M325/M326 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Í sumar fór heimsmót eldri skáta (World Scout Moot) fram á Íslandi og var það í fimmtánda skipti sem slíkt mót er skipulagt. Viðburðurinn stóð yfir í níu daga, á ellefu stöðum víðsvegar um landið, og hann sóttu 5200 einstaklingar frá 90 mismunandi löndum. Yfir 450 íslenskir skátar komu að undirbúningi mótsins sem var að mestu í sjálfboðavinnu, en eins og gefur að skilja er flókið að skipuleggja viðburð af þessari stærðargráðu.
Mótstjóri var Hrönn Pétursdóttir og hún ætlar að segja frá skipulagi heimsmótsins út frá verkefnastjórnunarlegum forskriftum á þessum fyrirlestri sem er í boði MPM-námsins við HR í samstarfi við MPM-alumni félag og Stjórnvísi. Hann fer fram í kennslustofum M325/M326 í Háskólanum í Reykjavík.
Fundarstjóri er Svava Björk Ólafsdóttir formaður MPM-alumni félags.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur gjaldfrjáls.
Verið velkomin!
Nánari upplýsingar má sjá hér