Eimskip, Korngörðum 2 Eimskip, Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
- Athygli er vakin á því að fundinum verður streymt á facebook-síðu Stjórnvísi -
Fjallað verður um reynslu mannauðsstjóra af mannauðsmælingum og leitað svara við spurningum á borð við:
- Hvað eru mannauðsstjórar að mæla?
- Hvernig eru þær að nýtast?
- Hverjar eru helstu áskoranir og hindranir?
- Hvernig er best að byrja?
Einnig verður sagt frá verkefni á vegum Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi sem felur í sér að leggja drög að samræmdum mannauðsmælingum á Íslandi (Benchmark).
Fyrirlesarar:
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar hjá Reiknistofu bankanna.
Hildur Erla Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri 1912
Sif Svavarsdóttir, Global HR Coordinator hjá Eimskip
Ath. bílastæði eru einnig fyrir aftan húsnæðið við Korngarða 2 og við Vöruhótel Eimskips.