Háskóli Íslands - Gimli (G-102) Sæmundargata 1, Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun ,
Viðburðinum er frestað vegna forfalla og verður auglýstur aftur í október.
Kostnaður er fylgifiskur öllum rekstri, óháð starfsemi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Breyting á rekstrarumhverfi getur verið af mismunandi ástæðum t.d. tækniframfarir, breytingar á lögum og reglum, samkeppni o.fl. Geta fyrirtæki notað áfram sömu stjórnunar- og eftirlitskerfi (Management and Control Systems) fyrir og eftir breytingar? Til að taka upplýstar ákvarðanir þá þarf að hafa réttu upplýsingarnar miðað við það rekstrarumhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Hvernig vitum við hvað eru "réttar" upplýsingar og hverjar ekki? Þessu er í raun ekki hægt að svara fyrr en við vitum m.a. hvernig rekstrarumhverfið er og hvernig kostnaðarmynstur fyrirtækja er uppbyggt. Á fyrirlestrinum verður rætt um uppbyggingu á kostnaðarmynstri fyrirtækja og áhrif þess á samsetningu heildarkostnaðar og hvernig breytt rekstrarumhverfi hefur áhrif á kostnaðarstjórnun.
Fyrirlesari: Einar Guðbjartsson, dósent.