Stofa M325 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Sumarið 2017 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til þess að klífa K2 (8,611 m.) sem er næsthæsta fjall veraldar. Tindurinn er ákaflega erfiður uppgöngu og hefur fjöldi fólks farist við að reyna að klífa hann.
MPM-námið við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi býður upp á fyrirlestur John Snorra fimmtudaginn 19. október kl. 8:30 í stofu M325. Þar mun hann fjalla um ferð sína á K2 frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Hvernig verður hugmynd sem þessi til? Hvað þarf að gera? Hvernig skipuleggur maður svona ferð? Framkvæmdinni? Hvernig er haldið stjórn á verkefninu? Hvernig lýkur svona verkefni? Hvað svo?
John Snorri er vélfræðingur, viðskiptafræðingur, rafvirki, markþjálfi og hefur lokið diplómanámi í verkefnastjórnun. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu bæði á Íslandi og í útlöndum. Í dag er John Snorri sjálfstætt starfandi og er í ýmsum verkefnum tengdum fasteignum og sölu og innflutningi á íblöndunarefnum fyrir fyrirtæki.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur gjaldfrjáls. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér
Verið velkomin!