Stjórn faghóps um Lean - Straumlínustjórnun vekur athygli á eftirfarandi námskeiðum:
Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur
Hefst: 25. febrúar.
Verð: 249.000 kr.
Námið er sérstaklega hannað með stjórnendur í huga. Farið verður yfir hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst sem stjórntæki í fyrirtækjum og hvernig tengja má lean við stefnu fyrirtækja. Námið hentar sérstaklega þeim sem vilja styðja sérfræðinga við lean innleiðingu í fyrirtækjunum sínum. Hugtök og megininntök aðferðanna verða kynnt og farið verður yfir hvernig eigi að hefja innleiðingu og hvað þurfi til að ná árangri.
„Að gera sífellt betur í rekstri og stjórnun, er krafa dagsins - ekki hvað síst í rekstri stofnana ríkisins. Þar á viðskiptavinurinn ætíð, eðli máls samkvæmt að vera í fyrirrúmi og ferlar einfaldir. Straumlínustjórnun hefur því um nokkurt skeið verið til skoðunar hjá okkur í Tryggingastofnun. Það varð þó ekki fyrr en undir handleiðslu Péturs Arasonar á námskeiðinu Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur að hlutirnir fóru að gerast. Þar fengust skýr svör við flóknum spurningum okkar og góð leiðsögn um hvernig standa mætti að innleiðingunni. Framundan eru því spennandi umbótatímar hjá stofnuninni. Takk fyrir okkur!
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.
Hér getið þið séð nánari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Opna háskólans í HR.
http://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/straumlinustjornun-fyrir-stjornendur/
VMS töflur (Visual Management System) - ein af grunnaðferðum Straumlínustjórnunar
Hefst: 25. febrúar.
Verð: 25.200 kr.
Nú þegar eru mörg fyrirtæki byrjuð að nýta sér sýnilega stjórnun (e. Visual Management System) til að efla umbótavinnu og ná frekari árangri í daglegri starfsemi sinni. Það á jafnt við um skrifstofu- og framleiðsluumhverfi en mismunandi er hvaða útfærslur henta mismunandi vinnustöðum. Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu útfærslur á VMS töflum. Þátttakendur verða virkjaðir til að setja upp sýnishorn af töflu á námskeiðinu og örstuttur töflufundur verðu haldinn. Hugmyndafræði straumlínustjórnunar verður í forgrunni og talsvert rætt um hana.
Hér getið þið séð nánari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Endurmenntunar.
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/152V15