Á þessum fundi faghóps um mannauðsstjórnun verður fjallað um mikilvægi þess að starfsfólk innan sömu og þvert á þjónustugreinar tali sama tungumálið, áhrif þess á hæfni starfsfólks, þjónustugæði og orðspor.
Tungumálið er ein af undirstöðum árangursríkra samskipta og lykilþáttur þess að þjónustufyrirtæki geti eflt hæfni starfsfólks til að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Eitt er að tala sama tungumálið en það er hinsvegar annað mál ef starfsfólkið leggur ekki sama skilning í þau fagorð og hugtök sem tíðkast nota innan starfsgreinarinnar.
Markmið fundarins er að varpa ljósi á vaxandi vanda innan ferðaþjónustunnar og afrakstur klasasamstarfs samkeppnisaðila innan greinarinnar og hagsmunaaðila um sameiginlega lausn sem getur eflt hæfni starfsfólks og gæði þjónustunnar.
Þrír fyrirlesarar munu flytja erindi á fundinum:
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri/klasastjóri Íslenska Ferðaklasans
Kristín Sif Sigurðardóttir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik
Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins
Fyrirlesturinn á erindi til allra þeirra sem koma að mannauðsmálum og stjórnun, þjálfun, fræðslu, sí – og endurmenntun starfsmanna.
Fundargestir athugið. Gengið er inn aðalinnganginn að framanverðu og er fundarsalurinn á fyrstu hæð á móti afgreiðslu. Hægt er að leggja í bílastæðin við Kringluna.