Október 2017

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
25
  •  
26
  •  
27 28 29 30
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05 06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11 12 13
  •  
14
  •  
15
  •  
16 17 18 19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27
  •  
28
  •  
29
  •  

Hvernig nýtist viðurkenndur ferlarammi við að bæta þjónustu

Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnir ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu. 

Kynningin er ætluð starfsmönnum, stjórnendum og sérfræðingum sem vinna að breytingum í starfseminni; í gæðamálum auk ferla- og þjónustumálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er á ferlaskráningu, breytingastjórnun, ásamt mikilvægi lykilmælikvarða (KPIs). Þá verða tækninýjungar eins og IoT í að bæta þjónustu ræddar.  

 

Erindið verður á ensku.

FRESTUN: Costco-áhrif og kostnaðarstjórnun

Viðburðinum er frestað vegna forfalla og verður auglýstur aftur í október.

Kostnaður er fylgifiskur öllum rekstri, óháð starfsemi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Breyting á rekstrarumhverfi getur verið af mismunandi ástæðum t.d. tækniframfarir, breytingar á lögum og reglum, samkeppni o.fl. Geta fyrirtæki notað áfram sömu stjórnunar- og eftirlitskerfi (Management and Control Systems) fyrir og eftir breytingar? Til að taka upplýstar ákvarðanir þá þarf að hafa réttu upplýsingarnar miðað við það rekstrarumhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Hvernig vitum við hvað eru "réttar" upplýsingar og hverjar ekki? Þessu er í raun ekki hægt að svara fyrr en við vitum m.a. hvernig rekstrarumhverfið er og hvernig kostnaðarmynstur fyrirtækja er uppbyggt. Á fyrirlestrinum verður rætt um uppbyggingu á kostnaðarmynstri fyrirtækja og áhrif þess á samsetningu heildarkostnaðar og hvernig breytt rekstrarumhverfi hefur áhrif á kostnaðarstjórnun.

Fyrirlesari: Einar Guðbjartsson, dósent.

ÞJÁLFUN Í GESTRISNI - raundæmi og verkefni.

Kynning á nýsköpunarverkefni: „Þjálfun í Gestrisni – Raundæmi og Verkefni“. 

Höfundar: Margrétar Reynisdóttur, www.gerumbetur.is og Sigrúnar Jóhannesdóttur, menntaráðgjafa 

Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. 

Dagskrá:

Haukur Harðarson, forstöðumaður Hæfnisseturs ferðaþjónustunnar

Sigrún Jóhannesdóttir, menntaráðgjafi: Fræðin á bak við nýsköpunarverkefnið

Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá www.gerumbetur.is: Hvað sögðu álitsgjafarnir?

Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri hjá Hertz: Hvernig nýtist þjálfunarefnið?

Verkefnastjórnun eða verkefnavinna?

Verkefnastjórnun eða verkefnavinna
Við hefjum veturinn á kynningu á mikilvægi verkefnisskilgreininga og verkefnisáætlana sem grunninn að góðri verkefnastjórnun. Áhersla kynningar verður hvort verkefnastjórar skilgreini hlutverk sitt sem verkefnavinnu og verkefnastjórnun.
Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

BREYTT STAÐSETNING: Lindex - innkaup og birgðastýring - Skeiðarás 8 Garðabæ.

BREYTT STAÐSETNING:  Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  

Lindex ætlar að bjóða Stjórnvísi í heimsókn miðvikudaginn 4. október kl. 8:45. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir reka Lindex á Íslandi og munu taka á móti okkur á Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  Þau munu meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig munu þau segja okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Áhugaverður fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á innkaupa og birgðastýringu!

Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 25 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

Frestað: Framsýn Menntun NÚ

Ath. Þessum viðburði (5.okt.) hefur verið frestað. Ný dagsetning tilkynnt síðar. 

Gísli Rúnar Guðmundsson er skólastjóri nýs grunnskóla í Hafnarfirði og mun hann vera með kynningu á honum. Hann ætlar að segja hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann ætlar að segja frá reynslu þeirra af notkun markþjálfunar með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni.

Hvernig skóli er NÚ?
Grunnskóli fyrir 8-10 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum er nemendum veitt frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. NÚ vill skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.

http://framsynmenntun.is

Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin og hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Innleiðingarferli jafnlaunakerfis hjá velferðarráðuneytinu - jafnlaunavottun

Frumvarp velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun var samþykkt á vorþingi 2017 og mun breyting á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, taka gildi 1. janúar nk. Munu fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 starfsmenn eða fleiri innleiða jafnlaunakerfi í áföngum til ársloka 2021. Velferðarráðuneytið býður til áhugaverðs fundar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í stofu M216 10. október nk. þar sem fjallað verður um innleiðingu jafnlaunakerfis hjá ráðuneytinu. Unnur Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins, mun segja frá innleiðingarferlinu ásamt Guðnýju Finnsdóttur, ráðgjafa hjá Goðhól ráðgjöf, sem aðstoðaði ráðuneytið við innleiðinguna. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem notuð var og gefst tækifæri til að spyrja spurninga í lok erindisins. Fundurinn á erindi við þá sem eru að hefja innleiðingarferli jafnlaunakerfis og eru allir hjartanlega velkomnir.

 

Customer Journey og upplifun viðskiptavina

Viðburðurinn ætti að gefa þátttakendum innsýn inn í heim ferðaþjónustu þegar kemur að upplifun viðskiptavina. 

Vöxturinn í ferðaþjónustu hefur verið ör og umfangið orðið meira en mörg fyrirtæki ráða við. Það má ekki gleymast að þjónusta til ferðamanna er mjög mikilvægur liður í vexti og þróun ferðaþjónustu á Íslandi.

Við fáum tvo fyrirlesara til að fjalla um ólíka nálgun á viðfangsefnið. 

Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri Iceland Travel fjallar um stafrænt ferðalag fyrirtækisins sem má sannarlega draga mikinn lærdóm af. Sem dæmi, ferðalag viðskiptavinarins (e.Customer Journey Mapping), uppbygging vefs, app og rafrænar þjónustumælingar. 

Ófeigur Friðriðsskon, sölu og þjónustustjóri hjá Avis ætlar að fjalla um hvernig Avis hefur verið að taka á þjónustumálum, breyttum áherslum. Mikil umfram eftirspurn hefur verið hjá þeim og því hefur verið mikilvægt að aðlaga ferli til að tryggja ánægju viðskiptavina. Hann mun ræða um hvernig þeir eru að vinna í viðskiptavinum sínum sem koma erlendis frá og einnig innanlands.

 

 

 

Haustráðstefna Stjórnvísi 12.október á Grand Hótel.

Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel, þann 12.október kl. 09:00-11:00

Þema ráðstefnunnar er "Áskoranir við tæknivæðingu ferla".  Vegferð til stafrænnar framtíðar.

Fyrirlesarar verða Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri þjónustu hjá OR  og Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs  Arion  banka.  Þau munu fjalla um vegferð sinna fyrirtækja til stafrænnar framtíðar.   Ráðstefnustjóri verður Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Odda, umbúðir og prentun.

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, sérfræðingur hjá KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.  

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

Hvað getum við lært af Deming, föður gæðastjórnunar?

Einstakt tækifæri – Skype viðburður í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum

W. Edwards Deming er gjarnan talinn einn helsti áhrifavaldur þess að Japan komst upp úr brunarústum eftirstríðsáranna í næststærsta hagkerfi heims. Oft er talað um þetta afrek sem hið efnahagslega kraftaverk eftirstríðsáranna í Japan. Deming var meðal annars ráðinn sem stjórnunarráðgjafi Toyota og lagði í kjölfarið grunninn að Toyota aðferðinni (TPS). Oft er Deming kallaður faðir gæðastjórnunar.

Stjórnunaraðferð Demings hjálpar stjórnendum og starfsfólki að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir vandamál í stað þess að slökkva stöðugt elda. Viðhald í stað viðgerða. Rannsóknir Demings sýna að 94% gæðavandamála megi rekja til vinnuumhverfisins og aðstæðna, ekki starfsfólksins, en þetta er hugsun sem er mörgum framandi.

Í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum ætlar Dr. Bill Bellows, Deputy Director Deming stofnunarinnar, að veita okkur innblástur í anda aðferða Demings.

 

Nánar um erindi Dr. Bill Bellows:

Why Deming? Why now?
Abstract: Before his death in 1993, W. Edwards Deming provided “a map of theory by which to understand the organizations that we work in.” He was well aware of the challenges that organizations face, in their “Business as Usual” mode of operation. He shared simple explanations to challenge us to envision “Business as Unusual.” “Sure,” he said, “we have to solve problems. Certainly, stamp out the fire. Stamp out the fire and get nowhere. Stamp out the fires puts us back to where we were in the first place.” 

In practicing “Business as Usual,” resources are allocated to fire-fighting, attempting to lower Things Gone Wrong, such as medical errors in a hospital. Under such contingent circumstances (a problem has occurred), how much value is given to activities for preventive measures (a problem has not occurred), if not seeking opportunities for investment, wherein efforts to improve existing actions (those not considered current problems) will have a superior return elsewhere within the system? Business as Unusual, guided by Dr. Deming’s distinctive theory of management, offers unlimited opportunities to both prevent problems and seek opportunities for investment.

Nánari upplýsingar um Dr. Bill Bellows má sjá hér.

 

 

Umbótaverkefni sem skiluðu bæði ánægðara starfsfólki og ánægðari viðskiptavinum.

Þjónustuver dótturfélaga OR hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og ætla Guðný Halla, forstöðumaður þjónustuvers og innheimtu ásamt Ásdísi Eir mannauðssérfræðingi að fara yfir samspil þjónustuverkefna og starfsánægju. 

Guðný Halla ætlar að fara yfir nokkur helstu umbótaverkefni þjónustuvers síðustu tveggja ára og hvernig það hafði áhrif á bæði starfsánægju og hvernig það breytti allri nálgun í þjónustu til viðskiptavina.

Farið verður yfir lykilmælikvarða í þjónustu og hvernig árangurinn hefur þróast í takt við þau verkefni sem farið var í. 

 

Ásdís ætlar að beita fræðilegri nálgun í mannauðsmálum og sýnir lykil niðurstöður í mælingum á starfsánægju.

 

Viðburðurinn er fyrir alla þá sem vinna að þjónustu og mannauðsmálum, stjórnendur og starfsfólk. 

 

 

Stjórnendaupplýsingar – framtíðarsýn í upplýsingamálum

Hörður Hilmarsson sérfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fjallar um framtíðarsýn og markmið með innleiðingu stjórnendahugbúnaðarins Qlik Sense hjá Reykjavíkurborg. Kynntur verður fyrsti hluti vinnunnar við innleiðingu og sýndar fyrstu afurðir þeirrar vinnu. Þá verður fjallað um áskoranir og tækifæri og hvaða þýðingu það hefur fyrir borgina að bæta aðgengi stjórnenda að samsettum upplýsingum.

Gangan á K2: Tilurð, undirbúningur og eftirmálar

Sumarið 2017 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til þess að klífa K2 (8,611 m.) sem er næsthæsta fjall veraldar. Tindurinn er ákaflega erfiður uppgöngu og hefur fjöldi fólks farist við að reyna að klífa hann.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi býður upp á fyrirlestur John Snorra fimmtudaginn 19. október kl. 8:30 í stofu M325. Þar mun hann fjalla um ferð sína á K2 frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Hvernig verður hugmynd sem þessi til? Hvað þarf að gera? Hvernig skipuleggur maður svona ferð? Framkvæmdinni? Hvernig er haldið stjórn á verkefninu? Hvernig lýkur svona verkefni? Hvað svo?

John Snorri er vélfræðingur, viðskiptafræðingur, rafvirki, markþjálfi og hefur lokið diplómanámi í verkefnastjórnun. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu bæði á Íslandi og í útlöndum. Í dag er John Snorri sjálfstætt starfandi og er í ýmsum verkefnum tengdum fasteignum og sölu og innflutningi á íblöndunarefnum fyrir fyrirtæki.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur gjaldfrjáls. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér

Verið velkomin!

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Nú er komið að fyrsta fundi nýs faghóps um góða stjórnarhætti. Okkur finnst við hæfi að hefja veturinn á fyrirlestri um hlutverk, ábyrgð og árangur stjórnarmanna.

Með fundinum viljum við auka vitund á hlutverki og verklagi stjórna. 

Fyrirlesarar eru:
Svava Bjarnardóttir, ráðgjafi og meðeigandi Kapituli og vottaður ACC- markþjálfi.
Auður Ýr Helgadóttir , hdl. og meðeigandi í LOCAL lögmenn.

Svava  hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum  þáttum reksturs fyrirtækja.

Auður Ýr Helgadóttir kennir góða stjórnarhætti við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa sitið í stjórnum eða hafa hug að því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Hlökkum til að sjá þig.
Vertu með okkur frá byrjun!

Viðburðurinn verður í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Boðið verður upp á kaffi.

Stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR

Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Erindið fjallar um umbótavinnu á uppgjörsferli og er sérstaklega miðað við ársuppgjör þó að umbótavinnan nýtist jafn vel fyrir árshlutauppgjör. Fjallað verður um hvernig verklagi var breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð.

Fyrirlesari: Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR

Fullbókað: Heilsueflandi Reykjavík - Áhersla á heilsueflingu starfsmanna og heilsueflandi stjórnun

Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu starfsmanna og hefur á árinu 2017 unnið markvisst að því að  efla heilsueflandi stjórnun  starfsstaða og staðið fyrir heilsueflandi aðgerðum fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar.   Lóa Birna Birgisdóttir fer yfir hvernig hefur verið unnið að heilsueflingu hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að innleiða breytingar í vinnustaðamenningu starfsstaða Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Kynnt verður heilsu- og hvatningarverkefnið „Heilsuleikar Reykjavíkurborgar“ sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir  þar sem starfsmenn eru hvattir til að sinna heilsunni með leikgleðina að leiðarljósi og sjónum hefur verið beint bæði líkamlegri og andlegri heilsu sem og mataræði. 

Helstu einkenni stjórnenda hjá bestu þjónustufyrirtækjunum og hvað má læra af þeim?

Þessi viðburður verður í janúar 2018. Nánari dagsetning mun liggja fyrir mjög fljótlega. 

Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir sínir upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur. 

Í samvinnu við Nova og Expectus er ætlunin að fara yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri. 

Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti. 

Með Þuríði ætlar Kristinn Tryggvi hjá Expectus að ræða hverskonar þjálfun og menntun þessir gerð af stjórnendum ætti að fá og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?