26. febrúar 2020 09:42
Í dag hittust Stjórnvísifélagar í ISAVIA og voru það faghópar um umhverfi og öryggi, gæðastjórnun og ISO staðla sem stóðu að vibðurðinum. Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001. Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia fóru yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp..
ISAVIA er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi, stofnað 2010 og þar starfa í dag 1.500 manns, heildarveltan var 42 milljarðar 2018 og heildareignir 80 milljarðar. Nýlega var kynnt nýtt skipurit fyrir samstæðu ISAVIA. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og vinnuverndin skipar stóran þátt. Hagaðilar félagsins vilja leggja mikla áherslu á vinnuvernd. Byggt er á þremur gildum, öryggi, samvinnu og þjónustu. Árið 2010 fóru rúmlega 2milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll, 2020 voru þeir 7milljónir en 9 milljónir árið 2018.
Verkefnið fór í gang í desember 2018 og markmiðið var að klára vottun í ágúst 2019. Jón Kolbeinn sagði mjög mikilvægt að hafa skuldbindingu æðstu stjórnenda í verkefninu. ISAVIA var með 9001 vottun og mikla reynslu af sambærilegu kerfi, einnig 14001 á einni einingu fyrirtækisins. Skjölun kerfisins byggir á númeraröð Áttavitans, rekstrarhandbókar Isavia. Númeraröðin 100 er t.d. svokölluð yfirskjöl og eru á ábyrgð æðstu stjórnenda. Þegar farið var í þessa vinnu var mótuð vinnuvernd fyrir allt fyrirtækið. Markmið voru sett með áherslu á að stuðla að menningu þar sem öryggi er í aðalhlutverki og starfsmenn leitist við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu, að stuðla að góðri heisu, vellíðan starfsmanna og slysalausri starfsemi, fara lengra en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, vinna að stöðugum umbótum í vinnuverndarmálum o.fl.
Næstu skref voru að kanna hvaða áhrifaþættir í ytra og innra umhverfi og lög og reglugerðir geta haft áhrif á starfsemina. Næst var farið í áhættumatið sem var stærsti og mikilvægasti hluti vinnunnar. Ferillinn fyrir áhættumatið var teiknaður upp út frá ISO 31000 staðlinum. Labbað var um svæðin og rætt við starfsmenn á vettvangi og í framhaldi gerð aðgerðaráætlun til að milda áhættu. Fjöldi starfsmanna tók þátt í áhættumatinu og út frá því var verkefnum forgangsraðað eftir litum; gulur, rauður, grænn. Í framhaldi var t.d. gefin út handbók um merkingar í flugstöðinni. Áhættumatið varð grunnurinn að þjálfunaráætlun starfsmanna, vinnuverndarvitund 1, 2 og 3 (sértæk þjálfun fyrir verktaka). Jón Kolbeinn sagði að hagkvæmast væri að að huga að öryggi og heilsu starfsmanna strax á hönnunarstigi fjárfestingaverkefna. Mikilvægt er að hafa sameiginlega sýn, stefnu og markmið verktaka og ISAVIA. Lokaúttekt fór fram í byrjun desember, þrettán athugasemdir bárust og ekkert frávik. Athugasemdirnar voru allar minniháttar og snerust aðallega um að skerpa á ákveðnum ferlum innan kerfisins. Vottun fékkst 23.12.2019.
Helstu áskoranirnar voru 1. Umfang vottunarinnar 2. Breytingar í umhverfinu (lykil skjöl á hæsta leveli hjálpar til við allar breytingar, skipurit, stjórnendum, ný svið), 3. Fá réttu aðilana að borðinu (mikilvægt að skoða hvaða fólk þarf að taka að borðinu, mikill tími sem fór til spillis vegna þess að hópurinn var of þröngur, stjórnskipulag verkefnisins var ekki nógu skýrt og það vantaði að virkja stýrihóp 4. Fá þátttöku hjá starfsfólki (viðhorf starfsfólks breyttist, mikil vinna á gólfinu sem voru mjög sýnileg, þátttaka frá lykil stjórnendum mikil.