5. febrúar 2020 19:16
Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.
Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.
Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna. Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar? Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila. Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili. Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar. Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.
Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl. Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019. Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða. Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum. Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur. Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír. Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa. Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti. Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020.
Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin. Hvert er því umfangið? Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna. Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn. Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%. Þarna liggja heilmikil tækifæri. Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri. Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast. Önnur efnavinna er lítil sem engin. Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það. Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil.