2. nóvember 2017 09:44
Fullbókað var á fund á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi sem haldinn var í Höfðatorgi í morgun. Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu starfsmanna og hefur á árinu 2017 unnið markvisst að því að efla heilsueflandi stjórnun og staðið fyrir heilsueflandi aðgerðum fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar. Lóa Birna Birgisdóttir fór yfir hvernig hefur verið unnið að heilsueflingu hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að innleiða breytingar í vinnustaðamenningu Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Lóa Birna kynnti heilsu- og hvatningarverkefnið „Heilsuleikar Reykjavíkurborgar“ sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir þar sem starfsmenn eru hvattir til að sinna heilsunni með leikgleðina að leiðarljósi og sjónum hefur verið beint bæði að líkamlegri og andlegri heilsu sem og mataræði.
Lóa Birna sagði frá vinnustaðnum Reykjavíkurborg. Þar starfa 8500 starfsmenn, 350 starfsstaðir, 500 stjórnendur, 20% starfsmanna eru karlar, 45 ár meðalaldur, yfir 1000 starfsheiti, 96% starfsánægja 6% veikinda fjarvistir 35% upplifa að hafa of mikið að gera. En af hverju áhersla á heilsueflingu? Borgarstjóri leggur mikla áherslu á lýðheilsu. Markmiðið er að virkja heilsueflingu til að fyrirbyggja, meðhöndla eða draga úr áhrifum lífstílstengdra sjúkdóma.
Myndaður var starfshópur sem er með ákveðin verkefni s.s. að hafa eftirfylgni með innleiðingu viðverustefnu, endurskoða verkferla í tengslum við viðverustefnu, greina þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á heilsu og líðan, kortleggja styrki og aðgerðir til heilsueflingar, gera tillögur um aðgerðir sem styrkt geta vellíðunarþætti og bætt andlega líðan tillögur að verkefnum sem styðja við starfsmenn, heilsufarsmælingar, rýna og greina gögn um veikindafjarvistir, tillögur að heilsueflandi aðgerðum fyrir starfstaði.
Nú eru allir stjórnendur með aðgengi að appi sem byggt er ofan á mannauðskerfin,; SAP. Sama kerfi er notað til að kynna viðhorfskönnun borgarinnar. Þetta kerfi er mjög til bóta fyrir stjórnendur. Þeir geta þá rýnt betur gögn hjá sér. Reykjavíkurborg innleiddi heilsuapp sem gekk ágætlega. 25% tóku þátt í fyrstu leikjum og 18% í næstu leikjum. Appið er frítt. Meðvitund hefur aukist mjög mikið.
Í umræðum kom fram hve mikilvægt er að geta bætt sig í mataræði og andlegri vellíðan ekki einungis á keppni.