4. mars 2020 09:34
Faghópur um heilsueflandi vinnuumhverfi hélt fund í Háskólanum í Reykjavík um morgun þar sem fjallað var um hvernig eigi að meta félagslegar aðstæður t.d. áhættumat og fleira. Góð vinnustaðamenning og góður starfsandi eru lykilatriði í vellíðan starfsmanna á vinnustað. Erfitt getur verið að ná utan um þessa þætti í vinnuumhverfinu. Því er mikilvægt að nýta þau tæki og tól sem fyrirfinnast til að greina aðstæður í félagslega vinnuumhverfinu til þess að bæta það.
Helga Bryndís Kristjánsdóttir er fyrirtækjaeftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu með áherslu á félagslegt vinnuumhverfi. Hún hefur unnið lengst af við ráðgjöf og verkefnastjórnun. Helga Bryndís er félagsráðgjafi frá háskólanum í Álaborg í Danmörku, með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Helga fór yfir lög og reglugerðir nr.46/1980 lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 920/2006 stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna og 1009/2015 reglugerð gegn einelti, kynferðislegri áreitni o.fl. Í 65 gr. í lögum 46/1980 segir að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé áhættumat. Mikilvægt er að skoða reglugerðirnar því atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma á vinnuverndarstarfi sem tekur til fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna.
Markmið reglugerðar 1009/2015 er að bannað sé einelti, áreitni og ofbeldi óheimil. Viðbragðsáætlun þarf að vera til staðar.
Félagslega vinnuumhverfið erum við sjálf. T.d. ef þú vinnur í búð þá eru allir þeir sem koma inn í verslunina hluti af mínu vinnuumhverfi. Þeir þættir sem tengjast félagslegu vinnuumhverfi er stjórnun. Stjórnun þarf og verður að vera í góðu lagi og hafa heildarsýn á vinnuumhverfinu. Skipulag er mikilvægt til þess að allir viti hvað þeir eigi að gera. Sveigjanleikinn, hæfilegar kröfur og upplýsingagjöf þarf að vera í lagi. Stuðningur yfirmanns er mikilvægur og þarf að vera á hreinu. Ef vinnuumhverfi er ekki gott þá eykst hættan á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, kulnun í starfi, einelti og áreitni.
Gera þarf skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Skv. reglugerðunum er það atvinnurekandi sem ber ábyrgð. Ef Vinnueftirlitið fær ábendingu um einelti þá er það vinnustaðurinn sem á að vinna úr því og Vinnueftirlitið dæmir ekki í málum. Það sem Vinnueftirlitið hins vegar getur gert er að brýna að reglum sé fylgt og forvarnarstarf sé alltaf í lagi.
Mikilvægt er að gera samskiptasáttmála eins og Landspítalinn gerði nýlega sem felur í sér hvernig starfsmenn koma fram við hvorn annan. Þessi sáttmáli er inn á heimasíðu Landspítalans. Mikilvægt er líka að stuða að fræðslu og umræðu.
En hvað er félagslegt áhættumat? Aðferðin við gerð áhættumats er valfrjáls. Greina þarf öll vandamál sem hugsanlega eru á vinnustaðnum eða geta komið upp. En hvernig er félagslegt vinnuumhverfi á okkar vinnustað? Er góður mórall? Ef starfsandinn er ekki góður þarf að fara í dýpri vinnu. Þættirnir sem þarf að skoða við félagslegt áhættumat eru: vinnutíma, tímaþröng, tilbreytingarleysi, athafnafrelsi, einvera við vinnu, samskipti, stuðningur, upplýsingaflæði, samsetning starfshóps, öryggi og breytingar í vinnuumhverfi.
Áhættumat þarf að taka mið af: fjölda starfsmanna, aldri starfsmanna, kynjahlutfalli, ólíkum menningarlegum bakgrunni o.fl. Alltaf þarf að spyrja sig: „Er gripið eins fljótt og hægt er inn í mál?“. Tæki og tól til greininga eru: vinnuumhverfisvísar (wordskjal sem er á heimasíðu Vinnueftirlitsins), samtöl, kannanir (skoða í hvaða deild hlutirnir eru í lagi og hvar ekki), spurningalistar, horfa til fortíðar, hlutsta, tala og skilja. Reynst hefur vel að meta aðstæður og starfsanda innan vinnustaða t.d. með starfsmannasamtölum, könnunum o.fl. Á heimasíðu vinnueftirlitstins má sjá áhættumat. Það kostar mikla peninga fyrir fyrirtæki að hafa hlutina ekki í lagi. https://www.vinnueftirlit.is/vinnuvernd/ahaettumat/