Lean - Straumlínustjórnun: Fréttir og pistlar

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN- Straumlínustjórnun, 3.maí 2021

Aðalfundur stjórnar um LEAN- Straumlínustjórnun var haldinn í gegnum Teams 3. maí 2021. 

Á fundinum var farið yfir kynningu á faghópnum, viðburði ársins, ný stjórn var kjörinn og rætt um næstu skref í starfsárinu framundan.

Ljóst er að mikill áhugi er á LEAN og komust færri að í stjórn en vildu.

Stjórn faghópsins er nú fullskipuð með 12 manns.

Glærur af fundinum má nálgast undir viðburðinum.

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir ítarefni.
Erla Einarsdóttir Marel formaður faghóps um BPM setti fundinn, kynnti stjórn faghópsins Stjórnvísi og Magnús.  Stjórn faghóps um BPM er stór stjórn sem heldur bæði smærri lokaða fundi einungis fyrir stjórn faghópsins sem og stærri opna fundi. Erla sagði að þar sem tíminn væri það mikilvægasta sem við ættum þá væri mikilvægt að faghópar héldu sameiginlega fundi. Að lokum kynnti Erla dagskrá faghópsins framundan og hvatti að lokum alla til að skrá sig í faghópinn og vera meðlimir í Stjórnvísi. 

Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnti á morgunverðarfundi á vegum faghópa Stjórnvísi um lean, gæðastjórnun, verkefnastjórn og stjórnun viðsptaferla (BPM) hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

 

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Það voru þær Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi sem vinna á Umbótastofu hjá VÍS sem tókum á móti Stjórnvísifélögum í morgun en mikill áhugi var fyrir fundinum og mættu á annað hundrað manns. Kristrún og Lára sögðu á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Ástríða Kristrúnar liggur í að hjálpa fólki að takast á við og leiða breytingu í síbreytilegu umhverfi.  Lára sagðist elska að grúska, læra, rökræða, tengja saman hugmyndir og praktík, búa til eitthvað nýtt og styðja fólk í að ná árangri.   Þær eiga það sameiginlegt að hjálpa fólki að vaxa og hafa ástríðu fyrir fólki, skapa og vinna í fyrirtæki þar sem má gera mistök og fólki hlakkar til að mæta í vinnuna. 

 

Lára sagði frá því að þær hefðu verið farnar að finna fyrir ákveðnum einkennum þ.e. mættu skilningsleysi, áhugaleysi og andstöðu.  Aðrir áttu erfitt með að skilja þær sem leiddi til þess að þær áttu erfitt með að selja hugmyndir sínar.  Lára nefndi líka hvað það væri erfitt að ná ekki árangri strax því starfið þeirra er ekki áþreifanlegt.  Þegar maður sér sjaldan árangur af því sem maður gerir þá slokknar á ástríðunni.  Það var ákveðinn skurðpunktur þar sem þær settu sér ásetning um að hjálpast að við að gera eitthvað í þessu þ.e. byrja að taka inn sín eigin meðul. 

Það sem þær byrjuðu á var að gefa hvor annarri endurgjöf.  Þetta er Lean og Agile 101, vera alltaf að rýna og fá skilning á því að við erum ekki fullkomin.  Lára sagði að þær hafi ákveðið að hætta að nota sömu aðferðir og höfðu alltaf verið notaðar.  Þær byrjuðu á að setja sér skýran ásetning.  Þegar þær fóru að gefa hvor annarri skýra endurgjöf þá fóru þær að sjá munstur hjá sjálfri sér sem þær þurftu að horfast í augu við.  Ástæðan fyrir þessu öllu var sú að þær voru of uppteknar af fræðunum og réttu leiðinni. Lára sagði að hún hefði hlustað til að svara og til að gefa óumbeðin ráð.  Raunverulega voru þær ekki að hlusta á hugmyndir viðskiptavinarins og síns fólks.  Í dag eru þær markvisst að æfa sig í að hlusta, bæði á það sem sagt er og það sem ekki er sagt.  Fókusinn er á að heyra þarfir og mæta þörfum með þeim aðferðum sem henta hverju sinni (pull í staðinn fyrir push). Þær fóru að hlusta á orðfæri viðskiptavina og nota orðalag hans.  Það sem breyttist í kjölfarið var traustara samband við viðskiptavininn og til varð dýpra samband sem byggir á traustari grunni en áður. 

Það sem þær gera alla daga í sínu starfi er að hvetja stjórnendur til að tala um erfiðu hlutina, vera hugrakkir, berskjalda sig, og hjálpa fólkinu sínu að vaxa.  Mikilvægt er að sjá ekki einungis brestina hjá hinum en ekki bjálkann í sínum eigin, muna þarf að sjá styrkleikana sína en horfa ekki einungis á veikleikana,

Mikilvægt er að vera maður sjálfur en reyna ekki að stöðugt að hjakka í sínum veikleikum.  Það grefur undan sjálfstraustinu.  Ótrúlega oft skortir stjórnendur hugrekki til að taka erfiðu samtölin.  Ástæðan er sú að við erum stöðugt að passa upp á að allir séu góðir en árangurinn verður enginn.  Allir voru hvattir til að þekkja sína flóttaleið. 

Meðalið er hugrekki.  Fara markvisst út fyrir þægindarammann, nota eigin sögur, hættu að væla, komdu að kæla.  Vera í núinu og nýta orkuna í það sem við höfum stjórn á, tala um tilfinningar, taka niður glansmyndina og horfast í augu við okkur sjálf.   Það er svo mikilvægt að vera góð fyrirmynd. Þær fóru markvisst að hugleiða og æfa sig í að vera í núinu.  Einungis er hægt að stjórna því sem er núna.  Hugleiðsla er ekki bara bóla og erfitt að tengja leiðtogann við núvitundina.  Hugleiðsla hjálpar fólki að kjarna sig, vera inn í sínum tilfinningum og stjórna sér.  Líkingin er sú að stöðugir stormsveipir eru á sveimi í vinnunni sem skella á okkur og fullt af tilfinningum sem koma.  Því hjálpar hugleiðsla á morgnana og orkan fer í að stýra því sem við höfum stjórn á.  Eitthvað sem þú hefur enga stjórn á geturðu sleppt.  Stærsta meðalið var að taka niður glansmyndina sína. 

Þegar við skyggnumst undir húddið á okkur sjálfum sjáum við hina réttu mynd af okkur.  Mikilvægt er að sjá sín eigin hegðunarmynstur sem eru bæði styrkleikar og veikleikar.  Persónuleikapróf sína okkur hvar styrkleikurinn er.  Varðandi að breyta hegðun hjá sjálfum sér þá er mikilvægast af öllu að taka niður sína eigin glansmynd og sjá sig með öllum sínum fjölbreytileika.  Munurinn er sá að við hættum að breyta glansmyndinni því hún er barasta alls ekki til. 

Það sem er predikað alla daga er „tilgangur“.  Hann þarf að vera skýr og það þurfa sameiginleg markmið okkar líka að vera.  Allt sem fer á blað gerir hlutina miklu skýrari. 

Það sem þær eru að æfa sig í núna er að setja miklu markvissari takt í allt innra starf, fókusinn er í forgangi og störfin vel skilgreind. 

Því meira sem þær eru þær sjálfar og eru til staðar því meira fá þær til baka.  Þá eykst traustið. 

Uppskeran er sú að nú eru oftar tekin erfiðu samtölin.  Það er meðbyr með þeim draum að taka þátt í að skapa fyrirtæki þar sem fólk þorir að vera það sjálft, fær að þróast og vaxa, gerir mistök og lærir af þeim saman, nær og fagnar árangri, nýtur þess að mæta í vinnuna á hverjum degi.

 

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Fundinum var streymt og má nálgast streymið á facebooksíðu Stjórnvísi.  Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Marianna sagði að ráðstefnan hefði snúist um fólk.  Lean var framleiðslumiðað en er nú meira þjónustumiðað og nú er það nýjasta að lean snýst um fólk.  Allt snýst loksins um menningu.  Vegferðir snúast um lærdóm.  Grunnurinn í lean er að hjálpa og það er í lagi að vera auðmjúkur í lærdómsferlinu.  Maríanna spurði Stjórnvísifélaga að svara: „Hvernig er góður leiðtogi“?  Ýmis svör komu eins og „Hvetjandi, fyrirmynd, er til staðar, skapar umgjörðina, virkjar fólk, hlusta, ber virðingu, skapar vettvang þar sem má gera mistök og ríkir traust, þróar fólkið.  Marianna sagði að það að vera leiðtogi væri ekki háð titli.  Allir eru leiðtogar og bera vonandi virðingu fyrir hvorir öðrum.  En hvernig er hægt að skapa rými þar sem allir eru leiðtogar, virkja hugvit allra?.  Mikið var rætt um ráðningarferli á ráðstefnunni því lean snýst um fólk.  Hvernig er verið að ráða inn; eftir menntun, hæfni, karakter, karisma.  „Hire for Character, Train for Skill“.  Mikilvægt er að manneskjan sem er ráðin passi inn í þá menningu sem er til staðar.  Varðandi menningu þá er mikilvægt að vinnustaðir þekki sína menningu.  Á ráðstefnunni var verið að lemja niður múra og veggi.  Mannauður er það sem skiptir öllu máli.  Tvö fyrirtæki eru með allt það sama til staðar en það sem sker úr um hvort nær samkeppnisforskoti er sú menning sem er til staðar.  Fyrirtæki eru oft rög við að fjárfesta í fólki en ekki við að fjárfesta í tækni.  Innleiðing á Íslandi hefur mest snúist um ferla að gera þá skilvirkari en megintilgangurinn er að þróa fólk.  Er einhver ótti til staðar?  Helgun í starfi þýðir að mæta með höfuð, hendur og ekki síst hjartað í vinnuna.   

Lean er inntak á hverjum einasta degi, ekki uppáskrifað frá lækni og sýndi Marianna skemmtilegar myndlíkingar sem fyrirlesarar tóku.  Lean snýst um að gera stöðugt betur í dag en í gær.  Eins og í öðru er til þroskamódel í Lean.  Mikilvægt er frá degi eitt að fjárfesta í menningu.  Þegar nýliðar koma inn í fyrirtæki þá eiga þeir að finna hvernig menningin er „Svona gerum við“.  Daglegi takturinn, töflufundirnir snúast ekki um töfluna sjálfa heldur samskiptin við töfluna, þetta snýst um að hver einasti aðili við töfluna sé leiðtogi.  Á ráðstefnunni voru allir sammála um og studdu við með rannsóknum að allt snýst þetta um fólk en hvernig á þá að gera hlutina?  Mikilvægt er að læra að sjá hvernig flæðið er í fyrirtækinu.  Er viðskiptavinurinn að fá það sem hann vill?  Ef ekki hvað er þá að? Hvað er í gangi? Nota daglega vettvanginn til að spyrja hvernig við getum stöðugt bætt okkur.  Þetta snýst aldrei um neitt annað en umhverfið og það er fólkið sjálft sem þekkir það best, hvernig kem ég hugmynd á framfæri?  Allt snýst því um árangur og samskipti.  Lærdómslykillinn er að koma saman á hverjum degi og læra eitthvað nýtt.  Hvar er fókusinn okkar?  Er hann á tólin eða er hann á fóllkið? 

Pétur fór yfir stöðuna á lean í dag skv. fyrirlestri Dr. Alan G. Robinsson. Er lean gölluð hugmyndafræði?  Eru geirar þar sem lean er ekki að ná fótfestu?  T.d. í menntageiranum, heilbrigðisgeiranum? Útgáfa Alan var sú að erfiðasta fólkið er langskólagengna fólkið sem er komið á þann stað að erfiðast er að ná í það.  Þegar verið er að tala um lean er verið að tala um Japani sem eru löngu dánir.  Í lok dags, alveg sama hvað þú gerir þá snýst þetta alltaf allt um fólk.  Mikilvægt er að allir í fyrirtækinu séu með, ekki einungis efsta lagið.  Hversu margar hugmyndir erum við með innleiddar pr. starfsmann á dag.  Marel og Össur mæla þetta og í framleiðslu þá skipta hugmyndir frá starfsmönnum öllu máli.  Þetta er frábær mælikvarði á hugmyndir frá starfsfólki.  Af hverju er ekki farið í alla starfsmenn þegar verið er að innleiða þekkingu.  Mannlegi fókusinn er það sem öllu máli skiptir í dag varðandi lean og flöskuhálsinn erum við sjálf, ekki virkja einungis höfuðið á öllum heldur hjartað. 

Pétur og Marianna báðu félaga í lokin um að ræða sín í milli hverjar væru helstu áskoranirnar á þeirra vinnustað.  Sem dæmi var eftirfarandi nefnt: Ná sama kúltúr í öllum deildum, stóra áskorunin er að hleypa starfsmanninum að, til að komast áfram þarf maður að fá stöðuhækkun og til að fá völdum þarftu að halda hlutunum að þér en í lean verðurðu miklu betri stjórnandi, talandi um sjálfan sig, þá er mikilvægt að fá þessa auðmýkt, opna á hana, mikilvægt með töflufundi er „samskipti“ – af hverju var allt þetta mannlega tekið út úr vinnunni?  Af hverju er ekki hægt að tala um hvernig við höfum það daglega? Ótti er eitt af því sem truflar okkur hvað mest.  Trúverðugleiki þarf að vera til staðar, það er hornsteinninn. Fólk finnur traustið í menningunni.  Fyrsta skrefið er að koma auga á áskoranirnar.  Hvað vantar til að vinna í gegnum hlutina? Hvað vantar þig til að allir gangi í takt?  Tími? Er það virði að fjárfesta í mannauðnum? Mikilvægt er að auglýsa hvað vel er gert, fagna sigrum.  Mikilvægt er að geta tekið á móti hrósi, vel gert! En fyrir hvað?  Mikilvægt er að veita sérsniðna endurgjöf,

 

Lean vegferð Hringrásar

Á morgunfundi á vegum faghóps um lean í morgun var það Daði Jóhannesson framkvæmdarstjóri Hringrásar sem tók á móti Stjórnvísifélögum og fór í gegnum þær endurbætur sem Hringrás hefur unnið að seinustu tvö ár er varða straumlínustjórnun endurvinnslunnar. Hringrás, áður Sindri og Sindrastál hefur safnað málmum til endurvinnslu í 30 ár og er elsta endurvinnslufyrirtæki landsins.  Safnað er efnum á 3 stöðum í kringum landið. Hringrás er stærsti söfnunaraðili notaðra raftækja á landinu.  Allt er flutt út því engin endurvinnsla er á Íslandi, hvorki í plasti eða pappír en stórar hugmyndir eru í Hveragerði.  Plast frá Íslandi fer til Hollands sem orkugjafi.  Hringrás kaupir efni til endurvinnslu, flytja efnið til söfnunarstöðva, flokka, vinna og pakka, flytja efnið til Evrópu og selja efni til endurvinnslu. Holland er framarlega í endurvinnslu sem og Svíþjóð.  Í fyrra voru flutt út 49000 tonn og þá kemur spurningin hvort eitthvað sé hægt að gera hér heima varðandi fótsporið. 

Hringrás er búið að vera að vinna með lean sl. tvö ár.  Árið 2017 fékk núverandi eigandi Gamma félagið sem veð fyrir skuldum og ákváðu að reyna að bjarga félaginu.  Skipt var um stjórnendur og höfðu nýir eigendur og stjórnendur enga reynslu úr sambærilegum rekstri.  Tækjabúnaður var í slæmu ástandi, sjóðstreymið mjög þungt, miklar birgðir af óunnu og óflokkuðu efni og leyfismál í ólestri. 

Varðandi lean innleiðinguna þá var byrjað á að fókusa á sóun og hvernig hægt væri að nýta lóðina betur. Ákveðið var að gera eitthvað lítið á hverjum degi og það fyrsta sem ráðist var á var flokkun. Hringrás hætti að urða dekk, keypti baggavél og fór að flytja dekkin út. Að ári liðnu var búið að rýma flokkunarsvæðið og byrjað að flokka. Eldvaranarveggir voru settir á milli hólfa; bílar, brotajárn o.fl.    Markmið var sett um að í lok árs 2019 yrði portið tómt og lóðin hrein.  Hjá Hringrás eru í dag í kringum 50 manns og það allra mikilvægasta er að innleiða lean kúltúrinn því eigendur og stjórnendur verða að vera með.  Ábatinn er sjáanlegur og búið að laga margt en gera má betur varðandi innleiðinguna. Lærdómurinn er sá að það sem hefur tekist vel er að 1. Allir starfsmenn hittast á slaginu 8 á morgnana, ræða hvernig gekk í gær, hvað á að gera í dag, hver eru vandamálin og hverju þarf að breyta.  2. Aðstoð frá ráðgjafa var mjög góð 3. Skrifstofan var sameinuð á einn stað og allir sitja saman í afgreiðslunni, allir geta tekið vigtina 4. Einföld og skýr markmið voru sett þ.e. mynd var hengd upp sem sýndi portið hreint (klára alla vinnu hvern dag áður en farið er heim)  5. Facebook – gekk vel í samskiptum.  Það sem ekki gekk eins vel var: 1. Hefðu átt að byrja á sjálfum (Japanir byrja t.d. á sjálfum sér) 2. Læra að sjá sóun í störfum sínum t.d. að byrja á sjálfum sér varðandi sóun, t.d. þegar farið er út að borða þá er tekin mynd á símann af kvittuninni og send beint á bókhaldið, hætta að senda bréfapóst o.fl. .  3. Viðurkenna að erfitt sé að breyta því hvernig fólk vinnur 4. Þjálfun, þjálfun, þjálfun.  Að lokum sagði Daði að það mikilvægasta af öllu væri að fá fólk með sér.  

 

 

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Fjöldi Stjórnvísifélaga mætti í sal Nýsköpunarmiðstöðar í morgun þar sem leitað var svara við spurningunni: „Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?“  Faghópar um Lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun stóðu að fundinum.  
Fyrirlesarar voru tveir, þau Guðmundur Ingi Þorsteinsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Guðmundur Ingi er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigandi Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.
Guðmundur byrjaði á að sýna einstaklega skemmtilegt myndband sem sýndi glöggt hversu erfitt er að fást við breytingar.  Í framhaldi útskýrði hann hvað er lean og hver ávinningurinn er með lean.  Guðmundur nefndi hvað Hlöllabátar upp á Höfða tekst vel upp í að láta flæðið ganga vel.  Annað dæmi um fyrirtæki sem hefur gengið vel er „pökkunarferillinn“ hjá Heimkaup. Mikilvægt er að gefa vinnuumhverfinu mikinn gaum.  Tímamælingar eru einnig mikilvægar í öllu því sem hægt er að tímamæla því allir vilja skila góðum afköstum.  Hjá Heimkaup var 550% aukning í pökkun á sendingum á milli áranna 2018-2019 og allt gengur vel.  Samkeppnisforskot Heimkaupa er „pökkunin“.  En smitast góður árangur á einum stað yfir í annan? Nei, svo þarf alls ekki að vera því árangur er ekki smitandi. 

Þriðja dæmið sem Guðmundur tók var Víkurverk.  Þar var tekið dæmi um starfsmann „Írisi“ sem tileinkaði sér að gera einn hlut í einu.  Hún er með töflu upp á vegg þar sem fram kemur hver dagur vikunnar, tími og verkefni.  Hún merkir síðan „grænt“ við verkefnin um leið og þau klárast.  Mikilvægt er að hafa borðið tómt og hafa einungis uppi eitt verkefni í einu.  

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir var seinni fyrirlesari dagsins.  Ágústa Sigrún er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

Ágústa sagði að viðnám væri náttúrulögmál og við erum hönnuð til að veita viðnám, þetta er eðlisávísun. Margir nota oft „nei“ til að kaupa sér tíma.  Aðrir segja alltaf „já“ og þá er það spurning um efndir.  Ágústa Sigrún hvatti til að lesa greinina „The Real Reason People Won´t Change“ höf: Kegan and Lahey (2011).  Greinin tekur á mörgum áhugaverðum dæmum og hvetur til að sýna meiri skilning öllum hvort heldur þeir eru jákvæðir eða neikvæðir.  Mikilvægt er fyrir alla að sjá í töfluformi upp á vegg myndrænt hvað við erum að gera.  Stóra áskorunin er að halda áfram. Ágústa nefndi annan aðila Maxwell Maltz, bókin Psycho-cypernetics.  Maxwell var lýtalæknir og hann áttaði sig á því að eftir 21 dag voru draugaverkir að mestu horfnir vegna breytinga t.d. á nefi eða brottnám á útlim.  Ef þú gerir eitthvað í 21 dag þá eru miklar líkur á að þetta verði að vana.  En það þurfa að vera a.m.k. 21 dagur.  Bókin kom út 1960 og er barn síns tíma en samt notuð mikið í dag og vitnað í.  Öll lífræn kerfi hafa tilhneigingu til að halda jafnvægi.  Ef það verður mjög kalt fer líkaminn í að hita hann og það sama ef okkur verður of heitt þá kemur viðnám.  Líkaminn fer alltaf í fyrra horf.  Sigrún sýndi breytingajöfnu (H+Þ) er minna en (S+T+K).  H=hræðsla við breytingar, hátt viðnám Þ=þægindaramminn, stærð og styrkleiki S= sársauki og ósætti við ríkjandi ástand T=trú á betra ástandi í náinni framtíð  K=kunnátta. 

Sigrún ræddi síðan um viðnámsgemsana sem við öll þekkjum í okkar lífi því þetta er alveg ómeðvitað og því þarf að: 1. Sýna þeim skilning 2.gefa þeim tíma 3.bjóða þeim aðstoð 4.fá þá með.  Oft verða þetta bestu talsmennirnir og ekki má gleyma að styrkja stjörnurnar því þær geta fölnað og fallið ef þær fá ekki að skína.   

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum.  Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Í morgun var haldinn fjölmennur fundur í Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi þar sem Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænu Íslandi deildi þekkingu sinni og gaf innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 
Fjóla María byrjaði á að kynna hönnunarhugsunina„Design Thinking“ sem byggir á notendamiðaðri nálgun, samvinnu við lausnaþróun þar sem áhersla er lögð á virka skoðun og greiningu, hugmyndaríki, ítranir, hraðan lærdóm og skjóta vinnslu frumgerða (prototypa).   Margir þekkja hönnunahugsun, en upphaflega voru það hönnuðir.  Um aldamótin fer hönnunarhugsun að koma meira inn í atvinnulífið.  Fyrirtæki voru að taka þetta inn til að sjá heildarskipulag í fyrirtækjum.  Uppúr 2012 fóru ráðgjafafyrirtækin að nota þessa aðferðafræði mjög mikið.  Nú eru komnar inn deildir í fyrirtækjum og hjá ríkinu og í Bretlandi er þetta orðið að venju.  Íslenska ríkið er á fullri ferð í stafrænt Ísland og starfa í deildinni 9 manns í dag.  Markmiðið er að aðstoða ríkið í þessari þróun og byrja þarf í grunninum.  Mikil vinna er lögð í stafræna þjónustugátt www.island.is  Fjóla María kynnti vefinn www.stafraentisland.is  þar sem allir geta farið inn á og nýtt sér þá þekkingu sem þar safnast saman.  Hönnunarhugsun fer í gegnum fimm stig: 1. Setja sig í spor annarra, skoða og greina, t.d. taka upp video og sjá hvar vandinn liggur. 2. Afmarka og skilgreina áskoranirnar þannig að við áttum okkur á hverju við ætlum að breyta, laga það sem er mest áríðandi og sjá tækifærin. 3. Hugmyndasöfnun þar sem allt er leyfilegt og allt hugsað upp á nýtt frá grunni.  4. Út frá hugmyndunum sem koma eru þróaðar hugmyndir/frumgerðir þ.e. prototypa sem er ódýr en þær skipta miklu máli. Spyrja sjálfan sig: hvað myndi Arion gera í þessu máli? Disney? Munkur?   5. Frumgerðirnar eru lagðar fyrir notendur, ítraðar og prófaðar þ.e. síendurteknar lagaðar og bættar og fara síðan í framleiðslu.  Fjóla María tók sem sýnidæmi fyrirlesturinn sem hún var að halda í dag hjá Stjórnvísi. Hún ákvað að heyra í nokkrum aðilum fyrir fundinn og spyrja: „Hvað viltu heyra“ og svarið var að þeir sem haft var samband við vildu vita  hvaða tól er verið að nota. Þarna var sem sagt verið að „uppgötva“. 1. Uppgjötva. Sá sem kemur á fund hjá Stjórnvísi vill: 1. Læra eitthvað nýtt, fá hagnýtan fyrirlestur, hlusta á dæmi, hafa einfaldar glærur, finna ástríðu frá fyrirlesaranum, fá upplýsingar um tól o.fl.fl.

En hvenær er hönnunarhugsun notuð? Þegar búa á til öpp, þegar búa á til hugbúnað, skipulagsbreytingar o.fl.  Upphafsfarsinn er mjög mikilvægur.  Þá þarf að greina þær betur og ávinningsmeta þær.  Hver er fjárhagslegi ávinningurinn, hvað er þetta mikil auknum á þjónustu? Hve marga starfsmenn snertir þetta verkefni? Hve marga notendur snertir þessi breyting? Þegar búið er að ákveða hvað eigi að skoða er farið í hönnunarsprett og út frá því kemur frumgerð.  Þarna koma lagaleg málefni sem skoða þarf með tilliti til hvað er til.  Þarna er erfiðasti punkturinn það er að hugmynd og þarfir notenda fylgi í framleiðsluna.  Okkar venja er að laga allt út frá því sem við þekkjum en þarna er notað út frá notendanum og inn.  Þess vegna þarf sama fólkið að fylgja verkefninu alla leið.  Svona verkefni eru Agile verkefni ekki Waterfall.  Í upphafi er ferlið mjög erfitt því það er kaótísk og yfir það þarf að komast þ.e. hvað á að vinna með. 

En hverjir þurfa að koma að gerð stafrænna lausna? 1. Vörueigandi (product owner), vörustjóri (product manager) , verkefnastjóri (project manager)hann tryggir að þjónustan passi inn í þjónustuna, það sem verið er að kaupa inn, gagnagrunna o.fl. , þjónustueigandi (getur verið sá sami og verkefnastjóri), markaðsgreinandi, skilastjóri, prófari og notendarýnir (passar að frumgerðir séu lagðar fyrir), efnishönnuður (content designer) hvernig alllt er framsett, vefhönnuður og forritari.  Einnig þurfa að koma að lögfræðingur, markaðsfólk, aðrir sérfræðingar, tækni, arkitektrú og fulltrúar þeirra sem reka hugbúnað. Það er svo mikilvægt að setja sig í spor annara til að fá dýpri innsýn: sjá hvernig upplifun notenda er á núverandi lausn, skrá hjá sér upplifun, nýta myndbandsupptöku, taka viðtöl við fólk, spyrja af hverju, finna snertifleti, veri skuggi einhvers. 

Allir í teyminu ættu að taka þátt í að setja sig í spor notenda.   Taka svo allar niðurstöður og sjá hvað er að gerast.  Búa til mynd sem er hringur og greina út frá miðju mikilvægi hvers og eins.  Varðandi skilgreiningu á persónu þá er mikilvægt að skilgreina fleiri en eina persónu.  Skoða tiltölulega tæknivæddan einstakling, taka flækjustig þar sem manneskjan lendir í vandræðum, búa til samyggðarkort til að setja sig í spor viðkomandi í þessum aðstæðum eins og „Úff við hvern á ég að tala“ hvar finn ég upplýsingar, hringja í mömmu og pabba, finna borgaraþjónustuna.  Með því að búa til persónuna saman þá hugsum við hvernig er týpan og þetta þarf að gera áður en ferillinn er búinn til.  Hvar koma stresspunktarnir upp?  Passa að hafa textann einfaldan og góðan.  Hvar eru óþægindapunktarnir? Flokka þá saman og finna út úr þeim.  Varðandi gerð prototypa þá er hún alls konar.  (t.d. teikna upp skjámynd, legóa, leika,) allt á að vera sett myndrænt fram og þetta á að vera ódýrt og fljótlegt.  Á þessu stigi er fólk oft hrætt og um að gera að hafa nóg af fylgidóti, alls kyns dóti.  Síðan þarf að fá fólk til að prófa og ítra.  Mikilvægt að fara í framendann og laga og laga þar til þetta fer í framleiðslu.  Fjóla mælti með „This is service design thinking og Sprint bókunum og fleiri bókum.  www.mrthinkr.com  og www.servicedesigntools.org  eru frábærar síður til að nýta sér.

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

 

Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér.  Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en  upplýsingar.  Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun.  Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða.  T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið.  En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg.  Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli.  Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu.  Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4.  Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal.  Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings.  Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila.   Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið.  Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur?  Byrja þarf þar.  En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?

Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu.  Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró.  Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl.  Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?

Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt.  Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir.  En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni.  Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin.  Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar.  Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum. 

Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun.  Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti.  Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.

Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi.  Virði er það sem öllu máli skiptir.  Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka.  Góð þjónusta leiðir af sér sölu.  Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun.  Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10.  Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum.  Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint.  Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn.  Sala er ferill.  Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu.  (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt.  Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði.  Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu?  Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði.  Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna.  Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti.  Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa.  Fólk kaupir fólk.  V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory

 

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar voru tveir:

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

 

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Í morgun efndu faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun fund í Háskólanum í Reykjavík.   Fundurinn fjallaði um að tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Fjallað var um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla. 

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað  í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. En hvernig áttu að byrja?  T.d. með því að googla „best digital marketing strategies 2019“ mikilvægt að fara hringinn og ferðalagið á að vera skemmtilegt en erfitt og ávinningurinn mikill. Engu máli skiptir í hvaða geira við erum. Innri markaðsmál skipta öllu máli og þá kemur árangurinn miklu fyrr í ljós.  Allir þurfa að skilgreina sinn árangur sjálfir.  En hvernig náum við aukinni sölu, fleirum viðskiptvinum, aukinni umferð á heimasíðu, tryggara viðskiptasambandi, betra orðspori og fleiri samningum?  Það skiptir máli að viðskiptavinurinn sjái að þér sé ekki sama.  Betra samtals við viðskiptavininn skiptir öllu máli, vita hvað hann er að hugsa.  Huga þarf vel að viðskiptavininum og fá hann með sér í lið.  Fyrir hvað ætlarðu að standa og fyrir hvað stendurðu.  1. En það þarf að vera tilgangur með hverri einustu snertingu.  Þú hefur nóg að segja sem þínum markhóp gæti þótt áhugavert.  Þú mátt alls ekki setja það sama alls staðar og tækifærin eru alls staðar.  Þín saga er sagan sem viðskiptavinurinn vill hlusta á.  Það sem þú veitir athygli vex. Allt er mælanlegt í dag því allt digital er mælanlegt og hægt að sjá niðurstöðurnar strax.  2. Ekki spyrja neinn hvernig hann hafi það nema þú viljir vita það.  Þú verður ekki betri nema keppa við þann besta á markaðinum. Neikvætt getur líka verið gott og segðu alltaf satt.  Viðurkenndu mistök ef þau eiga sér stað og þú verður sterkari í augum viðskiptavinarins.  Talaðu, mældu og haltu áfram. 3. Hver ertu? Vertu ekta, svaraður af heiðarleika og heilindum.  Ef eitthvað kemur upp á skaltu fá aðstoð almannatengils.  4. Hvar ertu? Veldu miðilinn vel og sinntu honum.  Stafrænir miðlar eru ekki aukaverkefni sem hægt er að sinna með annarri hendinni.  Það er til mikils að vinna ef rétt er staðið að hlutunum.  Þú opnar ekki verslun nema undirbúa allt vel og það sama á við um stafræna markaðssetningu.  Hvernig læturðu vita að þú ert með í keppninni; minntu á þig reglulega og láttu þig ekki gleymast. 5. Hvernig? Láttu persónuleika þíns vörumerkis og fyrirtækis að skína í gegn, hvað myndi þitt vörumerki t.d. aldrei segja? Googlaðu „How to do something greate in marketing?“  þar færðu fullt af góðum hugmyndum.  Í markaðsmálum hafa allir skoðun á því sem þú ert að gera.  Vertu óhræddur að taka pláss og þá kemur árangurinn hratt. 

Upplifun viðskiptavina.  Maríanna Magnúsdóttir fór yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?  Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. Maríanna fór yfir hvert virðið er fyrir viðskiptavininn?  Kannski er það ekki varan sjálf, það gæti verið viðmót, verð, varan!  Heimurinn er á fleygiferð og hægt að nálgast okkur á ótal vegu.  En er viðskiptavinurinn okkar í brennidepli? Erum við að færa það virði sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Besta markaðssetning sem nokkurt fyrirtæki getur haft eru helgaðir starfsmenn sem pósta áfram því sem fyrirtækið er að gera. Mikilvægt er að skilja hvernig það er að vera viðskiptavinur fyrirtækisins og hvar liggja tækifærin til umbóta. Hvernig getum við bætt ferlið fyrir viðskiptavininn.  Leggja áherslu á líðan og hvernig við erum að hegða okkur.  Upplifun er tilfinning!  Samskipti teyma skiptir öllu, hvað gekk vel í gær og hvað getum við gert betur í dag?  Búa þarf til vinnukerfi þar sem kvartanir eru tækifæri til umbóta og litið á þær sem fjársjóð.  Varðandi lean-töflur þá skiptir öllu máli fólkið sem stendur við þær, ekki útlitið.  Öll fyrirtæki hafa ákveðinn tilgang og mikilvægt að standast væntingar viðskiptavinarins.  Megintilgangur allra á að vera að setja fókus á mannauðinn.  Því menning vinnustaðarins er undirstað alls.      

 

2 sekúndna Lean

Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga. 

Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann.  En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð?  Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja.  Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk.  Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær.  En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur.  Slíkt hefur allt með menningu að gera.  Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn.  Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum.  Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun.  Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni.  Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun.  Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari.  Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin.  Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar.  Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans.  Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu.  Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp.  Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag.  Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl.  Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl. 

Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum.  Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt.  Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli.  Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum  breytingum.  Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu.  Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila.   Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir.  Að gera video er lykillinn að góðum umbótum. 

Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það.  Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja?  Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð.  Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum.  Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi.  Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum.  Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu.  Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi.  Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn.  Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna.  Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn.  Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini.  Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin.  Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand!  Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI.  Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu.  Gefðu fólki leyfi til að blómstra!

 

 

Lean í öryggismálum - Gemba ráðgjöf

Áhugamenn um Lean og Öryggismál fjölmenntu í opna háskólann í dag þar sem Lean Straumlínustjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir þörfu erindi um öryggismál með Lean áherslur.

Fyrirlesarar voru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is). En báðar hafa þær unnið hjá stórfyrirtækjum sem urðu að taka umbætur í öryggismálum og eru þessi fyrirtæki með leiðandi aðilum í öryggismálum framleiðslu og framkvæmdarfyrirtækja.

Áhugaverðar umræður sköpuðust um hvar við stöndum sem einstaklingar og atvinnurekendur í öryggismenningu á Íslandi og voru allir sammála um að aðstæður hafa batnað, en við eigum langt í land með að ná öllum aðilum á vinnustöðum í öryggisþenkjandi hugsun.

 

 

Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Lean gengur út á að virkja alla starfsmenn stöðugt til umbóta.

Fjölmenni mætti á árlega kynningu faghóps um Lean á grunnatriðum straumlínustjórnar í OR í morgun. Þórunn Óðinsdóttir ráðgjafi hóf fyrirlestur sinn með því að segja örstutt frá sögu Lean. Kjarninn í hugmyndafræðinni er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir.  Alla jafna vita sölumenn hver er viðskiptavinur fyrirtækisins en innri viðskiptavinir eru ótrúlega margir t.d. er fjármáladeildin með alla stjórnendur fyrirtækisins sem viðskiptavini.  Alltaf skal  spyrja viðskiptavininn hvort heldur hann er innri eða ytri hvort við getum bætt ferlið okkar eitthvað.  Lean gengur út á að virkja alla starfsmenn stöðugt til umbóta, ekki einungis millistjórnendur og aðra stjórnendur.  Allir eru ráðnir til að sinna umbótum.  „Respect for people“ er eitt það mikilvægasta í Lean heiminum.  Okkur á að líða vel í vinnunni alla daga. Hvernig getum við látið viðskiptavininn flæða betur í gegnum ferlið okkar?  Þórunn tók dæmi um konu sem fór á Krabbameinsleitarstöð í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og var tíminn frá því hún mætti á leitarstöð þar til endanleg niðurstaða kom 42 dagar, eftir að ferlinu var breytt tók það einungis 2 klukkustundir að fá niðurstöður.  Flæðiskilvirknin var því 67% sem er stórkostlegt.   

 

Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.

 „Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka“ var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean og mannauðsstjórnun í morgun.  Svo mikil þátttaka var á fundinn að færa þurfti hann í stærri sal hjá BSRB.  Fjórir fyrirlesarar fluttu áhugaverð erindi.

Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallaði um ávinning góðrar samskiptafærni. Sigríður sagði að í dag er verið að leggja miklu meiri áherslu á samskiptaþætti.  Þessir þættir hafa mikið að segja með hvernig þér mun takast til í starfi, Sigríður vísaði í nýlegar stórar rannsóknir.  Mikilvægt er að að sá sem við erum að ráða hafi eftirfarandi hæfi:  hjálpsemi, virðingu, áhuga, hrós, heilindi og gott viðmót.  Flest störf byggja að verulegu leiti á samskiptum og samskipti hafa bein áhrif á líðan og starfsánægju.  Samskipti eru í raun hjartað í öllu.  Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.  Í dag eru vinnustaðir farnir að vinna með samskiptasáttmála. Kjarninn í öllu því sem Sigríður vinnur með er að einstaklingurinn skoði sjálfan sig og sé tilbúið að taka ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann setur út í umhverfið.  Það sem skapar góða vinnustaðamenningu er t.d. að heilsast og kveðjast, orðaval, hrós, kurteisi, stundvísi og nákvæmni.  Hugaðu að því hvern þú hlakkar til að hitta í vinnunni og hverja hlakkar til að hitta þig. Hver og einn á að vera jákvæður í að búa til góða vinnustaðamenningu.  Hvað einkennir þinn vinnustað? Alltaf, stundum, aldrei.  Að velja sér viðhorf er lykillinn.  Á öllum vinnustöðum er einhver óánægður með kaffið.  Þá er mikilvægt að velja sér viðhorf og eins í lífinu öllu.  Að lifa gildin og mæta sjálfum sér á að vera tengt því sem við erum að gera.  Huga ber líka að fundarmenningu, hvernig er hún og hvernig hefur hún mótast? 

Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean sagði frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. Þórunn fjallaði um hver kjarninn er í Lean en hann er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá þjónustu sem hann óskar eftir.  Allir stjórnendur þurfa að skilgreina vinnuumhverfið og veita stuðning.  „Respect for people“ er tengt inn í allt sem verið er að nota.   VMS töflur eru tæki til að hittast einu sinni á dag, forstöðumaður með sínu teymi, forstöðumaður með sviðsstjóra og sviðsstjóri með forstjóra, allt á innan við klukkutíma daglega.  Töflurnar eru notaðar í samskiptum og til að sjá nákvæmlega til hvers er ætlast.  Þar eru skoðaðar sölutölur, ýmsar mælingar og hrós.  Með töflunum er verið að rekja verkefnin okkar. Í lean heiminum er stöðugt verið að leita að umbótatækifærum í ferlum og vinnu sem er í góðu lagi.  Skoða hvar umbótatækifærin liggja, hvar er bið, gallar, hreyfing, flutningur, offramleiðsla, birgðir, vinnsla og fólk sem ekki fær að njóta sín í vinnunni.  Þórunn ítrekaði mikilvægi þess fyrir teymi að fagna, það er fátt eitt mikilvægara en fagna litlum sigrum. 

 

Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Að lokum sögðu tveir starfsmenn hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Bylgja Hrönn Baldursdóttir og Ævar Pálmi Pálmason úr kynferðisafbrotadeild lögreglunnar frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti.  Markmið þeirra er fyrst og fremst að starfsmönnum deildarinnar líði vel, skipulag sé skiljanlegt og um það ríki sátt.  Málafjöldi sé ásættanlegur, að flæði og hraði sé í samræmi við væntingar viðskiptavina og kynferðisbrotadeild verði enn eftirsóttari vinnustaður.  Gefið er svigrúm og sveigjanleiki.  Í kynferðisbrotadeild eru þrjú teymi.  Þau sýndu lýsingu á verkefni og hvernig þau verða til.  Dags daglega sér hver og einn hvaða verkefni eru í gangi.  Sumir eru ekki góðir í yfirsýn en geta verið frábærir í t.d. yfirheyrslum.  Með lean var hægt að láta teymið vinna miklu betur og hver og einn fær úthlutað því sem hann er bestur í.  Bylgja og Ævar hvöttu þá sem ætla að innleiða lean til að gefa starfsfólki gott svigrúm.  Þau ræddu hvernig lögreglan hefur getað nýtt sér aðferðir sem fundnar voru upp í umhverfi fjöldaframleiðslu bíla í Japan.  Lögreglan notar töflur og voru sýnd dæmi um hvernig þau vinna.  Á töflunum voru seglar og miðar settir og allt í einu var komin upp tafla sem var öllum skýr.  Allir hrósuðu yfirsýninni sem allt í einu birtist á töflunni.  Sýnd var verkefnatafla fyrir móttöku hælisleitenda til að minnka sóun og var ánægjulegt að sjá hve frábærar umbótahugmyndir komu frá starfsmönnum lögreglunnar.  Ævar Pálmi sagði að lokum að staðan í dag væri sú að verið er að setja í gang ferli fyrir kærumóttöku sem leiðir til miklu betri þjónustu við brotaþola. 

 

Lean á fjármálasviði Landsnets

Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri sagði okkur frá því frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu. Sem nú hefur sýnilega stjórnun og töflur í öllum deildum sviðsins. Með Guðlaugu voru Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.

Í kjölfarið af stefnumótun Landsnets voru mörg stór og smá verkefni í gangi hjá félaginu og mikið um að vera. Stjórnendur á fjármálasviði spurðu sig að því hvernig fjármálasvið gæti stutt við nýja stefnu Landsnets. Með stórt verkefni fyrir höndum var ákveðið að prófa hugmynda og aðferðafræði Lean. Fenginn var Lean ráðgjafi til að vera samferða í fyrstu skrefunum í vegferðinni.

Í upphafi var ákveðið að Lean hugmynda- og aðferðafræðin mætti alls ekki verða til þess að flækja hlutina og strax tekin ákvörðun um að ef ekki gengi vel yrði fallið frá notkun Lean. Fljótt kom það á daginn að sýnilega stjórnunin var að virka og voru stjórnendur fljótir að koma auga á að hægt væri að nýta aðferðafræðina í meira mæli. 

Úr varð að sýnileg stjórnun þróaðist yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Í þeirri þróun var haft að leiðarljósi að allt starfsfólk fjármálasviðs væri haft með í för og fengu allar deildir að þróa sína eigin töflu og útfæra á þann hátt sem hentaði hverjum og einum hóp.

Innleiðingin á stefnunni sem og þeim verkefnum sem fylgdu hafa gengið vel og hafa fleiri umbótaverkefni fylgt í kjölfarið. Þó eru alltaf einhverjar áskoranir í innleiðingum en margt sem kom líka skemmtilega á óvart. Stjórnendur og starfsfólk hafa verið dugleg að spyrja sig hvað sé að virka og hvað ekki og tekið ákvarðanir um umbætur og næstu skref út frá þeim svörum. Því hafa töflur fengið að þróast innan deildanna, töflufunda fyrirkomulag hefur fengið að finna rétta taktinn og ýmis ferli hafa verið keyrð á töflum.

Fjármálasvið Landsnets er komið á flottan stað í innleiðingu á lean og sýnilegri stjórnun og hafa verið að fylgja hugmyndafræðinni sem segir okkur að vinna að stöðugum umbótum því það er ekkert one size fits all í leanheiminum.

 

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean, þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Reykjavíkurborg í morgun.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnti starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar.  Þröstur upplýsti að Rafræn þjónustumiðstöð tók til starfa 2.janúar 2017 og er hún hluti af Snjallborgarvæðingu borgarinnar. Þröstur sýndi áhugavert myndband og vísaði í Paul Boag og bækurnar hans „User Experience Revolution og Digital.  Lykilorðin sem þau vinna eftir eru: einfalt, smart, praktískt og upplýsandi.   Gov.uk er vefuri sem allir ættu að skoða því hann er einstaklega notendavænn.  Þröstur kynnti einstaklega áhugavert verkefni „Indriði“ sem er húsvarðakerfi Reykjavíkurborgar.  Indriði er alltaf á vakt í gegnum workplace og sameinar allt starfskerfi borgarinnar.  Hann spyr hvert vandamálið sé, hvar þú sért staðsettur og setur verkefnið á húsverði borgarinnar.  Vinnan verður einfaldari með workplace.  Ýmsar áskoranir eru varðandi workplace sem felast í því að ná öllum með.  Með workplace urðu til ýmsir áhugaverðir hópar t.d. fjallgönguhópar, blak o.fl.  sem færa starfsfólkið nær hvert öðru.  Einnig sagði hann frá snjöllu ruslatunnunum sem tala (Jón Gnarr). Komnar eru nokkrar tunnur í miðbæinn sem senda skilaboð hvenær á að tæma þær.  Í dag eru 400 starfseiningar og því mikilvægt að brjóta niður síló, fólk vill vera með þeim sem það þekkir.  Með því að brjóta niður síló þá berast upplýsingar hraðar á milli og verður meira skapandi.  Einnig hafa starfsmenn verið hvattir til að koma með lélegar hugmyndir því með því að gera það koma góðar hugmyndir.  Gluggar eru notaðir til að teikna á og krota og alltaf verið að leita að rými.  Framtíðarsýnin er meiri sjálfsafgreiða og sjálfvirkni, aukin samstarf við háskóla og frumkvöðlasamfélagið, aukin notkun á IOT eða internet of things, meiri lean rekstur hjá borginni, fleiri rafrænar lausnir fyrir borgarbúa, fleiri botta fyrir ferðamenn „chat bott“ þar er hægt að sjá algengustu spurningarnar ca 30 spurningar, meiri opin gögn.  Ótrúlega margt spennandi er að gerast hjá borginni.   

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnti innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallaði um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.  Áttavitar framúrskarandi þjónustu voru kynntir og meginmarkmið stefnunnar.  Öll þjónustuveiting skal hafa markmiðin að leiðarljósi.  Varðandi innleiðingu stefnunnar þá er stóra myndin 10.000 starfsmenn, 400 starfsstöðvar, 5 svið o 4 miðlægar skrifstofur og óteljandi þjónustuþættir.  Þjónustan er ekki eingöngu gagnvart íbúunum heldur einnig gagnvart starfsmönnum sem starfa á 400 starfsstöðvum.  Ákveðið var að ráða þrjá verkefnastjóra sem bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar ásamt því að vera í stanslausum umbótaverkefnum.  En heimurinn er að breytast stöðugt og kröfur um hæfi starfsmanna sífellt að breytast.  Notandinn er sífellt settur í fyrsta sæti og sérfræðingurinn reiðubúinn til hliðar.  Arna kynnti lykilþætti í Design Thinking sem eru samhygð, nýsköpun, upplifun og samþætting.  Módelið er: greining(hver er staðan), hönnun umbótaverkefna (hvað viljum við gera? Prófun (hvernig viljum við gera það?) innleiðing (hvað virkar). Alltaf þarf að endurskoða stöðugt, stanslausar umbætur.   Áður en verkefnastjórarnir hófu vegferðina var farið í að undirbúa, greina alla starfsemi borgarinnar.  Árið 2020 er það draumurinn að öll þjónusta verði hönnuð út frá notandanum. 


 

Lean í Odda: Það er alltaf hægt að gera betur.

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda fór yfir Lean innleiðingu í Odda og deildi með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum á fundi í morgun á vegum faghóps um lean.

Kristján hóf fyrirlesturinn á að segja frá þeim miklu breytingum sem Oddi stendur frammi fyrir.  Í stefnumótun 2016 var ákveðið að taka inn lean ráðgjafa og setja upp töflur.  En þegar byrjað er í lean þarf að finna einhvern þráð sem snertir alla, rauði þráðurinn voru gæðafundir.  Í Nóa Síríus þar sem Kristján starfaði áður var það afhendingartíminn.  Með gæðafundunum urðu til umbótahugmyndir.  Árið 2012 voru starfsmenn yfir 400, árið  2016 voru þeir 240 og í dag eru starfsmenn 130.  Það vantar ekki kerfin í Odda, þar er Ástríkur, Axapta, Bakvörður, Gagnagátt, Gagnasafn, Íhlutir, Sóley, Kvasir o.fl.  Þegar gerð var ferlarýni þá uppgötvaðist mikil „þoka“.  Mikil sóun var tengd viðskiptavinum í framleiðslunni t.d. vantaði oft að spyrja viðskiptavini hvert átti að senda vöruna.  Í lok 2017 var ákveðið að loka Kassagerðinni og Plastprent.  En undirbúningurinn að því verkefni var allur unninn skv. Lean aðferðafræðinni. Aðaláhersluverkefnið var „Virðing fyrir fólki“ og áskorunin var sú að Oddi lá með mikil verðmæti.  Oddi náði fólkinu með sér og allir 100% unnu út uppsagnarfrestinn sinn.  Allir lögðu sig 100% fram og framlegðin var góð.  Oddi er ekki lengur framleiðslufélag heldur þjónustufélag.  Nú þarf að fá fólkið til að halda áfram og taka skrefið og sýna frumkvæði. 

Í dag eru daglegir fundir á meginsviðum sem eru mjög stuttir, mælingarfundir sem sýna stöðuna.    Hægt er að grípa inn í frávik mjög fljótt út af þessum tíðu mælingum.  Oddi er enn í breytingarfasa.  Fasi 1: uppsagnir og tilkynning Fasi2: Færsla á framleiðslu og framtíðarferli Fasi 3: Eftirfylgni og frágangur 4: Rýni og umbætur 5: 2019 Nýr Oddi.  ´

Í stefnumótun 2016 voru ákveðin leiðarljós og gildi Odda: frumkvæði, ábyrgð, metnaður og ánægja.   Leiðarljósið er: Oddi er eftirsóknarveðrur vinnustaður fyrir metnaðarfullt starfsfólk o.fl.  Í apríl var rosa margt gert í fyrsta skipti m.a.: afhentu fyrsta plastpokann frá nýjum birgja, hönnuðu fyrsta pappakassann frá nýjum birgja, kynntu nýja lausn sem getur leyst frauðplastkassann af hólmi, bættu nýjum aðilum í starfsmannahópinn og réðu nýjan framkvæmdastjóra. 

Kristján hefur þá sýn að það sé alltaf hægt að gera betur.  Lean er ekki pakkalausn; að breyta vinnulagi og menningu er áskorun. 


 

Lean Ísland 2018 - Ráðstefna í Hörpu 23. mars 2018

 

Stjórn faghóps um lean vekur athygli á Lean Ísland 2018. 
Dagskrá og skráningu má nálgast á: www.leanisland.is
Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni.

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi enda er hægt að velja úr þremur línum.
Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Scania, Heathrow, Össuri, Landspítalanum og Rebel at Work.

 

 

Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Tvö erindi voru flutt á fundi faghóps um Lean í HR þar sem leitað var svara við því hvort þörf sé fyrir Lean teymi innan fyrirtækja.

Það voru þau Helga Halldórsdóttir liðsstjóri í straumlínustjórnunar teymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair sem sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur.

Það er rekstrarstýring Icelandair sem heldur utan um formlegt Lean starf Icelandair og heyrir rekstrarstýring undir fjármálasvið, gengur því um leið þvert á allt fyrirtækið. Það eru alls staðar tækifæri til að gera betur í ferlum, það er aldrei neitt búið.  Allt er keyrt á PDCA hugmyndafræði, sýnilegri stjórnun, verefnatöflum, stöðufundum og kaizen.  Hjá Icelandair er gríðarleg sérfræðiþekking til staðar hjá starfsmönnum og starfsmenn eru stærsta auðlindin.  Alltaf er verið að þjálfa fólk í þessum hugsunarhætti og hugmyndafræði.  Icelandair er á réttri leið. Fjöldi verkefna er alltaf að aukast og mikil áhersla hefur verið á sýnilega stjórnun.  Allt í flug-og lyfjaiðnaði er í reglugerð og með mestu reglugerðir í heiminum.  En ef þú ert inn í skýli hvernig á að raða inn?  Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni og það eru starfsmenn sem vinna verkefnin.  Varðandi verkefni, þá eru verkefni skópuð saman og settur er upp móðurþristur, Starfsmenn þurfa að geta séð hvað er í gangi og verkefnin verða að vera sýnileg. 

Lykilatriðið er að mæla ávinning, hann þarf að vera sýnilegur.  Mikill ávinningur hefur náðst í RUSH farangri,  Ferlið var gjörbreytt og í nýja kerfinu tekur einungis 97 klst. að afgreiða það sem áður tók 647 klst.  Rauntímamæling er orðin á farangri og Isavia og Icelandair vinna saman.  Lean fólk á að vera sýnilegt.   Annað verkefni var innleiðing nýrra flugvéla í flotann, ferli voru endurhönnuð.  Plan vs Actual var mælikvarðinn.  Nýlega opnaði nýtt skýli og settur var í gang umbótahópur.  Ef unnið er á væng þá eyðir flugvirkinn ekki lengur tíma í að sækja varahluti, allt er til staðar.  Stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.  Á lagernum er allt skannað inn og út þ.e. ekkert týnist lengur því rekjanleikinn er algjör.  Þessi vinna er búin að standa yfir í 5 ár; hver fyllir á skápinn sem flugvirkjar nota? Hvar fær hann tilteknar vörur? Þetta er flókið en skemmtilegt.   Nýtt þjálfunarsetur var tekið í notkun sem þjálfar flugliða, töluverður fjöldi fer í gegn á hverju ári.  Þar er fullkomin aðstaða til þjálfunar og stöðlun með 5S.  Umbótastarf er ekki bara að kortleggja og endurhanna ferli heldur koma auga á sóun í ferlum og verklagi, að endurbæta vinnustaðinn og keyra verkefni.  Mikilvægt er að tengja umbótastarf við gildi og ávinning. 

En hvað virkar ekki? Það virkar ekki að byrja strax á því sem er dýpst í verkfærakistunni.  Mikilvægast er að sjá stóru myndina, PDCA, af hverju erum við að þessu? Stuðningur lykilmanna e lykilatriði ef þeir eru ekki um borð þá er eins hægt að gleyma verkefninu, Að viðurkenna ekki mistök virkar ekki heldur.  Það er svo mikill lærdómur í því sem fer úrskeiðis.  Skammtímahugsun virkar ekki, umbótastarf er langtímahugsun, fjárfesting í framtíðinni.  Lean teymi er lykilatriði til að samræma og deila þekkingu.  Hlusta – Sjá – Tengja. 

 

Helga sagði að það væri fyrst og fremst fyrirtækjamenning sem kallar á sérstakan leiðtogastíl.  Árið 2011 ákvað Arion banki að fara þessa leið, vegferð A+ sem er Lean leið.  Þegar mest var voru 12 manns í teyminu en nú eru þau 5.  Þannig hefur þekkingin breiðst út um fyrirtækið.  Haldið er í grunninn á þessari aðferðafræði sem eru 5 linsur; rödd viðskiptavinar, skilvirk starfsemi, árangursstjórnun (mælikvarðar), skipulag, hugarfar og hegðun.  Farið er markvisst í gegnum hverja deild, byrjað var á útibúunum, síðan í aðalbankann og að lokum í innri endurskoðun.  Innleiðingin er mikilvægust.  Starfsemin er greind.  Dæmi um áætlun er 18 vikna ferli. Undirbúningur, greining, hönnun, innleiðing og eftirfylgni.  Þegar farið er í innleiðingu er stillt upp ákveðnu teymi og unnið er algjörlega í verkefninu á meðan, ekkert annað.  Farið var yfir hlutverkið, undirbúninginn.  Mikilvægt er að lean-teymið þekki hvað er verið að vinna á hverjum stað.  Alltaf er heyrt í viðskiptavinum bæði innri og ytri.  Allir hafa rödd og eitthvað til málanna að leggja, á hvað á að leggja áherslu á og lagðar eru fram tilgátur.

Upplýsingagjöf er mikilvægur þáttur í innleiðingarferlinu.   Daglegir töflufundir A plús teymis ásamt tengilið frá sviðið.

En hvað er mikilvægt að hafa í huga varðandi innleiðingu á Lean? Í fyrsta lagi 1. Skuldbinding stjórnenda 2. Þjálfun 3. Verkáætlun og eftirfylgni 4. Auðlindir og upplýsingamiðlun 5. Lean verkfærakistan (velja þarf hvað hentar á hverjum stað?) í þjónustufyrirtækjum þarf minna af tólum en í framleiðslufyrirtæki. 

En hvað virkar?  Vera á staðnum, læra af reynslunni og vera ekki hræddur við að breyta, læra af reynslunni litlir sigrar fyrirmyndir skipta máli (gríðarlega mikilvægt), gefa öllum tækifæri, reynslusögur, velja verkefni sem selur,

Allir fái tækifæri til að tjá sig og byggja ákvarðanir á staðreyndum.  Lean teymi Arion banka heyrir undir mannauðssvið bankans sem heyrir undir skrifstofu bankastjóra.  Þau ætla sér að verða deild sem er stefnumiðaður samherji, þau þekkja starfið mjög vel og eru frábærir ráðgjafar að gera businesinn betri.  Lean snýst allt um fólkið og það er vegferðin sem Arion banki er á.  Verkefnið verður aldrei búið, Arion banki er lærdómsfyrirtæki, „Þetta er langhlaup og við erum bara rétt að byrja“.  

Stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR

Faghópar um fjármál fyrirtæka og lean straumlínustjórnun héldu í morgun fund í OR sem fjallaði um stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR.  Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR fjallaði um umbótavinnu á uppgjörsferlinu og hvernig verklagi hefur verið breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð. 

Bryndís byrjaði á að kynna hring Deming sem er grunnurinn í allri vinnunni Plan Do Check Act En af hverju var farið í verkefnið? Ástæðurnar voru að 1. Stjórnendur vildu fá rekstraruppgjörin fyrr 2. Bæta rýni á uppgjörum og tryggja gæði uppgjörsins 3. Bæta samskipti og upplýsingaflæði 4. Minnka sóun í ferlinu 5. Skjala uppgjörsferlið 6. Þjálfa þátttakendur í umbótum 7. Minnka yfirvinnu starfsmanna.  Forsendurnar fyrir því að verkefnið heppnaðist var að fá mikilvægan stuðning frá forstjóra, fá utanaðkomandi ráðgjafa til þess að halda utan um verkefnið, góð samvinna með endurskoðendum, allir í sama liði með sama markmið og öguð vinnubrögð. 

En hverju var breytt?  Öll uppgjör byrja á upphafsfundum og enda með rýnifundum, bæði hjá OR og með endurskoðendum.  Settir vor upp tékklistar með ábyrgðaraðilum o tímamörkum.  Haldnir eru reglulegir töflufundir þar sem farið er yfir stöðuna á tékklistunum.  Merkt er með rauðu og grænu eftir því hver staðan er.  Í ársuppgjörinu er listi yfir allar skýringar með skilgreindum ábyrgðaraðilum og krækju í vistuð gögn sem rekja má í skýringuna.  Bryndís sýndi dæmi um verkefnalista á töflufundum.  Annar var verkefnisskema ársuppgjörs og hinn var með ábyrgð, áætluð skil og raunveruleg skil.  PDCA hringurinn er alltaf notaður.   Rekstraruppgjör eru mánaðarleg og heildaruppgjör á 3ja mánaða fresti. Stöðufundir eru núna staðlaðir með KPMG þar sem farið er yfir spurningar frá þeim og svör/gögn afhent daginn eftir.  PBC listar koma frá KPMG með ábyrgðaraðilum og tilvísun í göng.  Listanum er skipt í tvennt og eru gögn ýmist tilbúin í október og 10.febrúar, það skapar vinnufrið og þá eru öll gögnin tilbúin.  OR man eftir að fagna og bakar köku með skreytingunni „Það stemmir 2015 eða 2016“. 

Staðan í dag er sú að ársuppgjör er nú birt tæpum mánuði fyrr en áður. Lokað er 14.hvers mánaðar í stað 22.hvers mánaðar. Skýringum við árshlutauppgjör var fækkað. Nú gefst tími til þess að rýna uppgjörin og stjórnendur hafa meiri tíma til að rýna tölurnar. Samvinnan hjá teyminu er mun meiri og allir þekkja sitt hlutverk.  Stemningin er frábær og munað eftir að fagna.  Allir vinna sem eitt teymi og þetta er uppgjör allra starfsmanna.  Samvinna við endurskoðendur er mjög góð, rekjanleiki gagna betri, vandaðri vinna.  Góðar og gagnlegar athugasemdir frá endurskoðendum og tækifæri til umbóta sóun.

Það allra besta er að yfirvinna hjá uppgjörsteymi hefur minnkað um 68% vegna vinnu við ársuppgjör (7 starfsmenn sem allir eru á heildarlaunum) sem samræmist markmiðum félagsins um fjölskylduvænan vinnustað og einu af stefnuverkefnum okkar sem heitir „Draumavinnustaðurinn“.  

Alltaf jafn mikill áhugi á lean umbótavinnu

Faghópur Stjórnvísi um Lean hóf veturinn á  árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar, fundurinn var haldinn í KPMG. Fjallað var um hvað felst í umbótastarfi Lean.  Þórunn M. Óðinsdóttir ráðgjafi og formaður stjórnar Stjórnvísi fór yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Þórunn tók fyrir raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðferðirnar.  

Lean kemur upphaflega frá fyrirtækinu Toyota þar sem ríkti mikil nýsköpun. Þeir tóku bandarískar aðferðir, aðlöguðu þær að japanska kúltúrnum og úr varð Lean.  En kjarninn í lean er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir.  Þórunn fór yfir 7 tegundir sóunar: 1.bið 2.gallar 3.hreyfing 4.flutningur 5.offramleiðsla 6.birgðir 7.vinnsla og yfir mikilvægi þess að mannauðurinn upplifi að gerðar séu kröfur um árangur. 

Í allri starfsemi fyrirtækisins þarf að leita að umbótatækifærum með birgjum og starfsmönnum.  Umbótatækifæri liggja í ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnaháttum, starfsumhverfi og tengingu við birgja og viðskiptavini. 

 

Ætlast er til að það séu gerð mistök í umbótavinnunni.  Lykilhugtökin í lean eru 1. Stöðugar umbætur 2.flæði 3. Sóun 4. Gæði 5. Stöðlun  ofl. Þórunn fór einnig yfir VMS töflur og sýndi fjölda taflna frá ýmsum fyrirtækjum.    
 

Reynsla og hringborðsumræða varðandi Lean Vinnurými - War Room - Obeya

Faghópur um Lean hélt í morgun fund í HR sem fjallaði um Lean vinnurými (War room, Obeya) en slík vinnurými bjóða  upp á sérstakan stað og tíma fyrir samvinnu og samráð í lausnamiðaðri vinnu, er ætlað að létta á tregðu sem getur verið í samskiptum milli deilda eða innan skipurita. Aðgengileg sjónræn stjórnun með öllum þeim upplýsingum sem nauðsynleg eru til að klára verkefni á fljótlegri og skilvirkari máta. 

Svanur Daníelsson hjá Munck Íslandi, Andrea Ósk Jónsdóttir hjá Arion og Kristjana Emma Kristjánsdóttir hjá Arion deldu reynslu sinni af því að setja upp og vinna verkefni í slíkum rýmum.  Svanur fjallaði um stjórnherbergi Munck en fyrsta herbergið sem þeir bjuggu til var í hellisheiðavirkjun.  Í herberginu var sett um kort af svæðinu, base line áætlun sem innihélt hvað ætti að verka, verklýsing, 3ja mánaða áætlun, 3ja vikna skipulag, hömlutafla til að sýna ef eitthvað hamlar því að þú getir haldið áfram í þínu verki – sett er ábyrgð á verkið að því ljúki sem fyrst, skipurit og tengiliðir, helstu teikningar byggingar og lagnaleiðir, undirstöðuskrá og öryggismál.  Sýndar voru myndir af uppsetningu herbergisins og einnig af herbergjum frá Þeistareykjavirkjun, Mánatúnio.fl.  Sama fyrirkomulag er þar, kort af svæðinu o.þ.h. Fundarfyrirkomulagið er þannig að einn stýrir fundinu, þátttakendur eiga að vera upplýstir um sitt hlutverk á fundinum.  Reynslan er sú að þátttakendur eru betur upplýstir, verkefni ganga betur tímalega og kostnaðarlega, stjórnendur fá betri yfirsýn, minnkar álag á stjórnendur og þátttakendur verða að eiga ábyrgðina.

Þær Andrea Ósk og Kristjana Emma frá Arion hafa verið að gera tilraunir með War room í Arion banka.  Í Arion banka er stríðsherbergi þar sem sett er upp risa miðaveggur með tímalínu, ábyrgðaraðilum og verkþáttum.  Stundum flytja lykilaðilar í stríðsherbergið.  Yfirleitt er þetta notað i stórum verkefnum og ef verkefnið kallar á mikla samvinnu.  Tekið var dæmi um úthýsingu á rekstri tölvukerfa Arion banka. Fyrsta skrefið var að halda vinnustofu, hverju þurfum við að huga að? Innput var fengið og 280 atriði komu fram.  Síðan var herbergi tekið frá í 7 herbergi og það sett upp í vörður.  Verkþættir fyrir eina vöru í einu var sett á vegg.  Málaflokkur og ábyrgðaraðilar lóðrétt, í dag, í vikunni og komandi vikur lárétt.  Haldnir voru daglegir morgunfundir.  Á töflunni var sett:  „Nýtt inn“ (í þennan póst mátti setja hvað sem er og var þetta það fyrsta sem tekið var fyrir á fundunum), „lokið“ (sett í excel), „ákvarðanir og sigrar“ og „mikilvægar dagsetningar“.   Áhættumat var framkvæmt og aðgerðum bætt við miðavegg sérmerkt.  

En hvað reyndist vel?  Daglegir morgunfundir, því ótrúlega margt leystist, allir upplýstir um stöðuna, góðar umræður, alltaf rétta fólkið til staðar og tími í lok fundar fyrir fólk til að ræða saman.  Dálkurinn „nýtt inn“ reyndist líka vel því þá gleymdist ekkert lengur í tölvupósti.  Mikið gerðist á stuttum tíma og fókusinn hélst.  En hvað var erfitt?  Stærsta áskorunin var að stjórna morgunfundunum og að ná öllu því sem þurfti að fara yfir.  Kristjana fór síðan yfir verkefnið „Opnun útibúa á Keflavík“.  Í því verkefni voru settir upp 8 straumar og snerti verkefnið flest öll svið innan bankans.  Áskorunin var samvinna straumanna, vinna verkefnið innan ákveðins tímaramma.  Í upphafi var sett upp verkáætlun og yfir 400 verkþættir komu.  Allt var sett upp í stórt excelskjal til að raða og sjá tímaröð verkefnanna.  Verkáætlunin innihélt einnig lykildagsetningar.  Sérherbergi var tekið undir verkefnið þar sem 4 starfsmenn unnu stöðugt í verkefninu og allir verkefnafundir fóru fram í herberginu. Töflufundir voru í hverri viku 1 klst. með öllum straumstjórum.  Hver straumur var með sitt svæði þar sem skrfaðir voru niður þeir verkþættir sem átti að vinna í hverri viku.  Aðrar upplýsingar á töflunni voru lykildagsetningar, tímalína, heildar verkáætlun, verkefnaskipulag.  Áskoranir og umbætur skráðar.  Notaðar voru alls konar merkingar til að auka sjónræna stjórnun og yfirsýn.  Gulur, rauður og grænn.  Einnig notaðir þumlar sem sýndu upp og niður.  Betra heldur en að lesa.   

Kostir og gallar umbótavinnustofu, reynslusögur stjórnenda.

Umbótavinnustofur, eða Kaizen Blitz, er eitt af verkfærum Straumlínustjórnunar sem sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér. Í örstuttu máli felst aðferðin í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið um að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu. Á fundi faghóps um Lean í HR í morgun voru fyrirlesararnir þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Sveinn Valtýr Sveinsson, yfirverkefnastjóri í rekstrarráðgjöf hjá Ernst & Young. Þau deildu sínum reynslusögum frá umbótavinnustofum. Hvað hefur virkað vel og hvað ekki? Eftir kynningarnar var tími fyrir umræður þar sem áheyrendum í sal gefst tækifæri til að spyrja spurninga og ráða.
Sveinn Valtýr segir Lean vera hugarfræði og engin ein formúla til fyrir hvernig Lean er innleitt. Reynslu sína sækir Sveinn m.a. til starfa sinna hjá Rio Tinto. Mikilvægt er að skilgreina vandamál áður en farið er í að leysa það. Oft vantar að skilgreina vandamál nægilega vel. Miklu máli skiptir líka hvernig hópurinn er valinn og að lokum að tímasetja þ.e. upphaf og endi. Í hverjum hóp eru bæði dúerar og farþegar. Dúerarnir eru fólk sem skilar einhverju til verkefnisins og farþegar eru þeir sem hafa ekki neitt fram að færa. Þægileg hópastærð er 3-5. Kaizen vinnustofur standa í 3-5 daga og stíga aðilarnir þá alveg úr sínu starfi. Mikilvægt er að hafa ferilseiganda. Rio Tinto notar Lean sig sigma í öllum sínum vinnustofum. Byrjað er að skilgreina(define), measure(mæla), analyze(greining improve (bæta) og control(viðhalda). Kaizen Blitz eða Practical problem solving. Þá er hópur stofnaður utan um lítil verkefni u.þ.b. 5 klst. Vandamálinu er líst og fylgt eftir. Varðandi að stofna hóp um stærri verkefni er oft langur undirbúningur vegna þess að losa þarf fólk úr sínum störfum.
Kristjana Kjartansdóttir kynnti fyrir okkur hvernig OR er samsett. ON selur rafmagn, Veitur starfa í sérleyfisrekstri og deila vatni, Gagnaveita Reykjavíkur selur gagnamagna og OR er móðurfélagið. Kristjana sagði að þau hefðu viljað velja fyrsta Kaizen verkefnið og það var barátta milli deilda hver fengi fyrsta verkefnið. Gildi OR er framsýni, hagsýni og heiðarleiki og það er Lean. Þegar búið var að fara í gegnum fyrstu umbótavinnustofuna (kaizen). Tilgangur með vinnustofum er alltaf tvíþættur 1. Leysa vandamál og bæta árangur 2. Þjálfa þátttakendur. Skoðuð er núverandi staða, horft á draumaferli, framtíðarferli, verkefni skilgreind sem liður í innleiðingu á framtíðarferli og árangur metinn. Til að tryggja að verkefnið festist í sessi þá þarf að festa ferilinn. Alltaf er þristurinn notar A3. Hvert er vandamálið, hver er orsökin, hvernig er hægt að mæla þetta ferli. Plan, Do, Check, Act, Kristjana fór yfir verkefni sem tókst að leysa á 3 klst. sem var endurgreiðsla inneigna. Gagnkvæmur skilningur á verkefninu óx. Þetta leiddi til tímasparnaðar í þjónustunni, sparnaðar í greiðslubókhaldi og stóraukinni þjónustu við viðskiptavininn. Hvað er verið að skoða, fyrir hvern er vinnan unnin, hvaða virði er í vinnunni og hver er útkoman. (PDCA). Núverandi ferli eru gulir miðar, hvað er að bögga þig bláir miðar, umbótahugmyndir. Nokkur dæmi sem hafa verið unnið eru að uppgjörsferlið var stytt um einn mánuð. Í fyrstu atrenu var kortlagning og skráð hvernig ferlið væri að virka, ávinningurinn sást strax í því að þau gátu farið í sumarfrí og ekkert hringt í þau á meðan. Þau spurðu um hvers vegna var verið að gera 6 og 9 mánaða uppgjör. Það var enginn að kalla eftir þeim og því var hætt. Þannig spöruðust 60 dagar í vinnu. Kristjana ræddi líka verkefni sem ekki hafa gengið jafn vel. Ástæðan er jafnvel sú að ekki var skilgreint nægilega vel hvert væri vandamálið. Þú lagar ekki óstjórn með því að bæta feril. Eitt verkefni var að stefna að 0 slysum. Öryggishandbókin var ekki vandamál en öryggisstefna var ekki að skila sér. Farið var í að skoða hvernig stefnan hríslast niður til stjórnenda. Núna eru 10 verkefni í gangi sem þessu tengist. Enn eitt verkefnið var Rýni stjórnenda, þar voru spöruð 40 dagsverk hjá framkvæmdastjóra á ári því mikið var um upplýsingar sem enginn var að óska eftir. Að lokum fjallaði Kristjana um hvað stjórnendum OR finnst um lean? Helstu svör voru þessi: Bætt öryggi, þekking og stöðugar framfarir o.fl.

Lean Ísland ráðstefna í Hörpu 17.mars 2017

Stjórn faghóps um Lean vekur athygli á Lean ráðstefnu í Hörpu 17.mars 2017
http://leanisland.is skráning er á: www.leanisland.is
Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi. Þar færðu að heyra það helsta úr heimi stjórnunar hvort sem um er að ræða straumlínustjórnun, gæðastjórnun, breytingastjórnun eða ferlastýringu svo dæmi séu tekin.
Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Danske Bank, BBC, Ölgerðinni Orkuveitunni, Volvo Thomas Cook og fleiri.

Hvort sem þú ert í þjónustu eða framleiðslu, stjórnandi eða sérfræðingur, byrjandi eða lengra komin, í banka eða opinbera geiranum, þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi á Lean Ísland ráðstefnunni og námskeiðum í Lean Ísland vikunni.

Verkefnastjórnun og Lean - Samantekt í kjölfar viðburðar

Föstudaginn 28.október héldu þeir Svanur Daníelsson og Jónas Páll Viðarsson frá LNS Saga, fyrirlestur um Lean og verkefnastjórnun. Fyrirlesturinn var einmitt sameiginlegur fyrirlestur faghópa Lean og verkefnastjórnunar.

Erindið fjallaði um notkun og nálgun LNS Saga á verkefnastjórnunarverkfærinu LPS (Last Planner System) sem styðst við Lean hugmyndafræðina. LPS er sjónræn stjórnun verkefna sem færir ábyrgð skipulags á framkvæmdaraðilann og gerir honum þannig kleift að skipuleggja sínu vinnu með sínu teymi, mæla árangur og safna tölfræðilegum gögnum um vankanta skipulagsins til umbóta.

Töluverður áhugi var á erindinu og mættu um 80 manns í Háskóla Reykjavíkur. Spurningar í lok erindis voru einna helst um kostnaðartengingu og með hvaða hætti er haldið utan um upplýsingar og mælikvarða.Í stuttu máli sagt, þá er innleiðing LNS Saga ekki komin það langt að byrjað sé að greina sparnað í verkefnum við notkun kerfisins heldur liggur það beinast við að kerfið ýtir undir betra skipulag og minni sóun, sem skilar sér alltaf peningalega. Þá er einnig vert að nefna að teymisvinna verktaka og undirverktaka verður betri. Þá verður upplýsingagjöf til verkkaupa einnig sýnilegri á verkfundum þar sem vikuleg verkáætlun er ávalt sýnileg og uppfærð á s.k. morgunfundum daglega.

Þetta verklag er í raun hægt að yfirfæra á hvaða verkefnateymi sem er og þá er einnig möguleiki á að ákveða tíðni töflufunda eftir þörfum og mikilvægi verkefna.

Á morgunfundum í verkum LNS Saga er farið yfir öryggismál, hvernig gærdagurinn gekk, hver eru markmið dagsins í dag og þá er einnig rætt um hvort það sé eitthvað á þessum tímapunkti sem gæti mögulega haft áhrif á skipulag morgundagsins. Með þessu er m.a. reynt að sporna við sjö tegundum sóunar (gallar, offramleiðsla, flutningar, hreyfing, biðtími, ofvinnsla, lager). Þá er einnig haldið utan um sérstaka hömluskrá ef stærri áhættuþættir eru fyrir hendi.

Varðandi utanumhald þá hefur LNS Saga tekið saman tölfræði í heimagerðum Excel skjölum en það er þó algjörlega opið með hvaða hætti upplýsingar og mælikvarðar er sett fram fyrir LPS aðferðafræði. Það fer eingöngu eftir stærð og tegund verkefnis, hvernig því er best háttað.

Lean - áhersla á að bæta flæði

Mikill fjöldi var á fundi Lean faghópsins í morgun í KPMG. Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og starfsmaður KPMG hóf kynninguna á góðri kynningu á Stjórnvísi. Þórunn var í hópi þeirra sem stofnuðu faghóp um Lean hjá Stjórnvísi og var formaður hópsins í nokkur ár. Hún var í varastjórn félagsins og er nú í aðalstjórn þess. Þórunn segir Lean Management vera hugmyndafræði. Kjarninn er að veita viðskiptamanninum nákvæmleg þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir með því að virkja alla starfsmenn til stöðugra umbóta. Þórunn tók góða dæmisögu um muninn á umferðaljósum og hringtorgum. Umferðaljósin stjórna en hringtorgin setja stjórnina á bílstjórana sem aka í umferðinni.
Til er frábær tékklisti til að sjá hvar við bætum flæði sem Þórunn nefnir 7 tegundir sóunar. 1 „Bið“. Bið er sóun. 2. Gallar; gallar eru t.d. tölvupóstur sem er ekki nægilega skýr. Upplýsingar sem eru ekki nægilega skýrar. 3. Hreyfing (þrátt fyrir að hreyfing sé góð þá þarf að passa upp á að hún sé ekki of mikil). 4. Flutningur (prentari sem er staðsettur á annarri hæð en viðkomandi er) Passa þarf sig á að vera ekki með sóun í því að láta fólk vera að hlaupa upp og niður. 5. Offramleiðsla. Það er þegar verið er að framleiða of mikið af gögnum, upplýsingum. (passa sig á að hlaða ekki of miklum upplýsingum á fólk) einungis senda það sem þarf. 6. Birgðir. Birgðir er tölvupóstur sem bíður eftir að vera svarað, rusl í tunnu 7. Vinnsla. Vinnsla er þegar tólin og tækin eru ekki nógu góð þannig að við þurfum að vera að gera miklu meira en þarf. Stundum eru tölvurnar orðnar of hægar eða kerfin virka ekki nægilega vel.
En síðan er það mannauðurinn. Vannýttur mannauður eru starfsmenn sem eru ekki að fá að njóta sín sem best. Þau vantar þjálfun og þarna liggja mikil tækifæri. Ástæðan getur verið að álagi er ekki rétt dreift, starfsþróun vantar.
Hvar er biðtími á heimilinu; uppþvottavélin er biðtími vegna þess að leirtau er sett í vask eða við vél því hún er að þvo.
Í lean er leitað að umbótatækifærum í allri starfsemi fyrirtækisins; ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnarháttum, starfsumhverfi og tenginum við birgja og viðskiptavini. Í lean er líka áhersla á að stytta tímann frá því að fyrirtæki þarf að greiða fyrir vörur sínar þar til að það fær greitt frá viðskiptavininum. Ætlast er til að gerð séu mistök í vinnunni? Lykilhugtök við umbótavinnu eru 1.stöðugar umbætur 2. Flæði 3.Sóun 4.Gæði 5.Stöðlun 6. „Pull system“. (t.d. í prenthylkjum setja miða þegar þau eru keypt á næst aftasta þar sem stendur „panta meira“.) Í lean eru tvenns konar viðskiptavinir, innri og ytri. Ef ég afhendi einhverjum eitthvað hvort heldu er innan/utan vinnustaðarins þá er hann orðinn viðskiptavinur af t.d. gögnum.
Í leanheiminum er fullt af aðferðafræðum. VMS töflur er yfirleitt það verkfræði sem byrjað er að nota. Töflurnar eru gott fyrirbæri til að byrja á. Þeir sem eru komnir lengst vita nákvæmlega hvað skiptir máli að sé mælt daglega. Þá funda allir einu sinni á dag í 15mín. Tekin er staða á lykilatriðum, skoða hvort við erum græn,gul eða rauð. Mikilvægt er að finna réttu mælikvarðana og að upplýsingar að baki þeim séu réttar. Mikil vinna fer stundum í upphafi í að vinna gögnin að baki mælikvörðunum. Mikilvægt er að hafa árangurslista og muna eftir að hrósa. Langflest fyrirtæki koma frekar illa út úr hrósi og því er mikilvægt að setja upp hrósblað. Kanban tafla - hún sýnir flæði verkefna. Dæmi: Undirbúningur - hönnun (á að halda áfram) - útboð/samningar (ef haldið er áfram er farið í útboð, ef það er samþykkt þá er gerður samningur)-framkvæmd-í uppgjöri - árangur. Kanban tafla er til að gera sér grein fyrir hvert verkefnið okkar er. Töflurnar gefa einstaka yfirsýn á meðan að excel-töflurnar eru oft gríðarlega flóknar. Virðing fyrir starfsfólki felst m.a. í því mikilvægi að geta rætt á opin og hreinskilin hátt um stöðuna eins og hún er. Value Stream Mapping - umbótavinna á ferlum. VSM er notað þegar fyrirtækið er komið langt. Þetta er umbótavinna á ferlum. Mesta áskorunin fyrir fyrirtæki er þegar verið er að skoða hvar er hægt að vinna í ferlum. Kaizen: Kai=taka í sundur ferli og breyta Zen: íhuga, gera gott. 5S-aðferðafræði. Hún byggir á að taka til, flokkað dót sem ekki þarf að nota og það sem við þurfum. Þetta er tiltektin. Síðan fer alltaf allt í drasl. Því þarf að staðla hvar á skila hverjum hlut, hvert og hvenær. Ef þetta eru göng er gengið frá þeim strax, innan dagsins, innan mánaðarins? 5S=1.sort 2.stabilize 3.shine 4. standardize 5.sustain. 5S á við alls staðar. Þórunn endaði fyrirlesturinn á einstaklega skemmtilegum leik sem fékk alla til að skilja hversu mikilvægt umbótatæki Lean er.

Lögreglan er þjónustustofnun ekki valdastofnun.

Þrír faghópar Stjórnvísi, lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu vel sóttan sameiginlegan fund í morgun í HR sem fjallaði um hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean? Fyrirlesarar voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Dröfn Birgisdóttir sagði að nýjar rannsóknir staðfesti að þeir sem nýta sér þjónandi forystu auka skilvirkni starfsmanna og þar með hagnað. Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem þjónandi leiðtoginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að geta verið leiðtogi þarf 1. Að hafa skýra sýn 2. Að hafa góða sjálfsþekkingu vegna þess að hún eykur sjálfstraust og gefur öryggi til gagnrýni. Leiðtoginn þarf því ekki að vera í sviðsljósinu heldur getur leyft öðrum að skína. 3. Einlægur áhugi á hag og hugmyndum annarra. Þjónandi leiðtogi er ekki sammála öllum hugmyndum en hann hlustar. Lean er kjörið tól sem ýtir undir sköpun. Hjá Toyota var gefin út bók um hvernig á að nota Lean og þar var ýtt undir að nota þjónandi forystu. Birna Dröfn fór yfir rannsókn sem hún hefur verið að vinna að. Þar er teiknað upp ferli og skoðað hvernig áhrif vinnan er að hafa á starfsmenn þ.e. andlega líðan þeirra. Áhersla er lögð á hag heildarinnar og skoðaðir samanburðarhópar. Strax sést að það að setja áherslu á hag heildarinnar og hugsa um líðan þeirra hefur mikil áhrif því þeir hópar komu með miklu betri lausnir. Sérstök áhersla var lögð á að lean-teymin færu og fengju álit allra áður en ákvörðun yrði tekin um eitthvað. Það að starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim eykur sköpunargleðina.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Sigríður hóf starfsferilinn sinn sem skattstjóri á Vestfjörðum sem var dýrmæt reynsla. Fókusinn hennar þegar hún hóf störf hjá Lögreglustjóra til að gera sýnilegar breytingar var að vera í svartri skyrtu í stað hvítrar, opin hurð í stað lokaðrar, önnur hæð í stað fimmtu svo dæmi séu tekin.
Áskoranir embættisins eru betri þjónusta fyrir minna skattfé, kynslóðamunur innan raða starfsmanna og hjá þjónustuþegum, þekking starfsmanna hefur aukist hratt, meiri kröfur um hraða þjónustu og mikið magn upplýsinga sem vinna þar úr, jafnvel í mörgum löndum, fjallað er um mál opinberlega á sama tíma og þau eru til meðferðar. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Þjónandi forysta er gallharður stjórnunarstíll. Lean er umbótastjórnun eða stjórnunaraðferð sem beislar reynslu og þekkingu starfsmanna. Frumkvöðlaandi endurvakinn og innleiddur í fyrirtæki eða stofnun til umbóta og breytinga.
Lean byggir á mjög einföldum hlutum, snýst um að treysta því að samstarfsfólkið geti sinnt sínu starfi og betrumbætt það Markmiðið er að tryggja að allt sem starfsmaðurinn geri sé virðisaukandi Lögð er áhersla á verkefnastjórnun, mælingar á markmiðum og dreifingu á ábyrgð. Lean bætir fundarstjórnun, upplýsingaflæði innan og milli deilda, bætir yfirsýn yfir verkefni deildarinnar, tryggir að verkefni séu unnin, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar starfsánægju og bætir eftirfylgni með verkefnum.
Breytingar eru erfiðar. Eðli breytinga er þannig að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. Stöðugar umbætur eru eðlilegar. Jafnréttismál eru mikilvæg hjá lögreglunni, er hægt að gera eitthvað öðruvísi. En hvað er framundan hjá lögreglunni? T.d. styrkja kynferðisbrotadeild, ný aðgerðarstjórnstöð í Skógarhlíð, innleiðing lean, vinnustaðasalfræðingar, bæða virka hlutstun og upplýsingaflæði o.m.fl.

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki.
Eitt af því sem skiptir viðskiptavini Icelandair mestu máli er „stundvísi“ þ.e. að áætlun flugfélagsins standist. Til þess að greina „Stundivísi“ félagsins var farið í gegnum aðferð - Ishikawa. Farið var í gegnum ferlið frá upphafi. 1. Teikna inn lykilþætti í ferlinu 2. Tímamælingar (áhafnir, verkþættir) og önnur gögn. 3. Við hvern lykilþátt voru verk sett inn sem hafa áhrif. 4. Umræður um leiðir til úrbóta.
Við þessa aðferð hittast innri viðskiptavinir.Best var að nota tússtöflur og skrá alla ferla. Hjá Icleandair hafa CPO og DCO skilgreindar leiðir skv. stöðlum. Allar minnstu breytingar sem eru gerðar varða mikinn fjölda starfsmanna hjá hlutaðeigandi. Í vinnustofunni komu út hvorki meira né minna en 90 aðgerðir. Þær voru forgangsraðaðar í a,b,c. Ákveðið að fara strax í a og b. Síðan var farið í að framkvæma aðgerðalistann.
Markmiðið var mjög skýrt og mælingar á hverjum degi þ.e. stundvísi Icelandair Alltaf er send út skýrsla og skoðað hvers vegna seinkun er ef hún verður. Hlusta, sjá, tengja, skilja er mikilvægt og eftirfylgni er ein mikilvægasta áskorunin, þannig kemur lærdómurinn. Fjölgunin er orðin svo mikil í Leifsstöð að fjölga þurfti fjarstæðum. Farþegar fara með rútu um borð í stað þess að ganga út í vél. Sama leið var farin fyrir áhafnir.
ISAVIA kom inn í verkefnið sem opinber aðili. Ein stök aðgerð var sett í vinnslu. Fylgt var reglunum fjórum: verk (keyra), tengsl, flæðileiðir, umbætur. Samskipti við áhafnir, IGS, rútur. Isavia tók þátt í umbótum, uppsetningu á skjá við D15, settu inn Zone á skjáina, gott samstarf innri viðskiptavina. Öll keyrsla á áhöfnum verður flutt í ákveðna byggingu inn í flugstöðinni til að spara tíma, þetta er langtímahugsun. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir þá sem eru að vinna að því að laga ferla að prófa ferilinn sjálfir, þá sést hvort búið er að innleiða hann. Það er svo mikilvægt að staðla hlut því þá auðveldast svo mikið öll vinna. Að byggja undir frekari umbótahugsun á vinnustað er gríðarlega mikilvægt. Prímusmótor í innleiðingu Lean eru yfirmenn. Icelandair keyrir alltaf á PDCA (plan-do-check-act) sem eru grunnur umbótastarfs, hugsun og nálgun verkefna. A3, hluteigandi aðilar er með í mótun og framkvæmd verkefna. Sýnileg stjórnun, stýring verkefna og sem hluti af ferli. Gemba (tala beint við fólk) - efla og skapa tengsl. Ræða við fólk og fá sammæli um bestu aðferðir, hugmyndir. Draga saman hugmyndir og tengja saman í kerfi. Kaizen, hlutaðeigandi aðilar, afmörkuð verkefni, heildarmynd, þjálfun með þátttöku, „Hafa áhrif á mína vinnu“. Niðurstaðan er sú að „Aðlaga lögmálið að fólkinu en ekki fólkið að lögmálinu.

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Lean héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið var yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum. Fundurinn var frekar óhefðbundinn en Ketill Berg reið á vaðið og kynnti samfélagsábyrgð. Samfélagsábyrgðarhugtakið tengist sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun flest í því að við erum að nýta gæðin í dag, félagslegar og náttúrulegar, þannig að komandi kynslóðir gangi beint að þeim.
Það sem hefur náðst er að mæla árangur fyrirtækja. ISO 26000 er leiðbeiningarstaðall, ekki vottunarstaðall, skjal sem tryggir að allir hafi sama skilning á því hvað samfélagsábyrgð er. Samfélagsábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið. Einhver fyrirtæki leggja áherslu á umhverfismál á meðan önnur leggja áherslu á persónuöryggi. Hagaðilar eru: viðskiptavinir, birgjar, eigendur, þjóðfélag, starfsfólk, fjárfestar og náttúran. Huga þarf að allri keðjunni þegar talað er um „frá króki að disk“ og átt er við fisk. Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir. Þetta er risastórt verkefni. Samfélagsábyrgð er fallegt orð en það það er hætta á því að fyrirtæki blekki neytendur. Fyrirtæki þarf engan veginn að vera fullkomið í samfélagsábyrgð en það þarf að setja niður mælanleg markmið. En hvernig getur hver og einn haft áhrif? Er til stefna?

Næst tók við Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Expectus. Straumlínustjórnun er safn hugmynda og aðferðafræði. Allt er miðað við þarfir viðskiptavinarins. Unnið er eftir skilvirkum hætti og verið að rýna út frá skilvirkni. Jafningjastjórnun, sjónræn sem krefst aga og stöðugra umbóta. Horft er á virðiskeðjuna alla leið út frá skilvirkni og reynt að eyða sóun. Verkefni eru stöðugt rýnd, hvað getur við gert betur? Saman myndar þetta menningu, þ.e. sameiginlega upplifun fólks, í lagi er að gera mistök, við erum stöðugt að læra. Þegar verið er að horfa á strauma er verið að horfa á hvað viðskiptavinurinn er að upplifa, hvernig er flæðið og hvernig vinnum við saman. Hvað er nauðsynlegt og hvað er ekki nauðsynlegt? Straumlínustjórnun er ekki hlutverk, gildi, stefna eða markmið. Fyrirtæki eru með hlutverk og stefnu og mynda sér gildi. Gildin eru svo djúpstæð og hafa áhrif á svo margar ákvarðanir. Markmið eru svo skoðuð reglulega. Síðan er t.d. straumlínustjórnun og 4DX nýtt til að ná rauntölum. Menning er samheiti yfir hegðun og hugarfar. Lean er ekki markmið í sjálfu sér heldur aðferð. ÁTVR segir að samfélagsábyrgð sé partur af hlutverki sínu. Þannig fer það inn í stefnuna, gildin og markmið. Þannig tekst það. Ekki er nægjanlegt að setja merkimiðann. Orð eru til alls fyrst.
Hvernig er hægt að nýta mælikvarðana fyrr í fyrirtækjum. En hvernig er hægt að mæla samfélagsábyrgð? Verið er að mæla jafnlaunavottun sem er samfélagsábyrgð eða jafnrétti. Blandaðir hópar skila betri ábyrgð. Það er mikilvægt að átta sig á því að það eru rekstrarlegir mælikvarðar, fjármála, starfsánægju of.l. sem starfsfólkið sjálft hefur áhrif á. Ef við náum að tengja það sem við gerum dags daglega við fjárhagsárangur þá skiptir það máli. Lean er ekki viðskiptastefna heldur rekstrarstefna. Það þarf að samvefja Lean og samfélagsábyrgð stefnu og gildi starfsmanna fyrirtækja. Ef allir í fyrirtæki skilja um hvað það snýst að vera ábyrgari í samfélagsmálum þá gengur innleiðingin betur. Auðvelt er t.d. að setja upp í mælikvarða sóun matvæla. Nú eru nokkrar verslanir farnar að bjóða matvæli sem eru að renna út í stað þess að farga þeim. Í dag þurfum við að geta lifað gildin okkar í vinnunni líka, ekki lifað tveimur aðskildum lífum. Hverjum dytti í hug að nota stöðugt plastmál heima hjá sér? Hvernig ætlum við að vera heil og sönn? Hvað skiptir þig mestu máli? Spyrja þarf um af hverju erum við að fara að gera þetta, hver er ávinningurinn? Hvað þýðir að vera ábyrgur? Hvernig eru starfsmenn virkjaðir betur? Mikilvægt í samfélagsábyrgðinni er að horfa ekki bara á Ísland heldur á heiminn sem einn stað. Mikilvægt er að hver og einn finni að hans framlag skipti máli. Mötuneyti getur sett um mælikvarða varðandi sóun o.fl.

Skipurit sem styður við umbætur

Faghópur um Lean hélt í morgun fund í Marel þar sem framleiðslan fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og sagði framleiðsluteymið frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að. Í dag starfa 210 starfsmenn í framleiðslunni.
En hvernig nálgast Marel umbótaverkefni í framleiðslunni og hvernig styður skipuritið við umbætur?
Framtíðarsýn framleiðslu og aðfangastýringar Marel er að gera Marel kleift að þróa, koma á markað, selja og þjónusta lausnir, vörur og þjónusta með því að: Afhenda íhluti, vélar og kerfi á réttum tíma, í réttum gæðum og með réttum kostnaði. (ná tilsettum afhendingartíma sem uppfyllir væntingar markaðarins með skýrum ferlum, samvinnu og bættum samskiptum sem auka heildaryfirsýn Marel.) Veita vöruþróun stuðning í vöruþróunarferlinu og vera leiðandi á sviði framleiðslutækni með áherslu á heildarkostnað eignarhalds. Skapa hvetjandi lærdómssamfélag með þverfaglegum teymum og ríkri umbótamenningu þar sem fólki finnst gaman að vinna innan framleiðslunnar og þróa sig í starfi.
Gamla skipuritið var þannig að sjö framleiðslustjórar störfuðu á jafn mörgum sellum. Þeir báru sem dæmi ábyrgð á production planning, production orders, contact with sale, delivery date, lead time, contact with designers, contact with subcontractors, kpi´s , staffing (hiring/fire, annual staff conversation).
Í nýju skipuriti var húsinu skipt upp í fjögur cluster og framleiðslustjórum fækkað í þrjá. Starfsmenn hverrar sellu hittast þrisvar í viku í 10 mínútur á scrum fundum. Framleiðslustjórar bera ábyrgð á ferlum þó svo að starfsmenn eigi þá. Farið var yfir helstu þætti MMS og umbótamenningu. Á hverjum ársfjórðungi er gefinn út bæklingur um umbótaverkefni.
Tekið var dæmi um nýlegt umbótaverkefni. Greint var flæðið í sellunni þ.e. hvert fólk gekk innan sellunnar til að sjá hvar væri möguleikar til umbóta. Fólkið í sellunni sá um verkefnið, markmiðið var að bæta flæðið og vinnuaðstöðuna. Starfsmenn sjálfir komu með niðurstöðuna hvernig mætti bæta ferilinn. Núna stofna starfsmenn og loka framleiðslum. Samsetning á vöru fór úr 2 klst. í 45 mínútur. Markmiðið er að takmarka sóun, að íhlutir séu fyrir hendi. Reglulegir fundir eru haldnir þar sem gefin er upp staða verkefna. Þar er farið yfir hvernig staðan er og hvort einhver áhætta sé framundan. Eitthundrað og tuttugu manns starfa í vöruþróun í Marel í Garðabæ í dag. Framleiðslan styður mikið við vöruþróun.

Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla

Áhugaverður fundur var haldinn á vegum faghóps um Lean hjá innleiðing hjá Plain Vanilla í dag. Á fundinum var fjallað um "Agile" hugmyndafræðina og tekin dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina. Í Agile er 1.mælt 2.dreginn lærdómur 3. byggt upp af reynslunni. Hjá Plain Vanilla er alltaf einn "Team Leader" sem sér til þess að öllum líði vel. Hann stýrir ekki teyminu heldur hjálpar þeim að vera teymi. Í QuizUp eru engin leyndarmál og reynt að hafa allt opið. Reynt er að vinna þannig að unninn sé einn biti í einu. Reynt er að gera eins lítið og þeir komast upp með og skoðað hvort það gengur. Ef það gengur þá er hægt að halda áfram og leggja meiri vinnu í verkið. Gera alltaf eitthvað lítið, mæla, skoða gá hvort það gengur upp. Mæld er líðan starfsmanna mjög reglulega. Starfsmenn nota ekki e-mail, það hentar þeim ekki. Nota pair-programming. Þá eru alltaf tveir saman, annar er að slá inn og hinn fylgist með, síðan er skipst á. Mob programming , þá eru kannski tveir að prógramma og fimm fylgjast með. Tíu manna teymi er of stórt, þess vegna eru þau höfð minni en tíu. Rannsóknir sýna að ef fullt af fólki er á fundi þá eru líkur á að það segi ekkert ef það talar ekki fyrstu 5 mínúturnar, þess vegna er yfirleitt byrjað á að fá alla til að spjalla. Stundum koma hlutirnir fullhannaðir inn í teymin. Kúltúrinn er að allir megi prófa allt. Kúltúrinn er þannig að þegar nýir starfsmenn byrja þá er spurt: Jæja hvað getur þú gert fyrir okkur. Hvað ætlarðu að kenna okkur. Hér er ekki sagt hvernig eigi að gera hlutina heldur hvað eigi að gera. Nauðsynlegt er að hafa þverfagleg teymi.

Kynntu þér spennandi dagskrá Lean á næstunni

Stjórn faghóps um Lean vill vekja athygli á þessum einstaklega áhugaverðum viðburðum sem eru framundan og hvetja félagsmenn til að bóka sig sem fyrst.

  1. febrúar 2016 · 08:30 - 10:00
    Þetta er Lean
    • Pétur Arason, rekstrarverkfræðingur og Global Innovation Program Manager hjá Marel, þýddi á dögunum metsölubókina This is Lean eftir Niklas Modig og Par Ahlrström. Á þessum fundi ætlar Pétur að segja frá megininntaki bókarinnar. Það var ekki tilviljun að þetta skuli vera fyrsta bókin um Lean sem þýdd er yfir á íslensku. Bókin hefur öðlast miklar vinsældir enda er hún einstaklega aðgengileg og auðlesin og mjög góð fyrsta bók um Lean.
    Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/772
    1. febrúar 2016 · 15:00 - 16:30
      Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla
      Um hvað snýst þessi "Agile" hugmyndafræði? Við skoðum Agile í tiltölulega víðu samhengi (þ.e. ekki bara í tilliti til hugbúnaðargerðar) og tökum svo dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina. Þú bókar þig á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/770
  2. mars 2016 · 08:30 - 10:00
    Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja.
    Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum. Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/769
  3. mars 2016 · 08:30 - 10:00
    Lean startup - Hvað er það?
    Í þessum fyrirlestri mun Viktoría Jensdóttir fara yfir hvað hún lærði á ráðstefnunni Lean Startup sem hún fór á í Nóvember 2015.
    Lean startup er aðferðafræði sem hefur verið notuð af frumkvöðlum til þess að koma nýjum vörum og þjónustu út á hraðan hátt en með réttum gæðum. Hugmyndafræðin hefur þó einnig verið notuð af stærri og eldri fyrirtækjum til þess að vera sneggri á markað með nýjar vörur. Í þessari ferð heimsótti hún einnig Google, Pivotal Labs og Virginia Mason.
    Farið verður yfir eftirfarandi á fundinum:
    • Hvað er Lean Startup?
    • Key learning points.
    Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/767

  4. mars 2016 · 08:30 - 10:00
    4DX markmið Ölgerðarinnar - Eyðum sóun
    Á þessum fundi ætlar Óskar Ingi Magnússon, Lean sérfræðingur hjá Ölgerðinni að segja okkur frá niðurstöðum úr 4DX vinnu sem Ölgerðin hefur verið að vinna að sl. ár þar sem markmiðið var að eyða sóun. Bókanir á http://www.stjornvisi.is/vidburdir/768
  5. apríl 2016 · 08:30 - 10:00
    Skipurit sem styður við umbætur
    Framleiðslan í Marel í Garðabæ fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og ætlar framleiðsluteymið að segja frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að.
    Eftirfarandi spurningum verður svarað:
    • Hvernig nálgumst við umbótaverkefni í framleiðslunni?
    • Hvernig styður okkar skipurit umbætur?
    Þú bókar þig á fundinn á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/766

LinkedIn síða Lean faghóps Stjórnvísi

Stjórn Lean faghóps Stjórnvísi vill benda meðlimum og öðrum áhugasömum á að nú hefur verið stofnuð LinkedIn síða fyrir hópinn. Þannig getum við í stjórninni verið í nánari samskiptum við ykkur, hægt verður að skiptast á og deila áhugaverðu efni tengdu Lean, s.s. ráðstefnur, greinar og viðburðir framundan á sviði Lean, meðlimir geta komið með hugmyndir af viðburðum, umræður og margt fleira.

Endilega skráið ykkur í hópinn, hér má finna hlekk á síðuna: https://www.linkedin.com/groups/8442466.

Bestu kveðjur,
Stjórn faghóps um Lean.

Á annað hundrað manns mættu á fyrsta Lean-fund vetrarins í morgun.

Á annað hundrað manns mættu á fyrsta fund vetrarins sem haldinn var í Eimskip í morgun á vegum Lean faghóps Stjórnvísi. Formaður faghópsins Kamilla bauð fundargesti velkomna, kynnti spennandi dagskrá faghópsins í vetur og sýndi glæsilegt myndband af sögu Eimskipa. Fyrirlesarinn Þórunn M. Óðinsdóttir kynnti á sinn einstaka hressilega hátt hugmyndafræði Lean. Í Lean er viðskiptavinurinn alltaf í fyrsta sæti. Starfsmenn skilgreina hvaða vöru eða þjónustu er verið að veita? Ferlahugsun er einstaklega skýr. Heildarferlið er tekið, unnið er að stöðlun, sérfræðingarnir innan fyrirtækisins sem vinna vinnuna eru þeir sem staðla. Unnið er að stöðugum umbótum. Þórunn tók dæmi frá Nóa Síríus þar sem unnin hafa verið mörg góð umbótarverkefni. Í Lean eru stöðugar umbætur, ekkert er komið til að vera. Það er eðlilegt að vera stöðugt að þróa. Umbætur eru tvenns konar; ómarkvissar og hins vegar markvissar.
Í Lean er þátttaka allra starfsmanna virkjuð. Þórunn nefndi að í Alcoa er 20% alls tíma starfsmanna varið í þjálfun og umbætur. Starfsmenn er hvattir til að spyrja stöðugt: „Af hverju eru hlutirnir gerðir svona?“ Þegar þeirri stemningu er náð verða stöðugar umbætur. Þórunn tók dæmi um prenthylki. Gott er að setja miða á síðasta prenthylkið þar sem stendur „panta 10 stk. prenthylki“. Þar með er ferlið orðið virkt og alltaf öruggt að til séu prenthylki. Hringtorg eru dæmi um aðstæður þar sem hægt er að taka ákvörðun um hvort ég ætla að keyra eða ekki. Það gera umferðaljós hins vegar ekki, þar fer maður keyrir einfaldlega áfram þegar ljósin skiptast. Á okkar vinnustöðum eru fullt af umferðaljósum. Þórunn kynnti sjö tegundir sóunar: 1. Bið (skoða hvar eru biðtímar og minnka þá) 2. Gallar 3. Hreyfing 4. Flutningur 5. Offramleiðsla 6. Birgðir 7.Vinnsla. Stundum er rætt um áttundu tegundina sem er sóun á mannauðs en hún er í raun inn í öllum hinum sjö tegundum sóunar. Í Lean fyrirtækjum aðstoða allir alla og óhætt er fyrir starfsmenn að viðurkenna að þeir kunni ekki ákveðna hluti eða þurfi aðstoð. Í Lean fyrirtækjum er ætlast til að gerð séu mistök, umbótaverkefni geta ekki öll heppnast. En af hverju er Lean hugmyndafræðin svona vinsæl? Vegna þess að viðskiptavinurinn fær það sem hann bað um, starfsmenn og stjórnendur fá notið sín og allt hefur þetta jákvæð áhrif á heildarafkomuna

4DX stendur fyrir Four Disciplines of Execution.

Faghópur um Lean hélt í dag áhugaverðan fund í Ölgerðinni þar sem fjallað var um innleiðingu á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni. Byrjað var á að útskýra hvað felst í hugtakinu Lean. Hjá Ölgerðinni starfar Lean fagráð sem forgangsraðar stjórnun verkefna. En hvað hefur verið gert? Farið hefur verið í kredit verkefni þar sem markmiðið er að stytta biðtíma viðskiptavina eftir að fá endurgreitt. Fræðsla hefur verið stóraukin um Lean og starfsmönnum boðið upp á stutta fræðslufundi. Viktoría frá Skiptum hefur haldið stuttar kynningar sem hafa mælst vel fyrir.
Stóra markmið Ölgerðarinnar á síðasta ári var að auka framlegð um 10% og starfsmenn Ölgerðarinnar eru afskaplega stoltir af að hafa náð því. Í framhaldi af heildarmarkmiði voru settar upp orrustur en þær felast í því hvað þurfi að gera til að ná heildarmarkmiðinu. Ein orrustan var engin slys, með því að fækka slysum eykst framlegð starfsmanna. Sett voru markmið um aukinn veltuhraða. Vikulega hittast hóparnir, sett eru upp skorkort og hver einasti starfsmaður á sérstakan mælikvarða sem tengist heildarmarkmiðinu. Einnig eru mynduð teymi. Allir 40 stjórnendur Ölgerðarinnar fengu vottun í hugmyndafræðinni. Keyrt er á tölfum með mælikvörðum og hugmyndum og notaðar eru VMS töflur þ.e. töflur með límmiðum. Hvert teymi á sína eigin töflu. Stoðsvið eiga stundum erfiðara með að setja sér markmið og tengja sig en öllum hefur tekist að setja sér markmið. Stoðsvið hafa sett sér markmið sem tengjast innri viðskiptavinum þ.e. þeim starfsmönnum sem þeir þjóna. Tölvudeildin hefur t.d. náð mun betri árangri í að flýta þjónustu við starfsmenn. Hegðunarbreytingin er mikil og starfsmenn taka sýnilegan þátt. Expectus vann að innleiðingu 4DX með Ölgerðinni. Næsta markmið Ölgerðarinnar er að minnka sóun um 500 milljónir króna. Fjármáladeild Ölgerðarinnar hefur sett sér það markmið að einbeita sér að því að auka rafræna reikninga. Lean snýst um að útrýma sóun, ISO hjálpar til við að viðhalda umbótum og 4DX er ramminn sem heldur utan um vinnuna; Plan - Do - Check - Act. Fókuspunktur ársins er 4DX.

Tvö áhugaverð námskeið framundan á sviði straumlínustjórnunar

Stjórn faghóps um Lean - Straumlínustjórnun vekur athygli á eftirfarandi námskeiðum:

Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur
Hefst: 25. febrúar.
Verð: 249.000 kr.

Námið er sérstaklega hannað með stjórnendur í huga. Farið verður yfir hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst sem stjórntæki í fyrirtækjum og hvernig tengja má lean við stefnu fyrirtækja. Námið hentar sérstaklega þeim sem vilja styðja sérfræðinga við lean innleiðingu í fyrirtækjunum sínum. Hugtök og megininntök aðferðanna verða kynnt og farið verður yfir hvernig eigi að hefja innleiðingu og hvað þurfi til að ná árangri.

„Að gera sífellt betur í rekstri og stjórnun, er krafa dagsins - ekki hvað síst í rekstri stofnana ríkisins. Þar á viðskiptavinurinn ætíð, eðli máls samkvæmt að vera í fyrirrúmi og ferlar einfaldir. Straumlínustjórnun hefur því um nokkurt skeið verið til skoðunar hjá okkur í Tryggingastofnun. Það varð þó ekki fyrr en undir handleiðslu Péturs Arasonar á námskeiðinu Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur að hlutirnir fóru að gerast. Þar fengust skýr svör við flóknum spurningum okkar og góð leiðsögn um hvernig standa mætti að innleiðingunni. Framundan eru því spennandi umbótatímar hjá stofnuninni. Takk fyrir okkur!
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.

Hér getið þið séð nánari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Opna háskólans í HR.
http://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/straumlinustjornun-fyrir-stjornendur/

VMS töflur (Visual Management System) - ein af grunnaðferðum Straumlínustjórnunar
Hefst: 25. febrúar.
Verð: 25.200 kr.

Nú þegar eru mörg fyrirtæki byrjuð að nýta sér sýnilega stjórnun (e. Visual Management System) til að efla umbótavinnu og ná frekari árangri í daglegri starfsemi sinni. Það á jafnt við um skrifstofu- og framleiðsluumhverfi en mismunandi er hvaða útfærslur henta mismunandi vinnustöðum. Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu útfærslur á VMS töflum. Þátttakendur verða virkjaðir til að setja upp sýnishorn af töflu á námskeiðinu og örstuttur töflufundur verðu haldinn. Hugmyndafræði straumlínustjórnunar verður í forgrunni og talsvert rætt um hana.

Hér getið þið séð nánari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Endurmenntunar.

http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/152V15

Áhugavert námskeið: LEAD WITH LEAN

Stjórn faghóps um Lean vekur athygli á þessu námskeiði: LEAD WITH LEAN

Michael Ballé í Háskólanum í Reykjavík dagana 26.- 27. nóvember

Fyrirlestraröð 26. nóvember

Í þessari fyrirlestraröð mun Michael Ballé fara yfir fjórar grunnspurningar sem þarf að svara þegar fyrirtæki vinna með straumlínustjórnun (e. lean management).

  1. Hvað gerir „lean fyrirtæki“ samkeppnishæfari en önnur fyrirtæki?

Markmið: Að skilja viðskiptatækifærið á bak við lean.

  1. Hvað er sérstakt við straumlínuhugsun?

Markmið: Að skilja hvernig á að elta þau viðskiptatækifæri sem felast í lean.

  1. Hvernig færðu fólkið í lið með þér?

Markmið: Að sjá hvernig hægt er að innleiða lean í öllu fyrirtækinu.

Markmið: Að skilja hver upphafsreiturinn er.

Fyrirlestrarnir eru allir sjálfstæðir en mynda saman eina heild sem gefur góða heildaryfirsýn yfir hvernig

stjórnendur og sérfræðingar geta unnið með lean í fyrirtækjum sínum. Fyrsti fyrirlesturinn er sérstaklega

miðaður að stjórnendum sem taka ákvarðanir um hvort innleiða eigi lean eða ekki.

Hægt er að skrá sig á fyrirlestur eitt eða alla fyrirlestraröðina

í heild sinni. Fyrirlestur eitt kostar 40.000 kr.

Fyrirlestrar 1-4 kosta 75.000 kr.

Tími:

Fyrirlestur 1: kl. 8:30-10:00.

Fyrirlestrar 1-4: kl. 8:30-17:15.

Gold Mine vinnustofa 27. nóvember

Upplifið umbreytingarferli með lean aðferðum í dagslangri vinnustofu. Á þessari vinnustofu verður farið í leik

sem Michael Ballé hefur þróað. Leikurinn gerir þátttakendum kleift að upplifa hvernig það er að vinna með

sensei (japanskt hugtak yfir fólk sem hefur yfirburða þekkingu og reynslu í lean) í gemba (staðnum þar sem

Tími: Miðvikudagur 26. nóvember á milli kl. 8:00-15:30.

Verð fyrir báða dagana (fyrirlestraröð og vinnustofu): 125.000 kr.

Gemba ganga með Michael Ballé

Lean gerist þar sem virði verður til og sá staður er kallaður gemba á japönsku - en spurningin er hvað gerist

á þessum stað þar sem virðið verður til? Taktu gemba göngu með Michael Ballé þar sem hann mun sýna og

útskýra hvernig lean gerist og birtist í gemba:

Áhugasöm fyrirtæki sem eru komin af stað með lean geta fengið Michael í heimsókn í virðisgöngu

Verð: 200.000 kr. á klukkustund en fer eftir umfangri heimsóknar.

Skráning: Skráning á fyrirlestraröð, vinnustofu og gemba göngu fer fram í gegnum netfangið value@muda.is

Scrum - leynivopnið

Scrum - leynivopnið til að ná aukinni framleiðni.
Baldur Kristjánsson, ráðgjafi hjá Advania mikill áhugamaður um Agile, Lean o.fl. bauð félaga velkomna. Hann fjallaði um Agile og hvað Scrum þýðir fyrir Lean heiminn. Einnig um lögmálin á bak við Scrum og fjallaði einnig um reynslu sína og hvernig það er notað utan tæknigeirans þ.e. hugbúnaðarþróun.
Ástæðan fyrir að það er kallað leynivopn er sú að það hefur ekki verið fjallað um Scrum í viðskiptafræðibókum. Steave J. sem skrifar í Forbs segir að ánægja viðskiptavina skipti öllu máli og gildin. Fyrirtækin sem vaxa hvað hraðast í dag er þau sem nota Scrum en Scrum var byrjað að nota af nördum. Tækið nýtir hraða, stöðuga nýsköpun.
Agile er regnhlífarheiti yfir verkfæri (venjur og prinsipp) sem eru útbreidd í vöruþróunarstarfsemi, sérstaklega í tæknigeiranum. Meginstoðir Agile er að unnið er náið með viðskiptavininum, hafa plan en vera tilbúin að breyta, viðskiptavinurinn geti skipt fljótt um skoðun og mikil áhersla er lögð á fullunna vöru. Agile kemur úr tæknigeiranum en Lean alls staðar. Lean er alltaf að finna nýjar leiðir til að beita í hugbúnaðarþróun. Flaggskip allra banka, síminn, advania, menia o.fl. eru í þessu. Agile skilar skv. könnun 2012 þrisvar sinnum betri árangri í verkefnum en Waterfall. En hvað eiga Agile/Scrum og Lean sameiginlegt? Áhersla er á stöðugar umbætur PDCA (Plan - Do-Check-Act). Sérfærðingum er treyst til að taka til sín verkefni og vinna vinnuna, þ.e. verkefnaröð er forgangsraðað.
Scrum: product owner er sá , scrum masterinn kemur á ferli og óbreyttir sérfræðingar hafa engin föst hlutverk, geta gengið í verk hvers annars t.d. prófarar o.fl. Pull=teymið velur það sem er framkvæmanlegt að gera og skipuleggur tímaramma=sprett. Í lok sprettsins eru haldnir 2 fundir, tékka vöruna og vinnulagið (kaizen). Product owner er talsmaður viðskiptavinarins og á alltaf að vera með hagsmuni viðskiptavinarins í huga, hann skilgreinir verkefnið og byggir um sameiginlegan skilning, svarar hvað er í gangi og er sérfræðingurinn í að skilja hvað notandinn vill. Hann þekki starfsemina og honum er treyst, þarf ekki að spyrja neinn.
Scrum masterinn er servant leader. Hjálpar teyminu að ná hámarksafköstum með því að leiðbeina teyminu í að beita verkfærum Scrumaðferðarinnar. Heldur ferlinu og taktinum gangandi, lóðsar fundi og viðburði og forðar teyminu frá truflunum.
Teymið eru óbreyttir sérfræðingar, það eru öll þrjú hlutverkin. Verkefnin flæða á milli. Dæmi eru um að hægt sé að taka heilt hús í gegn á helmingi minni tíma ef notuð er Scrum aðferð. Húseigandinn er þá product owner og iðnaðarmennirnir nota Scrum og verða öflugt teymi, skipuleggja sig þá allir sjálfir.
Product Backlog er listi yfir allt sem þarf að gera, getur verið á gulum miða, í excel að hverju sem er. Einn raðaður listi yfir allt sem teymið á að taka sér fyrir hendur í náinni framtíð, engir persónulegir verkefnalistar og engar faldar verkefnaraðir t.d. í tölvupósthólfum. Product owner hefur yfirumsjón með þessum lista. Sprettir eru tímasett vinnulota oftast 1-4 vikur. Hefst með sprint planning (skipulagning), velja inn verkefni, brjóta niður í verkþætti o.fl. Í Scrum er daglegur fundur, sami tími og staður á hverjum degi. Hvað er ég búin að ná að gera síðan síðast, hvað mun ég gera þangað tilnæst, hvað er að hindra mig eða hægja á mér.
Sprint Review er opinn framvindufundur. Hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Hvað var ákveðið að gera í sprettinum, hvað af því tókst, hvað af því tókst ekki, hvað kom óvænt upp á, sýning á tilbúnum afurðum og opin umræða.
Sprint retrospective byggir á Kaizen, eru stöðugar umbætur og framfarir sem leiða til stórfellldra framfara til lengri tíma litið. Scrum Master er ábyrgur fyrir að haldið sé rétt á fundarferlinu.
The Art of doing twice the work in half the time er frábær bók. Þar er stillt upp að Scrum byggi á nokkrum lögmálum. 1. Timabox og takur 2. Teymisvinna, 3.ruðningur hindrana, 4. forgangröðun, 5.raunsæ áætlunargerð og 6. ánægðir starfsmenn.

  1. Tímabox og takur. Verið er að beisla tímann sem er takmörkuð auðlind. Umfangið má fljóta en tíminn er fastur. Ef við erum að halda áætlun á fundi, þá eru settar ákveðið margar mínútur á hvern lið. Þannig virkar fundarstjórnun.
  2. Teymisvinna. Bestu teymin hafa sameiginlegan tilgang sem er stærri en einstaklingarnir sem mynda það. Menn vinna saman og vinnan flæðir eðliglega á milli liðsmanna. Teymisvinna er æðra form samvinnu, t.d. eins og gerist hjá listamönnum , uppspretta þess að menn læra hvor af öðrum og fá beint í æð. En miklu flottara kemur út úr þessu. Þetta gerist líka í teymisvinnu, men þora að koma með hugmyndir og vera skotnir niður.
  3. Scrum og sóun. Kemur beint frá Lean. Mesta sóunin felst í að hoppa milli verkefna. „Multitasking makes you stupid“. Hálfkláruð vinna er sambærileg við of stóra lagera, háleit markmið eru hvetjandi en fráleit ekki, mikil sóun er í eyðublöðum, föstum fundum, reglum og stöðlum nema það sé nauðsynlegt. Spyrja sig alltaf hver er ávinningurinn af vottuninni. Fólk sem er með yfirgang og ásakanir þarf að stoppa af því tilfinningalegt umrót sem setur fólk í uppnám heilu dagana valda sóun. Sumir framkvæmdastjórar eru jafnvel þannig og það er mikilvægt að ræða við slíkt fólk og jafnvel láta það fara.
  4. Forgangsröðun. Setja á blað allt sem er fyrirséð að þurfi að gera. Velja þau verk sem eiga að era í forgangi, búa til raðaðan lista úr því. Forðast biðraðir, henda því sem kemst ekki að. Í gamla ferlinu voru breytingar óæskilegar, en í scrum er lögð áhersla á fríar breytingar. Mörg fyrirtæki nota tól sem heitir Tira og er það lang vinsælast, RB, Valitor,Icelandair, Advania o.fl. nota Tira. (Tira-agile).
  5. Ánægja. DRIVE. Ánægðir og hamingjusamir starfsmenn njóta almennt meiri velgengi á vinnustað (ekki öfugt) - betri ákvarðanir og hugmyndir. Aukinn sýnileiki stuðlar að aukinni ánægju - leynimakk stuðlar að óánægju. Samspil ánægju áhuga og afkasta. „Open company - no bullshit“. Endilega skoða myndband á youtube frá Daniel H.Pink. Frjálsræði, menn hafi frelsi til að vinna með þeim vilja og á þann hátt sem þeir vilja, meistaraverkeferð, tilgangur : þessir þrír þættir eru mikilvægastir fyrir einstaklinginn.
    Scrum gengur út á að þróa tilbúna vöru. Getur verið viðburður, frugerð að hlut, ferli, teikning. Eitt stærsta fyrirtæki í heimi skaffar sæti í bíla, það notar scrum til að teikna sætin. NPR - ríkisútvarp USA notar þessa aðferð til að búa til útvarpsþætti, gott að nýta í námskeið eða kennslu. Kennarinn verður product owner, nemendur nota spretti, námsmarkmið eru sett, verkefnið er lesið, spjallað saman og þessu líkur ekki fyrr en allir í teyminu hafa lágmarkskunnáttu. Þetta rífur upp nemendur, hentar vel öllu. Scrum kemur úr Rugby - liðið kemur saman, vinnur sem teymi.
    Netfang Baldurs Kristjánssonar er : Baldur.kristjansson@advania.is

VMS-tölfur - námskeið á vegum EHÍ

VMS (Visual Management System) töflur - ein af grunnaðferðum Straumlínustjórnunar
Skrá mig
Mörg fyrirtæki hér á landi eru farin að nýta sér Sýnilega stjórnun (e. Visual Management System) til að efla umbótavinnu og ná frekari árangri í daglegri starfsemi sinni. Á það jafnt við um skrifstofu- og framleiðsluumhverfi en mismunandi er hvaða útfærslur henta mismunandi vinnuumhverfi.

Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu útfærslur á VMS töflum, þátttakendur verða virkjaðir til að setja upp sýnishorn af töflu á námskeiðinu og örstuttur töflufundur verðu haldinn. Hugmyndafræði Straumlínustjórnunar verður í forgrunni og talsvert verður rætt um hana í leiðinni.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvað sýnileg stjórnun er.
• Helstu útfærslur VMS taflna.
• Hvaða útfærslur eru helst notaðar í mismunandi vinnuumhverfi.
• Hvernig töflufundir fara fram.
• Hvaða árangri er hægt að ná fram með sýnilegri stjórnun.

Ávinningur þinn:
• Aukin þekking á sýnilegri stjórnun.
• Aukin þekking á helstu tegundum VMA taflna.
• Aukin færni til að meta hvers konar útfærsla á töflu gæti mögulega hentað þínu vinnuumhverfi.

Fyrir hverja:
Alla stjórnendur, millistjórnendur, verkefnastjóra og aðra sem hafa áhuga á VMS töflum, hugmyndafræði Straumlínustjórnunar og eru stöðugt að leita tækifæra til að gera vinnustað sinn enn betri.

Hvenær:
Mán. 20. okt. kl. 8:30 - 12:30.
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.

Kennari(ar):
Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar. Þórunn hefur unnið sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, aðstoðað fjölda fyrirtækja við umbótavinnu og að taka fyrstu skrefin í Straumlínustjórnun. Hún hefur þjálfað starfsmenn til að stýra stærri og smærri umbótaverkefnum og stjórnendur til að ná betri töku á Straumlínustjórnun og fylgt fyrirtækjum eftir í innleiðingu á Straumlínustjórnun. Áður starfaði Þórunn sem skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og kennari frá árinu 1997.

Fjölmenni á fyrsta fundi Lean faghópsins

Það var fjölmenni á fyrsta fundi Lean faghópsins þegar Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi hélt kynningu á grunnatriðum Lean í HR í morgun. Hátt í 90 manns mættu og var afar ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga málefnið vakti, sérstaklega í ljósi þess að þetta er fjórða árið í röð sem Þórunn heldur kynningu um þetta efni í upphafi vetrar á vegum Lean faghópsins. Farið var yfir hugmyndafræðina í stuttu máli, s.s. að allir í fyrirtækinu leitist markvisst að því að eyða sóun og skapa það virði sem viðskiptavinurinn vill, ferlin eru notuð til stöðlunar og markvisst sé leitað að umbótatækifærum í þeim, mikilvægi stöðugra umbóta með virkri þátttöku allra starfsmanna en ekki bara stjórnenda og allt skipulag og öll ferli séu byggð upp á ,,pull‘‘ í staðin fyrir ,,push‘‘ þannig að vörurnar eða þjónustan er toguð út úr ferlunum í staðin fyrir að verið sé að þrýsta þeim áfram með tilheyrandi sóun. Þá var farið yfir nokkrar helstu aðferðirnar sem fyrirtæki hér á landi eru að nota og dæmi tekin um árangur sem náðst hefur með þessari hugmynda - og aðferðafræði. Gefinn var góður rómur af kynningunni sem samanstóð af glærum, spjalli og svo skemmtilegum leik í lokin. Þetta var hressileg byrjun á starfsemi Lean faghópsins í vetur og eru allir hvattir til að mæta á næsta viðburð hópsins í Orkuveitunni þann 15. Okt kl. 08:30.

Frábær mæting á síðasta viðburð vetrarins

Síðasti viðburður vetrarins hjá Stjórnvísi heppnaðist með eindæmum vel þegar um 60 manns mættu á kynningu sem Marel bauð Lean faghópnum í heimsókn í morgun. Tekið var á móti hópnum með glæsilegum veitingum og að þeim loknum hélt Patrick Karl Winrow, Production manager, kynningu á Pilot verkefni sem verið er að vinna með Flokkaraliði 4 í framleiðslunni. Kynningin hófst á sýningu á mjög áhugaverðu myndbandi sem Marel bjó til um Lean og notað er innanhúss til þjálfunar starfsmanna. Að því loknu var sagt frá verkefninu sem felur í sér sá hópur sem býr til vélar fyrir kjöt, kjúkling og fisk fékk fullt umboð og stuðning til umbóta og var afar skemmtilegt að sjá hversu langt hópurinn hefur náð á ekki lengri tíma. Hópurinn setti upp sellufyrirkomulag með áherslu á hraða og one piece flow, notar skemmtilega útfærslu af VMS töflu til að stýra daglegri vinnu og umbótaverkefnum, lætur eftirspurn stýra framleiðslu, hefur unnið nokkur stærri umbótaverkefni og er m.a. að gera tilraunir til að nota flögg til að gefa til kynna ef flæðið er ekki skv. áætlun. Talsverð þjálfun hefur átt sér stað og er skemmtilegt að segja frá því að hópurinn hefur m.a. nýtt sér kynningar Lean faghópsins á markvissan hátt til að læra auk þess að hafa fengið að fara í heimsókn í nokkur fyrirtæki. Í lok kynningarinnar var gefinn góður tími til spurninga þar sem Patrek, fyrirliði teymisins og teymið sjálft sat fyrir svörum. Lean faghópurinn óskar öllum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum komandi vetrar.

Takk fyrir veturinn og áhugaverðir Lean viðburðir framundan

Sælt veri fólkið

Ákveðið var að senda frekar út upplýsingar um starfsemi Lean faghópsins í Stjórnvísi með tölvupósti frekar en að halda formlegan aðalfund og hér koma þær:
Í vetur hefur hópurinn staðið fyrir sjö viðburðum sem hefur verið mjög vel tekið, að meðaltali mættu um 60 manns á hverja kynningu. Síðasti viðburður vetrarins verður haldinn fyrstu vikuna í júní þegar Marel býður í heimsókn og segir frá afar áhugaverðu verkefni sem verið er að vinna að í framleiðslunni, skráning hefst í næstu viku.

En heimsóknin í Marel er ekki það eina áhugaverða sem er að gerast í Lean málum fram að vori því þann 19. Maí kl. verður 08:30-11:30 verður haldinn mjög spennandi fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þegar Art Byrne fjallar um Lean frá sjónarhóli æðstu stjórnenda fyrirtækja (sjá viðhengi). Síðan verður Lean Ísland ráðstefnan haldin 21. Maí með mörgum afar áhugaverðum fyrirlestrum og í beinni tengingu við hana verður boðið upp á þrjú heils dags námskeið um Value Stream Mapping, Visual Management System og Releasing time to lead Lean (http://leanisland.is). Svo það er sannkölluð Lean veisla framundan fyrir alla áhugamenn um málefnið. Og þar sem það er svo mikið að gerast í maí þá færum við í lean faghópnum heimsóknina til Fjarðaráls fram á haust.

Stjórn næsta árs er fullmönnuð. Hulda Hallgrímsdóttir kemur til með að taka við af mér og leiða hópinn næsta vetur. Því vil ég nota tækifærið, þakka fyrir skemmtilegt samstarf og hvetja alla í hópnum til að halda áfram að láta stjórnina vita af verkefnum/viðburðum sem gaman væri að segja frá á vegum hópsins.

Bestu kveðjur,
Þórunn M. Óðinsdóttir

Þórunn M. Óðinsdóttir
Stjórnunarráðgjafi
Intra ráðgjöf slf
s: 774-4664
thorunn@intra.is

Vel sótt mannamót í gær á vegum Lean-faghóps Stjórnvísi

Veitingarhúsið Loftið var fullt út úr dyrum af áhugasömum gestum sem komu til að kynna sér Lean á síðasta Mannamóti ársins sem var á vegum Lean faghóps Stjórnvísi. Félagið þakkar þeim fjölmörgu gestum fyrir komuna og fyrirlesurunum Þórunni Maríu Óðinsdóttur Intru og Kristjáni Geir Gunnarssyni Nóa-Síríus hjartanlega fyrir frábær erindi.
Hér má sjá myndir og myndskeið frá viðburðinum

http://imark.is/imark/myndbond/

http://www.imark.is/imark/myndir/2013-2014/?catid=98c9f94a-57ae-11e3-b781-005056867cb9

Stjórn Lean vekur athygli á Straumlínustjórnunarnámi

STRAUMLÍNUSTJÓRNUN
Lean Management Programme
Hefst 10. október (64 klst.)

Kynningarfundur fyrir nám í Straumlínustjórnun verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00 í Opna háskólanum í HR. Boðið verður upp á síðdegishressingu. Skráning á kynningarfund hér.
Heildstætt nám í aðferðafræðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla hefur nú göngu sína í annað sinn í haust. Farið verður yfir sögu og megin inntak straumlínustjórnunar og stöðugra umbóta og sérstaklega skoðað hvernig þessar aðferðir eru innleiddar og hvað þurfi til að ná árangri.
Skráning og nánari upplýsingar

BEYOND BUDGETING

  1. ágúst (7 klst.)
    Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn inn í Beyond Budgeting stjórnunarmódelið og hvernig fyrirmyndar BB fyrirtæki eru rekin án hefðbundinna fjárhagsáætlana.
    Skráning og nánari upplýsingar

STJÓRNUN AÐFANGAKEÐJUNNAR
Supply chain management programme
Hefst 24. september (70 klst.)
Kynningarfundur fyrir nám í Stjórnun aðfangakeðjunnar verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00 í Opna háskólanum í HR. Boðið verður upp á síðdegishressingu. Skráning á kynningarfund hér.
Aðfangakeðjan verður sífellt flóknari og nýjar aðferðir að líta dagsins ljós við það að gera heildaraðfangakeðjuna hagkvæmari. Áhersla verður því lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda á heildarmynd aðfangakeðjunnar. Námið hentar sérstaklega sérfræðingum og stjórnendum fyrirtækja sem starfa á sviði framleiðslu, þjónustu, dreifingar og inn- eða útflutnings.
Skráning og nánari upplýsingar

STJÓRNUN 2.0
Management 2.0
Hefst 21. nóvember (16 klst.)
Á námskeiðinu verða kynntar nýjar og óhefðbundnar stjórnunaraðferðir sem nokkur af fremstu fyrirtækjum heims nota. Aðstæður fyrirtækja og eðli þeirra er allt annað nú en hefur verið sl. 100 ár og því kalla nýir tímar á nýjan hugsunarhátt við uppbyggingu og stjórnun fyrirtækja.
Skráning og nánari upplýsingar

Heildstætt nám í Lean í fyrsta sinn á Íslandi

Núna eftir áramót er í fyrsta sinn boðið upp á heildstætt nám í aðferðum Lean (straumlínustjórnunar) á vegum háskólanna. Þetta er mikill áfangi fyrir okkur Lean áhugafólk en hingað til hefur umfjöllun um Lean í háskólunum verið felld inn í námskeið sem hluti af öðrum námslínum. Haldinn verður kynningarfundur um námið þann 10. janúar kl. 09:00. Hér fyrir neðan er kynning frá HR á náminu.

ÞRÓUN VIÐSKIPTAFERLA - STÖÐUGAR FRAMFARIR

Opni háskólinn í HR býður nú í vor í fyrsta sinn upp á heildstætt nám í aðferðafræðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla.
Kynningarfundur fyrir námið verður haldinn 10. janúar nk. í Opna háskólanum í HR kl. 9.00. Skráning og nánari upplýsingar um kynningarfundinn er að finna á heimasíðu HR. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

NÁMSKEIÐSLÝSING
Markmið námsins er að þátttakendur fái innsýn í hvernig vinna megi að stöðugum umbótum og þróun viðskiptaferla. Með viðskiptaferlum er átt við þau ferli innan fyrirtækisins sem notuð eru til koma virði (vöru eða þjónustu) til viðskiptavina fyrirtækisins.

Skoðaðar verða helstu aðferðir og tól sem notuð eru við þróun viðskiptaferla þar sem sérstök áhersla verður lögð á straumlínustjórnun (e. Lean management) og stöðugar umbætur almennt (e. Continuous improvement). Farið verður yfir sögu og megin inntak þessara aðferða og sérstaklega skoðað hvernig þessar aðferðir eru innleiddar og hvað þurfi til að ná árangri.
Markmið námskeiðsins er jafnframt að sýna fram á hvernig nýsköpun í viðskiptaferlum og stjórnunarkerfi fyrirtækisins er grundvöllur þess að fyrirtækið á árangursríkan hátt geti stundað nýsköpun fyrir viðskiptavini sína.
Nokkrar af þeim aðferðum sem farið verður yfir eru;
• Continuous improvement.
• Visual management.
• Value stream mapping.
• Pull.
• PDCA.
• A3.
• Policy deployment.•
• System thinking.
• Change management o.fl.

LEIÐBEINENDUR
Pétur Arason, M.Sc. í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg 2002. Pétur hefur sl. átta ár starfað hjá Marel sem rekstrarverkræðingur og global manufacturing strategy manager. Sérsvið hans eru straumlínustjórnun (e. Lean management) og aðferðir tengdar ferlastjórnun, umbótum á ferlum og stefnumótun og innleiðing stefnu.

Pétur Orri Sæmundsen, B.Sc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Pétur starfar sem framkvæmdarstjóri Spretts sem sérhæfa sig í ráðgjöf í stjórnun og hugbúnaðarþróun.

Þórunn María Óðinsdóttir, MSc. í stjórnun frá Bifröst. Sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi frá 2007 og hefur einna helst verið að innleiða hugmynda- og aðferðafræði lean management.

Viktoría Jensdóttir, M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Viktoría starfar sem deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össur.

Björgvin Víkingsson, M.Sc. í supply chain management frá tækniháskólanum í Zurich. Björgvin starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.

KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námið er samtals 64 klst. og samanstendur af fjórum tveggja daga lotum. Námið hefst 31. janúar 2013 og lýkur 19. apríl 2013. Hver lota er kennd á fimmtudegi og föstudegi með u.þ.b. mánaðarlegu millibili og fer kennsla fram á milli kl. 9.00-17.00 alla dagana.

Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, hópverkefnum, opnum umræðum, tilraunum/ heimaverkefnum, myndefni og heimsókn í fyrirtæki sem unnið hefur að innleiðingu þessara aðferða í fjölda ára.
Verð: 490.000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni : http://www.opnihaskolinn.is/fagmennt/eventnr/565

Lean - hvatning til stöðugra umbóta

Þórunn María Óðinsdóttir fór yfir grunnatriði Lean á fyrsta fundi faghópsins sem haldinn var í Endurmenntun HÍ og var fjölmennt á fundinum. Í Lean-fyrirtækjum þekkja allir ferlið frá a-ö. Ferlið er ataðlað frá upphafi til enda og allir þekkja sitt hlutverk. Hver og einn starfsmaður í hverju ferli er hvattur til að vinna stöðugt að umbótum. Umbótavinnan felst í að vinna á eins skömmum tíma og hægt er og að allir vinni eins. Þrátt fyrir að starfsmönnum finnist að hlutirnir séu í góðu lagi er alltaf hægt að gera betur. Mesta áherslan er lögð á starfsmenn í Lean-fyrirtækjum. Lean hjálpar fólki á áfangastað. VMS sem er eitt af tækjum Lean er mikið notað hér á landi. Töflurnar hjálpa fyrirtækjum að forgangsraða. Þær gera árangur starfsmanna sýnilegan. Hér má sjá myndir af fundinum:http://stjornvisi.is/vidburdir/369

Mikill fengur fyrir áhugafólk um Lean Management

Þann 2. -4. maí verður sannkölluð veisla fyrir Lean áhugafólk hér á landi. Þá kemur dr. Jeffrey K. Liker hingað til lands, verður einn af aðalfyrirlesurunum á ráðstefnunni Lean Ísland 2012 og býður í framhaldinu upp á þrjú hálfsdagsnámskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Efni námskeiðanna verður eftirfarandi: Why a Long-Term Philosophy is Necessary to Create a High Performance Culture, Engaging People in Lean Transformation og síðast en ekki síst Leaders Leading Lean Transformation.

Það er mikill fengur að fá Liker hingað til lands þar sem hann er eitt af stærri nöfnunum í Lean heiminum í dag. Hann starfar sem prófessor við háskólann í Michigan, stýrir Lean ráðgjafafyrirtæki, starfar sem lean ráðgjafi og fyrirlesari, hefur gefið út 7 bækur um Lean fræðin og hefur margsinnis hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín. Án efa er bókin The Toyota Way: 14 Management Principles from the World's Greatest Manufacturer, þekktasta bókin sem hann hefur skrifað af þeim sjö sem hann hefur gefið út. Samtals hefur hann hefur selt 1,3 milljónir bóka um víða veröld og hafa bækur hans verið þýddar á 26 tungumál.

Frekari upplýsingar er að finna á www.lean2012.is og má þar finna yfirlit og góða lýsingu á dagskránni sem boðið er upp á auk upplýsinga um aðra fyrirlesara á ráðstefnunni. Dagskráin er skemmtilega upp sett og er bæði ætluð byrjendum og lengra komnum í fræðunum sem hentar íslenska lean heiminum afar vel.

Orkuveita Reykjavíkur er stærsti matvælaframleiðandi á Íslandi

Orkuveita Reykjavíkur er stærsti matvælaframleiðandi á Íslandi sagði Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri Orkuveitu Reykjavíkur á Leanfundi í morgun. OR skilgreinir sig í dag sem þjónustufyrirtæki í veiturekstri. Þörfin fyrir einfaldleikann varð þess valdandi að farið var af stað í Lean. Hjá OR ríkir mikil ISO menning. Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur
fór yfir þær miklu skipulagsbreytingarsem OR hefur gengið í gegnum á síðastliðnum misserum. Forsendan fyrir að ferlar virki eru mælingar og fengu fundarmenn að fara í þjónustuver OR og sjá þá mælikvarða sem eru sýnilegir öllum starfsmönnum á töflu.
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.327123237355633.77575.110576835676942&type=1

Á hverju ári eru 72.400 komur á bráðamóttöku LHS

Bráðalækningar eru ung sérgrein í læknisfræði segir Elísabet Benedikz yfirlæknir bráðamóttöku LHS sem tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Elísabet ásamt Hilmari Kjartanssyni sérfræðingi í bráða-og almennum lyflækningum fræddu hópinn um að bráðalækningar einbeita sér að öllum bráðum veikindum og áverkum. Bráðadeild LHS hefur sett upp hjá sér gæðavísa og er dæmi um þá: komufjöldi sjúklinga, innlagnahlutfall og endurkomur. Um allan heim fer fjöldi á bráðamóttöku hækkandi, árið 2002 komu 52.900 á bráðamóttöku LHS og fjölgaði í 72.400 árið 2011. Innleiðing þessarar nýrru sérgreinar bráðalækninga hefur leitt til öflugri hliðvörslu, fækkun innlagna, aukins öryggis og betri þjónustu. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum sem fékk skoðunarferð um alla bráðamóttöku LHS sjá myndir
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.289219851145972.68869.110576835676942&type=3

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?