Marel Austurhraun 9, Garðabær
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnir ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu.
Kynningin er ætluð starfsmönnum, stjórnendum og sérfræðingum sem vinna að breytingum í starfseminni; í gæðamálum auk ferla- og þjónustumálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er á ferlaskráningu, breytingastjórnun, ásamt mikilvægi lykilmælikvarða (KPIs). Þá verða tækninýjungar eins og IoT í að bæta þjónustu ræddar.
Erindið verður á ensku.