Aukastofnfundur faghóps Stjórnvísis um Virðismat og virðismatstækni - 25.ág.2015

Aukastofnfundur faghóps Stjórnvísis um Virðismat og virðismatstækni verður haldinn

þriðjudaginn 25. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170

Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).

Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru

hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er

að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag

dreifist einnig sem best.

Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn.

Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni

Dagskrá:

Hefst kl. 08:30

1) kl. 08:30. Kynning og markmið með faghópnum.

2) kl. 08:45. Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.

3) kl. 09:15. Kaffi og kökur (gestir hvattir að koma með smá nesti, t.d. kleinur o.þ.h.)

4) kl. 09:15. Skipan í stjórn og starfið framundan.

a. Kjósa formann og fimm til sjö stjórnarmenn.

b. Viðburðir, t.d. skipuleggja þrjá viðburði á haustönn og fjóra á vorönn.

i. 29. sept., kl. 08:30-10:00, upplýsingar síðar

ii. 27. okt., kl. 08:30-10:00, upplýsingar síðar

iii. 24. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar

iv. 23. febr. 2016, upplýsingar síðar

v. 29. mars, upplýsingar síðar

vi. 26. apríl, upplýsingar síðar

vii. 24. maí, upplýsingar síðar

5) Önnur mál.

Fullbókað: Grunnatriði Lean (straumlínustjórnun/umbótavinna)

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Korngarðar 2, 2. hæð, höfuðstöðvar Eimskipa.

Tímasetning: kl: 08:30 - 10:00

Dagsetning: 26.ágúst 2015

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.
Fundurinn er vinnufundur fyrir stjórnir faghópanna.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 23.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 27.ágúst nk.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til allra félaga þann 3.september.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Stjórnvísi.

Er markþjálfun lykillinn að Lean?

Mörg íslensk fyrirtæki hafa ákveðið að innleiða aðferðafræði straumlínustjórnunar. Á sama tíma hafa vinsældir markþjálfunar aukist mikið. Er það tilviljun ? Hvað eiga þessar aðferðir sameiginlegt og hver er reynsla þeirra sem hafa nýtt sér straumlínustjórnun og markþjálfun samhliða?
Á opnum umræðufundi faghóps Stjórnvísi um Lean mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir fjalla um af hverju aðferðafræði markþjálfunar styður við innleiðingu straumlínustjórnunar. Að loknum fyrirlestri Aðalheiðar verða almennar umræður þar sem við hvetjum eindregið til þess að flestir deili sinni reynslu í þessum efnum.
Allir sem eru að velta fyrir sér innleiðingu á straumlínustjórnun og þeir sem eru lengra komnir ættu ekki að láta þennann viðburð framhjá sér fara.

Fyrirlesari:
Aðalheiður Sigursveinsdóttir (MBA) er ráðgjafi í straumlínustjórnun og markþjálfi hjá Expectus og vann áður í þrjú ár við innleiðingu á straumlínustjórnun hjá Arion banka. Aðalheiður hefur starfsreynslu sem sérfræðingur, verkefnastjóri, rekstrarstjóri,gæðastjóri og stjórnandi. Meðal fagsviða sem Aðalheiður hefur starfað við eru þjónustustýring, rekstrarstýring, gæðastjórnun, markaðsmál, straumlínustjórnun (Lean Management) og stjórnendamarkþjálfun. Aðalheiður situr í stjórn Lean faghóps Stjórnvísi.

Straumar í fjármálatækni - hvert stefnir fintech?

Gallery GAMMA: Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Næsta Nýsköpunarhádegi verður haldið þriðjudaginn 15. september
kl. 12.00. Umræðuefnið verður fjármálatækni eða „fintech“, hvernig slík
tækni er að ryðja sér til rúms og hvernig líklegt er að geirinn muni þróast.
Fundarstjóri verður Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður
nýsköpunarmála hjá Arion Banka. Hann mun hefja fundinn og stýra umræðum.
Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Sway, Kristján Freyr Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Íslenskra viðskipta hjá Meniga og Sigurður Ingólfsson,
framkvæmdastjóri Invector, munu ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.
Fundurinn er opinn öllum og það er frítt inn.

Kennsla í gæðastjórnun í framhaldsskólum

Mikið er rætt um það hvernig fyrirtæki fara að því að innleiða gæðastjórnun hjá sér. Hvaða grunnþættir þurfa að vera til staðar? Hvernig er best að undirbúa stjórnendur og starfsmenn? Er leiðin í gegnum nám framhaldskólanna? Háskólinn í Reykjavík hefur tekið þetta námsefni upp og Helgi Þór Ingason hefur verið fremstur meðal jafningja að fylgja þessu námsefni eftir. Samtök iðnaðarins hafa sterkar skoðanir á þessum málum og hafa látið til sín taka í þessum efnum og verið með fjölda námskeiða og aðstoðað verktaka í því að innleiða gæðakerfi innan sinna starfseininga.

Fyrirlesarar:
Helgi Þór Ingason Háskólinn í Reykjavík
Ferdinand Hansen Samtök Iðnaðarins

Samfélagsábyrgð og samgöngusamningar

Það færist mjög í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að gera sérstaka samgöngusamninga þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að nota vistvæna samgöngumáta til og frá vinnu. Fyrir þremur árum voru þetta nokkur fyrirtæki en í dag er fjöldi fyrirtækjanna orðinn á annað hundrað. Vinnustaðir líta á þetta sem hluta af stefnu sinni í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. Á fundinum verður fjallað um ávinninga og áskoranir samgöngusamninga. Með auknum fjölda hjólreiðaslysa vakna spurningar um ábyrgð vinnustaða að hvetja starfsmenn til hjólreiða og hvert sé hlutverk og skylda fyrirtækja varðandi bætta samgöngumenningu. Hvernig hjólandi, gangandi og akandi geta samnýtt samgöngumannvirki á sem hagkvæmastan og öruggastan máta.

Fyrirtæki og stofnanir munu deila reynslu sinni af innleiðingu á samgöngusamningum. Fulltrúi frá Hjólafærni mun fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi.

Fyrirlesarar:
Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs, Advania
Hulda Steingrímsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála, Landspítala
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, Verði
Árni Davíðsson, ráðgjafi, Hjólafærni á Íslandi

ÁVINNINGURINN MEÐ RAFRÆNUM VIÐSKIPTAFERLUM

ÁVINNINGURINN MEÐ RAFRÆNUM VIÐSKIPTAFERLUM
Frá kl. 8.30 til 10.00

  1. Opnun fundar frá formanni BPM hópsins kl. 8.30
  2. Guðmundur Helgason, Íslandsbanka
    Ræðir uppsetningu, áherslur og ávinning rafrænna viðskiptaferla úr fyrra starfi sínu hjá tryggingafélaginu VÍS og tilfærslu á verklagi á milli fyrirtækja
  3. Mika Leonsari, QPR Software Plc. og Sigurður Jónsson, Staka
    Ræða þróunina á markaði fyrir BPM hugbúnaðarlausnir og koma með dæmi um notagildi QPR við úrbætur á ferlum
  4. Spurningar / Umræður

Umbótavinnustofur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan hefur á undanförnu ári beitt aðferðafræði Kaizen - Blitz eða umbótavinnustofu til að ná fram umbótum á ferlum sem ganga þvert á svið og einingar. Aðferðin felst í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu. Á þeim tíma sem starfsmennirnir taka þátt í umbótavinnustofunni sinna þeir ekki öðrum verkefnum á meðan. Á umbótavinnustofum eru aðferðir LEAN notaðar til að kortleggja núverandi-, framtíðar og draumaferli og þátttakendur fá kynningu á 7 tegundum sóunar og skoða ferlin með það í huga. Í fyrirlestrinum verður verklagið skoðað ásamt nokkrum verkefnum og farið yfir reynslu starfsmanna að þátttöku í vinnustofunum.

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri Oracle vörustýringar og fjárhags hjá Advania ætlar að fjalla um hvað ber að hafa í huga við innleiðingu nýs upplýsingarkerfis til árangurs.

Kostnaðarstjórnun - Landspítali Íslands

Á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins, er ársveltan um 54 milljarðar króna á ári. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður.

Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.

Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?