Opni háskólinn í HR, stofa M215 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun,
2 Sekúndna Lean – einföld, mannleg og skemmtileg nálgun
Grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar í sinni einföldustu mynd snýst um:
- Að kenna öllum að sjá sóun
- Fara í stríð við sóun
- Taka upp myndbönd af umbótum
- Aldrei gefast upp!
2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.
Um fyrirlesara:
Pétur Arason er Chief Challenger of Status Quo hjá Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt Lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt Lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla íslands. Hægt er að fylgjast með Manino á Facebook.
Guðmundur Ingi er eigandi Lean ráðgjöf og hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði. Guðmundur er með B.Sc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í framleiðsluverkfræði með áherslu á Lean frá KTH, Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með Lean ráðgjöf á Facebook.