Háskólinn í Reykjavík, stofa M216 Menntavegur, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Frumvarp velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun var samþykkt á vorþingi 2017 og mun breyting á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, taka gildi 1. janúar nk. Munu fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 starfsmenn eða fleiri innleiða jafnlaunakerfi í áföngum til ársloka 2021. Velferðarráðuneytið býður til áhugaverðs fundar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í stofu M216 10. október nk. þar sem fjallað verður um innleiðingu jafnlaunakerfis hjá ráðuneytinu. Unnur Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins, mun segja frá innleiðingarferlinu ásamt Guðnýju Finnsdóttur, ráðgjafa hjá Goðhól ráðgjöf, sem aðstoðaði ráðuneytið við innleiðinguna. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem notuð var og gefst tækifæri til að spyrja spurninga í lok erindisins. Fundurinn á erindi við þá sem eru að hefja innleiðingarferli jafnlaunakerfis og eru allir hjartanlega velkomnir.