Þann 2. -4. maí verður sannkölluð veisla fyrir Lean áhugafólk hér á landi. Þá kemur dr. Jeffrey K. Liker hingað til lands, verður einn af aðalfyrirlesurunum á ráðstefnunni Lean Ísland 2012 og býður í framhaldinu upp á þrjú hálfsdagsnámskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Efni námskeiðanna verður eftirfarandi: Why a Long-Term Philosophy is Necessary to Create a High Performance Culture, Engaging People in Lean Transformation og síðast en ekki síst Leaders Leading Lean Transformation.
Það er mikill fengur að fá Liker hingað til lands þar sem hann er eitt af stærri nöfnunum í Lean heiminum í dag. Hann starfar sem prófessor við háskólann í Michigan, stýrir Lean ráðgjafafyrirtæki, starfar sem lean ráðgjafi og fyrirlesari, hefur gefið út 7 bækur um Lean fræðin og hefur margsinnis hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín. Án efa er bókin The Toyota Way: 14 Management Principles from the World's Greatest Manufacturer, þekktasta bókin sem hann hefur skrifað af þeim sjö sem hann hefur gefið út. Samtals hefur hann hefur selt 1,3 milljónir bóka um víða veröld og hafa bækur hans verið þýddar á 26 tungumál.
Frekari upplýsingar er að finna á www.lean2012.is og má þar finna yfirlit og góða lýsingu á dagskránni sem boðið er upp á auk upplýsinga um aðra fyrirlesara á ráðstefnunni. Dagskráin er skemmtilega upp sett og er bæði ætluð byrjendum og lengra komnum í fræðunum sem hentar íslenska lean heiminum afar vel.