10. október 2017 17:40
Faghópar um mannauðsstjórnun, gæðastjórnun og ISO staðla héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík sem fjallaði um innleiðingarferli jafnlaunakerfis hjá velferðarráðuneytinu. Frumvarp velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun var samþykkt á vorþingi 2017 og mun breyting á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, taka gildi 1. janúar nk. Munu fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 starfsmenn eða fleiri innleiða jafnlaunakerfi í áföngum til ársloka 2021.
Unnur Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins, sagði frá innleiðingarferlinu ásamt Guðnýju Finnsdóttur, ráðgjafa hjá Goðhól ráðgjöf, sem aðstoðaði ráðuneytið við innleiðinguna. Unnur sagði frá því að starfaflokkunin væri grunnurinn. Notast var við exel-módel. Aðhvarfsgreining var notuð og laun sem fall af vogun. Samanburðarhæfir hópar skoðaðir, frammistaða í jafnlaunamálum sett myndrænt fram og úrbætur. Úrbætur sem lagðar voru til: áætlun um leiðréttingu á óútskýrðum launamun, 38 starfsmenn hækkaðir bæði karlar og konur, áætlun um að fjölga karlmönnum, viðmið endurskoðuð og markmið endurskoðuð. Guðný fór síðan yfir hvernig 1.og 2.stigs úttektir voru unnar. Ef frávik koma upp þarf að bregðast við þeim strax. Hins vegar ef athugasemdir koma upp þá er nægjanlegt að gera aðgerðaráætlun og laga athugasemdina fyrir næstu úttekt. Skírteinið gildir í 3 ár. Hverjir mega gera úttektina? Einungis þeir sem hafa faggildingu á ÍST ISO/IEC 7021-1. Ein vottunarstofa er með leyfi í dag. Vottunarstofur hafa frest fram til ársloka 2019 að fá faggildingu á ÍST 85. En hvað er faggilding? Staðfesting á því að vottunaraðili uppfylli kröfur staðalsins og kröfur reglugerðar nr.365/2017 til að framkvæma vottun. ISAC er faggildingarsvið Einkaleyfastofu, ein í hverju landi. Fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri þurfa að vera búin að innleiða jafnlaunakerfi fyrir árslok 2018, 150-249 fyrir árslok 2019, 90-149 fyrir árslok 2020 og 25-89 starfsmenn fyrir árslok 2021. Fyrir þá sem eru að byrja er hægt að kaupa staðalinn hjá Staðlaráði og kostar hann 10þúsund krónur. ÍST 85:2012 er fyrsti staðall sinnar tegundar í heiminum. Í loka fundar var sýnt þetta áhugaverða myndband: http://www.bbc.co.uk/news/av/magazine-41516920/the-country-making-sure-women-aren-t-underpaid