Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda fór yfir Lean innleiðingu í Odda og deildi með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum á fundi í morgun á vegum faghóps um lean.
Kristján hóf fyrirlesturinn á að segja frá þeim miklu breytingum sem Oddi stendur frammi fyrir. Í stefnumótun 2016 var ákveðið að taka inn lean ráðgjafa og setja upp töflur. En þegar byrjað er í lean þarf að finna einhvern þráð sem snertir alla, rauði þráðurinn voru gæðafundir. Í Nóa Síríus þar sem Kristján starfaði áður var það afhendingartíminn. Með gæðafundunum urðu til umbótahugmyndir. Árið 2012 voru starfsmenn yfir 400, árið 2016 voru þeir 240 og í dag eru starfsmenn 130. Það vantar ekki kerfin í Odda, þar er Ástríkur, Axapta, Bakvörður, Gagnagátt, Gagnasafn, Íhlutir, Sóley, Kvasir o.fl. Þegar gerð var ferlarýni þá uppgötvaðist mikil „þoka“. Mikil sóun var tengd viðskiptavinum í framleiðslunni t.d. vantaði oft að spyrja viðskiptavini hvert átti að senda vöruna. Í lok 2017 var ákveðið að loka Kassagerðinni og Plastprent. En undirbúningurinn að því verkefni var allur unninn skv. Lean aðferðafræðinni. Aðaláhersluverkefnið var „Virðing fyrir fólki“ og áskorunin var sú að Oddi lá með mikil verðmæti. Oddi náði fólkinu með sér og allir 100% unnu út uppsagnarfrestinn sinn. Allir lögðu sig 100% fram og framlegðin var góð. Oddi er ekki lengur framleiðslufélag heldur þjónustufélag. Nú þarf að fá fólkið til að halda áfram og taka skrefið og sýna frumkvæði.
Í dag eru daglegir fundir á meginsviðum sem eru mjög stuttir, mælingarfundir sem sýna stöðuna. Hægt er að grípa inn í frávik mjög fljótt út af þessum tíðu mælingum. Oddi er enn í breytingarfasa. Fasi 1: uppsagnir og tilkynning Fasi2: Færsla á framleiðslu og framtíðarferli Fasi 3: Eftirfylgni og frágangur 4: Rýni og umbætur 5: 2019 Nýr Oddi. ´
Í stefnumótun 2016 voru ákveðin leiðarljós og gildi Odda: frumkvæði, ábyrgð, metnaður og ánægja. Leiðarljósið er: Oddi er eftirsóknarveðrur vinnustaður fyrir metnaðarfullt starfsfólk o.fl. Í apríl var rosa margt gert í fyrsta skipti m.a.: afhentu fyrsta plastpokann frá nýjum birgja, hönnuðu fyrsta pappakassann frá nýjum birgja, kynntu nýja lausn sem getur leyst frauðplastkassann af hólmi, bættu nýjum aðilum í starfsmannahópinn og réðu nýjan framkvæmdastjóra.
Kristján hefur þá sýn að það sé alltaf hægt að gera betur. Lean er ekki pakkalausn; að breyta vinnulagi og menningu er áskorun.