10 ár með 9001 vottun

Geislavarnir ríkisins bjóða í heimsókn og segja frá sinni reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár.

Um Gæðakerfi Geislavarna ríkisins

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.

Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Tilvísun í ISO 9001

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

10 ár með 9001 vottun

Í morgun buðu Geislavarnir ríkisins í heimsókn og sagði Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri stofnunarinnar frá þeirra reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár. Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum. Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Elísabet Dolinda byrjaði á að segja frá þeirri víðtæku starfsemi sem á sér stað hjá Geislavörnum ríkisins.  Mikið er mælt af farsímasendum og spennustöðvum.  Hlutverk Geislavarna er að eiga mæla sem eru kvarðaðir og réttir, enginn mælir hefur farið yfir viðmiðunarmörk.  Leysir og leysi bendlar eru ekki leikföng og núna er verið að skoða húðflúr-og snyrtistofur.  Þessi tæki geta verið hættuleg ef ekki er rétt með þau farið. Fyrsta vottun Geislavarna kom  2008 og ávinningurinn er gríðarlegur.  Handbókin varð að vera ákaflega einföld.  Ferlum er skipt eftir köflum, stundum eru leiðbeiningar, stefnuskjöl og sérhæfð skjöl.  Fyrir sumt að því sem verið er að gera þarf sérhæfð störf og þá sést hvaða starfsmenn er hæfir og í hvað.  Nýtt er í handbókinni að sjá sérhæfð störf.  Mælingarnar sjást mjög skýrt og mælingar sjást grafískt.  Ódýrt, einfalt og í samræmi við óskir starfsmanna. Geislavarnir hentu öllum verklagsreglum því enginn var að nýta sér þær.  Skjalið er á Excel og vistað sem vefyfirlit, vinnuskjöl eru í Excel og allt sem er virkt er í pdf.  

En hvernig er að vinna fyrir og eftir vottun.  Aðalbreytingin er í ráðningu starfsmanna.  Þjálfun nýrra starfsmanna er öll önnur því allar lýsingar eru til og komast hraðar inn.  Núna er einungis 12 kaflar, í hverjum kafla eru skilgreindar skrár og mappa sem heitir „gamalt“.  Nýir starfsmenn koma með góðar ábendingar um hvernig á að merkja skrár og mappa.  Öll verkefni eru möppuð upp og hver og einn starfsmaður raðar sér eftir hlutverki á verkefni.  Starfslýsingin er útprent á verkefni.  Þurfa að vera starfslýsingar til að fá vottun? Nei, þær eru ekki nauðsynlegar gagnvart vottunaraðilum.  Eitt það ánægjulegasta sem hefur gerst er að starfsánægja er sífellt að aukast.  Í dag styðst stjórnun Geislavarna  við þjónandi forystu í sínu verklagi. Þróunin er sú að nú er verið að horfa meira á væntingar viðskiptavina, staðallinn þvingar mann inn í það. 

Áskorunin í dag er að hafa heildarstefnu Geislavarna ríkisins og síðan koma áherslur í hinum ýmsu málum s.s. Persónuverndarstefna – Jafnréttisstefna – upplýsingastefna – umhverfisstefna -.  Þegar farið var í 2015 vottunina þá þurfti að fara í óvissugreiningu – áhættumat.  Þau notuðu www.oxebridge.com/emma/ sem er ótrúlegur vefur fyrir 9001 með alls kyns tólum sem frábært er að nýta.  Á vefnum eru leiðbeiningar hvernig þú innleiðir ISO 9001 á 40 dögum.  Þarna er hægt að sækja fullt af skjölum.  Vottunaraðilar fara út um allt, sjá kerfin og þú bætir þig í hverri einustu vottun.  Athugasemdirnar frá vottunaraðilunum skipta miklu máli.  Tilvísun í ISO 9001

 

10 ár með 9001 vottun

Í morgun buðu Geislavarnir ríkisins í heimsókn og sagði Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri stofnunarinnar frá þeirra reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár. Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum. Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Elísabet Dolinda byrjaði á að segja frá þeirri víðtæku starfsemi sem á sér stað hjá Geislavörnum ríkisins.  Mikið er mælt af farsímasendum og spennustöðvum.  Hlutverk Geislavarna er að eiga mæla sem eru kvarðaðir og réttir, enginn mælir hefur farið yfir viðmiðunarmörk.  Leysir og leysi bendlar eru ekki leikföng og núna er verið að skoða húðflúr-og snyrtistofur.  Þessi tæki geta verið hættuleg ef ekki er rétt með þau farið. Fyrsta vottun Geislavarna kom  2008 og ávinningurinn er gríðarlegur.  Handbókin varð að vera ákaflega einföld.  Ferlum er skipt eftir köflum, stundum eru leiðbeiningar, stefnuskjöl og sérhæfð skjöl.  Fyrir sumt að því sem verið er að gera þarf sérhæfð störf og þá sést hvaða starfsmenn er hæfir og í hvað.  Nýtt er í handbókinni að sjá sérhæfð störf.  Mælingarnar sjást mjög skýrt og mælingar sjást grafískt.  Ódýrt, einfalt og í samræmi við óskir starfsmanna. Geislavarnir hentu öllum verklagsreglum því enginn var að nýta sér þær.  Skjalið er á Excel og vistað sem vefyfirlit, vinnuskjöl eru í Excel og allt sem er virkt er í pdf.  

En hvernig er að vinna fyrir og eftir vottun.  Aðalbreytingin er í ráðningu starfsmanna.  Þjálfun nýrra starfsmanna er öll önnur því allar lýsingar eru til og komast hraðar inn.  Núna er einungis 12 kaflar, í hverjum kafla eru skilgreindar skrár og mappa sem heitir „gamalt“.  Nýir starfsmenn koma með góðar ábendingar um hvernig á að merkja skrár og mappa.  Öll verkefni eru möppuð upp og hver og einn starfsmaður raðar sér eftir hlutverki á verkefni.  Starfslýsingin er útprent á verkefni.  Þurfa að vera starfslýsingar til að fá vottun? Nei, þær eru ekki nauðsynlegar gagnvart vottunaraðilum.  Eitt það ánægjulegasta sem hefur gerst er að starfsánægja er sífellt að aukast.  Í dag styðst stjórnun Geislavarna  við þjónandi forystu í sínu verklagi. Þróunin er sú að nú er verið að horfa meira á væntingar viðskiptavina, staðallinn þvingar mann inn í það. 

Áskorunin í dag er að hafa heildarstefnu Geislavarna ríkisins og síðan koma áherslur í hinum ýmsu málum s.s. Persónuverndarstefna – Jafnréttisstefna – upplýsingastefna – umhverfisstefna -.  Þegar farið var í 2015 vottunina þá þurfti að fara í óvissugreiningu – áhættumat.  Þau notuðu www.oxebridge.com/emma/ sem er ótrúlegur vefur fyrir 9001 með alls kyns tólum sem frábært er að nýta.  Á vefnum eru leiðbeiningar hvernig þú innleiðir ISO 9001 á 40 dögum.  Þarna er hægt að sækja fullt af skjölum.  Vottunaraðilar fara út um allt, sjá kerfin og þú bætir þig í hverri einustu vottun.  Athugasemdirnar frá vottunaraðilunum skipta miklu máli.  Tilvísun í ISO 9001

 

Eldri viðburðir

Gæðastjórnunarspjall - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði  - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊

Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning:
 Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Join the meeting now

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?

Tengjast fundinum núna (Join Meeting now)

Erindið er haldið í samvinnu faghópanna: Gæðastjórnun og ISO staðlar, Loftslagsmál og Stjórnun upplýsingaöryggis. 

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Gná Guðjónsdóttir stjórnarmeðlimur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar kynnir faghópinn og fyrirlesarann og stýrir fundinum sem verður á Teams (hlekkur á fjarfundinn kemur inn hér daginn áður).

09:05-09:45 - Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Tengist ávinningur vottunar starfsmannahaldi, samkeppnishæfni, viðskiptavinum, ímynd, fjárhagslegri afkomu, bættu aðgengi að skjölum, bættu vinnulagi, betri nýtingu á aðföngum eða auðveldaði vottunin fyrir markaðs- og/eða kynningarstarfi hér á landi eða erlendis?

Kynntar verða niðurstöður MIS rannsóknar Elínar Huldar Hartmannsdóttur í upplýsingafræði hjá HÍ sem hún framkvæmdi vorið 2022. Hver var notkunin og hvaða ávinning töldu íslensk fyrirtæki og skipulagsheildir sig hafa af vottun á þremur stjórnunarkerfisstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

09:45 – 10:00 
 Umræður og spurningar

 

Um fyrirlesarann:

Elín Huld Hartmannsdóttir

Starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, var áður í um eitt ár hjá Isavia meðfram námi. Var einnig sumarstarfsmaður á skjalasafni Forsætisráðuneytisins á námstímanum.

Elín vann áður sem hársnyrtimeistari og rak eigið fyrirtæki í 17 ár en lagði skærin á hilluna í orðsins fyllstu merkingu árið 2015.

Hún útskrifaðist frá HÍ með MIS í upplýsingafræði haust 2022 og fékk leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðings og leyfisbréf kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í framhaldinu.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúafjöldi í umdæmi embættisins er um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 12.30-13:30 að Digranesvegi 1 (Kópavogsbær)

 

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar:

  1. Framsaga formanns – um starf ársins
  2. Umræður um starf ársins, hvað var vel heppnað, hvað má gera betur?
  3. Kosning til stjórnar
  4. Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

 

Stjórn faghóps hittist að lágmarki tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins. Sjá nánar um hópinn hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/gaedastjornun 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst til formanns félagsins á sigurdurao@kopvogur.is

Fundarstjóri er Sigurður Arnar Ólafsson

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?