NOVA Lágmúli 9, Reykjavík
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Þessi viðburður verður í janúar 2018. Nánari dagsetning mun liggja fyrir mjög fljótlega.
Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir sínir upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur.
Í samvinnu við Nova og Expectus er ætlunin að fara yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri.
Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti.
Með Þuríði ætlar Kristinn Tryggvi hjá Expectus að ræða hverskonar þjálfun og menntun þessir gerð af stjórnendum ætti að fá og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna.