Febrúar 2020

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
27
  •  
28
  •  
29 30 31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05 06 07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11
  •  
12 13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17 18
  •  
19 20 21 22
  •  
23
  •  
24 25
  •  
26 27 28
  •  
29
  •  
01
  •  

Gæðastjórnun hjá Hlaðbær Colas

Harpa Þrastardóttir, gæðastjóri, fer yfir gæðamála hjá Hlaðbær Colas

Markþjálfunardagurinn 2020

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfunardeginum 2020 sem er á vegum ICF Iceland félags markþjálfa á Íslandi.

ICF Iceland er mjög umhugað um að ávinningur af markþjálfun berist sem víðast. Sem lið í því höldum við Markþjálfunardaginn og í ár er áherslan á markþjálfun hópa og teyma. Eins og við vitum þá er enginn hópur og ekkert teymi án einstaklinga. Einstaklingur sem fær markþjálfun er sterkur og nær meiri árangri. Hópur eða teymi sem fær markþjálfun styrkist og nær margföldum árangri.

ICF Iceland býður félagsmönnum Stjórnvísi sérkjör á Markþjálfunardaginn 2020. Tilboðsverð er 19.900.- (fullt verð er 24.500.-)

Miði á tilboðsverði

 

Yfirskrift dagsins er: Markþjálfun hópa og teyma

Þegar hópur fólks vinnur saman með skýran tilgang, markmið og leiðir er það teymi. Þessi munur á hópi og teymi getur skilað að minnsta kosti 20-50% meiri árangri í skilvirkni,  minni átökum og aukinni sameiginlegri ábyrgð. Í hverju liggur þessi munur á hóp og teymi og hvernig brúum við bilið og gerum teymið og hegðun þess sjálfbæra?

Nú þegar aukin krafa er í samfélaginu um styttingu vinnutíma verða fyrirtæki að bregðast við með lausnum sem auka skilvirkni og bæta framleiðni. Hvernig getur markþjálfun starfsfólks og teyma í fyrirtækjum stutt við stjórnendur við styttingu vinnutíma?

Erlendir og innlendir fyrirlesarar fylla dagskrána af þekkingu sem miðar að því að svara spurningunni hver er ávinningur fyrirtækja af því að innleiða markþjálfun í hópa og teymisstarf. Einnig skoða muninn á hópum og teymum og hvort þarfir þeirra séu þær sömu? Skoða út frá sjónarhóli einstaklingsins sem leiðir hópinn eða starfar í hópnum, hvernig megi enn betur koma máli sínu á framfæri svo mark sé tekið á. Ráðstefnustjóri er Matti Ósvald, markþjálfi, PCC.

Frekari upplýsingar um Markþjálfunardaginn og miðasala er á heimasíðu félagsins:  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í áttunda sinn á Hótel Nordica, þann 30. janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Vekjum athygli á vinnustofum 29. og 31. janúar 2020.

Nánari upplýsingar og miðasala er  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Stefnumótun Stjórnvísi (lokaður fundur)

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræðir okkur um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvikjargerð fylgir gríðarlegt magn marvígslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun. Vonast er eftir líflegum umræðum :)

Húsið opnar kl. 8.20.

 

Skilvirk verkefnastýring í flóknum innkaupaverkefnum

Kristín Gestdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Isavia mun fjalla um mikilvægi skilvirkrar verkefnastýringar við samningskaupviðræður. Farið verður yfir nýafstaðið verkefni hjá Isavia, frá upphafi til enda, og þann lærdóm og reynslu sem varð til á leiðinni.

 

Staðsetning: Isavia - Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur, 102 RVK (Inngangur er á suðurhlið hússins). Mynd af korti: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AA6GNj&x=357228&y=406314&z=8&ja360=1&jh=135.7&type=map 

 

 

 

Test viðburður

 

 

 

  • Taka fram ef viðburði er streymt
  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
  • Nafn/nöfn fyrirlesara 
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
  • Staður  
  • Dagsetning.

Stefnumótun Stjórnvísi (lokaður fundur)

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni?

Hvernig getur stjórnarfólk stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja?

Takið frá tíma - dagskrá birtist fljótlega

Fiskistofa býður í heimsókn

Fiskistofa býður heim til sín og fjallar um gæðastjórnurnarstarfið þeirra. 

Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig

Vegna mikilla eftirspurnar og fjölda áskorana endurtökum við leikinn með frábærum fyrirlesurum!

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

 
Með Ragnhildi verður engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía mun segja frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.
 
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101, Menntavegi 1. 

Jafnlaunavottun Reykjavíkurborgar - innleiðing, vottun, áskoranir

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Reykjavíkurborg mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. 

Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun 20. desember 2019. Í tilkynningu kom meðal annars fram: 

"Með jafnlaunakerfinu er Reykjavíkurborg komin með öflugt verkfæri í hendurnar sem greiðir leiðina enn frekar að markmiðinu um að árið 2021 verði enginn óútskýrður kynbundinn launamunur til staðar hjá borginni."

Maj-Britt H. Briem vinnuréttarlögfræðingur á sviði mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tekur á móti okkur og fer yfir innleiðingarferli jafnlaunavottunar hjá borginni, helstu áskoranir og næstu verkefni í kjölfar vottunar.

Húsið opnar kl.8:15 og viðburðurinn hefst kl.8:30. 

 

Staðsetning:

Borgartún 12-14 (skrifstofur Reykjavíkurborgar)

Höfðatorg, Kerhólar 7. hæð

Lærdómur af mótun útflutningsstefnu Íslands

Íslandsstofa vann nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti.

 

Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, leiddi stefnumótunarvinnuna. Hún ætlar að leyfa okkur að skyggnast á bakvið tjöldin, fara yfir vegferðina, þær aðferðir sem voru notaðar í vinnunni við mótun stefnunnar og reynsluna sem eftir situr. Lærdóminn, hvað gekk vel og hvað ekki. Loks hvað tekur við í innleiðingarferli og þær aðferðir sem nýttar eru í innleiðingu, hvort farnar séu nýjar leiðir í bland við hefðbundnari leiðir.

 

 

Tenglar á efni:

Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning 

Upptaka af kynningarfundi á Framtíðarstefnunni í okt. 2019 (hefst á ca. 55. mínútu)

 

 

Hvernig notar VIRK aðferðir markþjálfunar fyrir einstaklinga í þjónustu sinni ?

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi 20. febrúar kl. 8:30 - 9:45 hjá VIRK í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. 

Starfsfólk VIRK segir frá því hvernig markþjálfun er nýtt í starfsendurhæfingu einstaklinga í þjónustu VIRK. Auk þess mun Laufey Haraldsdóttir, ACC vottaður markþjálfi,  segja frá reynslu sinni sem þjónustuaðili fyrir VIRK. 

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur, mannauðsstjóra, markþjálfa og þá sem hafa áhuga á að heyra reynslusögur af árangri í starfsendurhæfingu, og hvernig markþjálfun nýtist við að ná árangri.

Boðið verður upp á morgunhressingu 

 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Kærar þakkir þið sem mættuð á fundinn - Hér er tengill á Facebook streymið: https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Um þetta verður m.a. fjallað á þessum áhugaverða viðburði.

Ábyrgð einstakra stjórnarmanna er talsverð hvað varðar viðbótarupplýsingar. Mikilvægt er að upplýsingagjöfin byggi á vönduðum stjórnarháttum og lög um ársreikninga eru afgerandi um að viðbótarupplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skulu vera hluti af skýrslu stjórnar. Atvinnuvegaráðuneytið gaf nýlega út reglugerð til fyllingar þessum ákvæðum.
Það er einnig athyglisvert að ársreikningaskrá RSK birtir nú sérstakar áherslur sínar um að í eftirliti með ársreikningum 2019 verði sérstaklega gengið eftir því að kanna ófjárhagslega upplýsingagjöf og skýrslu stjórnar. Þetta gæti bent til að úrbóta sé þörf í tilviki margra fyrirtækja.

Snertifletir umræðunnar eru allmargir og því er athygli áhugafólks innan margra faghópa vakin á þessum viðburði!

Spjallmenni til þjónustu reiðubúið - Morgunverðarfundur Advania

Hvernig nýtast gervigreind og máltækni við að bæta þjónustu við viðskiptavini?

Skráning hér hjá Advania

Aukin krafa viðskiptavina um meiri sjálfsafgreiðslu og betra aðgengi að þjónustu allan sólarhringinn er eitthvað sem fyrirtæki um heim allan þurfa að bregðast við ætli þau ekki að verða undir í samkeppninni. 

Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð þjónustuveitingar með gervigreindina að vopni. Segja frá samstarfsaðila Advania í spjallmennalausnum, fá reynslusögu frá viðskiptavini og tala um framtíð íslenskunnar í máltækni og þróunarstarf tengdri henni í Háskólanum í Reykjavík.

Hér er um að ræða morgunverðarfund sem enginn sá sem lætur sig bætta þjónustu við viðskiptavini sína varða ætti að láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundarins:  

  • 08:00 - Húsið opnar
  • 08:30 - Velkomin til Advania – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • 08:35 - Á íslensku má alltaf finna svar 
    Hvaða tækifæri felast í framþróun í máltækni fyrir fyrirtæki í landinu? Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Mál- og Raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðeigandi Tiro ehf, fjalla um máltækniáætlun Íslands, raddgagnasöfnun og nýjungar í talgreiningu fyrir íslensku.
    Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM
    Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi Tiro

 

  • 09:00 - Nýting samræðugreindar (e. conversational AI) í þjónustu
    Í erindi sínu mun Jørgen segja frá lausn Boost.ai, fara yfir muninn á sýndaraðstoðarmanni (e. virtual agent) og spjallbotta (e. chatbot) ásamt því að fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja þegar kemur að nýtingu gervigreindar í þjónustu við sína viðskiptavini.   
    Jørgen Holst, sölustjóri hjá Boost.ai
  • 09:25 - Leiðin að skilvirkari þjónustu
    Sigurður segir frá vegferðinni við að snjallvæða þjónustuver LÍN með innleiðingu á spjallmenninu Línu, sem í dag sinnir fyrstu snertingu við viðskiptavini í gegnum netspjall.
    Sigurður Steinar Ásgeirsson, deildarstjóri innheimtudeildar hjá LÍN

 

Kynntu þér samstarf Advania og Boost.ai hér.

 

Skráning hér hjá Advania

 

Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s ætla að segja frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær munu fara yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar og síðan verða umræður og kaffi á eftir. 

Viðburður verður haldinn hjá Landsvirkjun að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem þátttakendalisti verður sendur til Landsvirkjunar vegna innskráningakrafna inn í húsið. 

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001.

Farið verður yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp.

Erindið flytja þau Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020.

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2020 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2020

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2020 hinn 27. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:30. Þema hátíðarinnar er TRAUST. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri: Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum. 
Fyrirlesari: Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarmaður og ráðgjafi hjá Expectus mun flytja erindi sem tengist trausti þema hátíðarinnar. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2020.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!

Dómnefnd 2020 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hvers vegna er mikilvægt að gera áhættumat fyrir félagslega þætti í vinnuumhverfinu?

Góð vinnustaðamenning og góður starfsandi eru lykilatriði í vellíðan starfsmanna á vinnustað. Erfitt getur verið að ná utan um þessa þætti í vinnuumhverfinu.  Því er mikilvægt að nýta  þau tæki og tól sem fyrirfinnast til að greina aðstæður í félagslega vinnuumhverfinu til þess að bæta það. Fjallað verður um hvernig eigi að meta félagslegar aðstæður t.d. áhættumat og fleira.

Helga Bryndís Kristjánsdóttir er fyrirtækjaeftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu með áherslu á félagslegt vinnuumhverfi. Hún hefur unnið lengst af við ráðgjöf og verkefnastjórnun.

Helga Bryndís er félagsráðgjafi frá háskólanum í Álaborg í Danmörku, með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Erlendir starfsmenn hjá Landspítala - ferlar og áskoranir

Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala fer yfir ferla og áskoranir sem Landspítali hefur staðið frammi fyrir þegar kemur að ráðningum, móttöku og starfsþróun erlendra starfsmanna. 

Landspítali ræður inn erlenda sérfræðinga reglulega yfir árið bæði innan og utan EES. Hvernig er Landspítali að aðstoða þessa einstaklinga, hvernig er tekið á móti þeim og hvaða lærdóm hefur Landspítali dregið af þessum ráðningum.

Hvernig er haldið utan um þessa einstaklinga, hvernig er staðið að starfsþróun þeirra og hvernig kemur Landspítalinn til móts við ólíkar þarfir mismunandi hópa. 

Erindið er haldið í Hringsal Landspítala á barnaspítala Hringsins.  

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?