Fullbókað: Hefur aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu haft áhrif á stjórnarhætti?
Faghópur Stjórnvísis um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund í samvinnu við fræðslunefnd FKA þann 27. nóvember kl. 8:30 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð
Á fundinum verður fjallað almennt um einkenni stjórna og þá vitundarvakningu sem orðið hefur á síðustu árum um góða stjórnarhætti.
1. Fjórar ólíkar stjórnargerðir,
Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi frá PwC fjallar um hvernig má flokka stjórnir í fjórar tegundir stjórna, málamyndastjórn, leppstjórn/stimpilstjórn, ráðgefandi stjórn og virka stjórn.
2. Reynslusaga, fyrir og eftir fræðslu um góða stjórnarhætti
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands fjallar um hvaða áhrif diplomanám í góðum stjórnarháttum höfðu á verklag og vinnubrögð hennar í hlutverki framkvæmdastjóra.
3. Af ólíkum sjónarhornum
Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarkona fjallar um um reynslu sína af því að vera í ólíkum hlutverkum í atvinnulífinu. Martha hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður m.a. í Reitum, Innnes, Olíudreifingu, Farice og Ísfelli.
4. Þroskaferill stjórna með aukinni stjórnarþátttöku kvenna
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Isavia fjallar um hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á stjórnarháttum með aukinni stjórnarþátttöku kvenna
Boðið verður upp á kaffi.
Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.