnt þar gæðamálum, verið skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi en er nú upplýsingaöryggisstjóri og hefur sinnt því hlutverki frá árinu 2014. Ragna er með meistaragráðu í Electronic Information Management og B.A. í bókasafns- og upplýsingafræði. Ragna segir frá innleiðingu á verklagi í samskiptum sínum við innri nefndir og nefndir á vegum stjórnar. Hvernig VÍS hefur með einföldu skipulagi tryggt nauðsynlega upplýsingagjöf til nefnda og stjórnar. Einnig tryggt að upplýsingaöryggi sem málaflokkur sé reglulega á dagskrá, að umræður og ákvarðanir séu skjalaðar með réttum hætti og verið sé að fylgja því stjórnskipulagi sem stjórn setur.
Ragnar F. Magnússon, Upplýsingaöryggisstjóri hjá Landsvirkjun. Ragnar er menntaður rafmagnsverkfræðingur frá KTH í Stokkhólmi og er með SANS vottanir í GCIH, GPEN og GCFA. Hann hefur víðtæka reynslu af upplýsingaöryggi og hefur m.a. starfað sem tæknilegur öryggisstjóri hjá Arion Banka og sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Nýherja.
Arnar S. Gunnarsson, Director of IT Security hjá Controlant. Arnar hefur unnið við hönnun og rekstur tölvukerfa í tæp 20 ár og hefur sérhæft sig í öryggismálum í meira en 12.ár. Hann hefur haldið erindi á fjölda ráðstefna erlendis um öryggismál og hefur unnið með stærstu fyrirtækjum landsins á þeim vettvangi. Áður starfaði hann sem Innviðahönnuður Arion Banka og Tæknistjóri hjá Origo. Arnar er með fjölda af alþjóðlegum öryggisgráðum en þar má t.d. nefna "Hacking Forensic Investigator" og ,,Ethical Hacker". Arnar er þessa dagana að ljúka við MBA gráðu hjá HR.