Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 11:30 til 13:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, tvö sæti eru laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og boðið verður upp á hádegismat. Takmarkaður sætafjöldi.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu stjórnarstarfi faghóps um jafnlaunastjórnun? Hvetjum áhugasama um að mæta og gefa kost á sér í stjórn. Einnig má senda póst á gyda@radur.is

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 5. maí klukkan 10:30 til 11:30

Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 35, í fundaraðstöðu í Samrými, 2. hæð.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

Er ég hæf/hæfur/hæft til að taka launaákvarðanir?

Microsoft Teams meeting

Click here to join the meeting

ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.

Lýsing 

Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.  

Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.  

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum  

  • Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum? 

  • Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni? 

 

Um fyrirlesarana

Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. 

Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða,  kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð. 

 

Dagskrá 

 - Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun 

 - Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast 

 - Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur 

 - Umræður  

Greining Hagstofunnar á launamuni karla og kvenna

Hlekkur á fundinn hér.
Margrét Kristín Indriðadóttir deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands og Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur skrifstofu jafnréttismála hjá Forsætisráðuneytinu halda erindi um nýlega rannsókn Hagstofunnar um launamun karla og kvenna.  

Fjallað verður um helstu niðurstöður og áhrif jafnlaunavottunar á launamun. Einnig rýnt í aðra mælikvarða til að meta árangur í jafnlaunamálum og framtíð jafnréttismála á Íslandi.

Fundurinn verður sendur út í gegnum Teams. Hlekkur á fundinn hér.

Dagskrá 

9:00 Kynning á faghópi og erindi dagsins 

9:10 Margrét Kristín Indriðadóttir – Greining Hagstofunnar og ólíkar mælingar 

9:30 Kristín Þóra Harðardóttir – Markmið jafnlaunavottunar, væntingar, árangur og hvað er framundan 

9:50 Spurningar og umræður 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?