21
nóv.
2017
21. nóv. 2017
08:30 - 10:00
/
KPMG
Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar
21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík
Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?
Fyrirlesarar
Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).
Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.
Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja.
Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.
Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík
Boðið verður upp á kaffi,