Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltj Eiðistorgi 13-15
Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Heilsuefling er samstillt átak vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins með það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan á vinnustað. Heildræn nálgun á slíka heilsueflingu ásamt notkun hvatakerfa hefur notið vaxandi vinsælda í nágrannalöndum okkar og hefur þróun og rannsókum á því sviði fleytt fram.
Vinnustaðurinn spilar stóran sess í heilsu okkar á lífsleiðinni rétt eins og heilsufar starfsmanna vegur þungt í framleiðni og árangri fyrirtækja á Íslandi. Vakning gagnvart samfélagslegri ábyrgð vinnuveitandi ásamt niðurstöðum rannsókna sem sýna hag þess að innleiða sannreynd heilsueflingarkerfi vekja upp þörf og áhuga á heilsueflingu á vinnustöðum.
Jóhann Friðirk Friðriksson, heilbrigðis-og lýðheilsufræðingur hjá Nexis mun fara yfir helstu líkön og verkferla í gerð heilsueflingar á vinnustað og leiðir til þess að hámarka arðsemi þeirra á vegum
faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi, 21. október 2015 kl.08:30.
Allir velkomnir.