Kynning á niðurstöðum mælinga 2018 og afhending viðurkenninga
Föstudaginn 25.janúar 2019, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Hvammi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2018.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2018 veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.
Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni mun Bragi Þór Antoníusson vefmarkaðsstjóri Elko flytja áhugavert erindi um hvernig hann nýtir vefgreiningar til að auka ánægju og arðsemi viðskiptavina ásamt því að byggja vefverslun Elko.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is