Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru fjögur áhersluverkefni starfsárið 2018-2019. Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir.
Verkefni 1: Rýni á heimasíðu
Ábyrgðaraðilar: Jón Gunnar, Guðjón Örn, Sigríður, Alla
Tímabil: 1/7-maí 2019.
Verkefni 2: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Sigríður, Guðjón Örn, Berglind, Gunnhildur
Tímabil: 6.8.2018-maí 2019
Verkefni 3: Þróa áfram mælingar á starfsemi Stjórnvísi
Ábyrgðaraðilar: Aðalheiður,Þórunn, Gunnhildur, Kristján
Tímabil: ágúst-nóvember2018.
Verkefni 4: Markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Gyða, Berglind, Nonni, Gunnhildur
Tímabil: ágúst-maí 2019
Önnur verkefni:
- Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Alla (sept/okt)
- Undirbúa stefnumótun eftir áramót - stjórn
- Rýna lögin - stjórn
- Varaformaður Stjórnvísi 2018-19 er Berglind Björk Hreinsdóttir
- Ritari Stjórnvísi 2018-19 er Gunnhildur Arnardóttir
Á aðalfundi haldinn 16. maí 2018 voru kosin í stjórn félgsins:
Þórunn María Óðinsdóttir, formaður KPMG
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum (2017-2019)
Gyða Hlín Björnsdóttir, markaðsstjóri Háskóla Ísland (2017-2019)
Jón S. Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá PROevents (2017-2019)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2018-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2018-2020)
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða eh. (2018-2020)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC – Certified Management Consultant) (2018-2019)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2018-2019)
Kjör fagráðs
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Skoðunarmenn:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)