Lögreglan er þjónustustofnun ekki valdastofnun.

Þrír faghópar Stjórnvísi, lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu vel sóttan sameiginlegan fund í morgun í HR sem fjallaði um hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean? Fyrirlesarar voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Dröfn Birgisdóttir sagði að nýjar rannsóknir staðfesti að þeir sem nýta sér þjónandi forystu auka skilvirkni starfsmanna og þar með hagnað. Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem þjónandi leiðtoginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að geta verið leiðtogi þarf 1. Að hafa skýra sýn 2. Að hafa góða sjálfsþekkingu vegna þess að hún eykur sjálfstraust og gefur öryggi til gagnrýni. Leiðtoginn þarf því ekki að vera í sviðsljósinu heldur getur leyft öðrum að skína. 3. Einlægur áhugi á hag og hugmyndum annarra. Þjónandi leiðtogi er ekki sammála öllum hugmyndum en hann hlustar. Lean er kjörið tól sem ýtir undir sköpun. Hjá Toyota var gefin út bók um hvernig á að nota Lean og þar var ýtt undir að nota þjónandi forystu. Birna Dröfn fór yfir rannsókn sem hún hefur verið að vinna að. Þar er teiknað upp ferli og skoðað hvernig áhrif vinnan er að hafa á starfsmenn þ.e. andlega líðan þeirra. Áhersla er lögð á hag heildarinnar og skoðaðir samanburðarhópar. Strax sést að það að setja áherslu á hag heildarinnar og hugsa um líðan þeirra hefur mikil áhrif því þeir hópar komu með miklu betri lausnir. Sérstök áhersla var lögð á að lean-teymin færu og fengju álit allra áður en ákvörðun yrði tekin um eitthvað. Það að starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim eykur sköpunargleðina.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Sigríður hóf starfsferilinn sinn sem skattstjóri á Vestfjörðum sem var dýrmæt reynsla. Fókusinn hennar þegar hún hóf störf hjá Lögreglustjóra til að gera sýnilegar breytingar var að vera í svartri skyrtu í stað hvítrar, opin hurð í stað lokaðrar, önnur hæð í stað fimmtu svo dæmi séu tekin.
Áskoranir embættisins eru betri þjónusta fyrir minna skattfé, kynslóðamunur innan raða starfsmanna og hjá þjónustuþegum, þekking starfsmanna hefur aukist hratt, meiri kröfur um hraða þjónustu og mikið magn upplýsinga sem vinna þar úr, jafnvel í mörgum löndum, fjallað er um mál opinberlega á sama tíma og þau eru til meðferðar. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Þjónandi forysta er gallharður stjórnunarstíll. Lean er umbótastjórnun eða stjórnunaraðferð sem beislar reynslu og þekkingu starfsmanna. Frumkvöðlaandi endurvakinn og innleiddur í fyrirtæki eða stofnun til umbóta og breytinga.
Lean byggir á mjög einföldum hlutum, snýst um að treysta því að samstarfsfólkið geti sinnt sínu starfi og betrumbætt það Markmiðið er að tryggja að allt sem starfsmaðurinn geri sé virðisaukandi Lögð er áhersla á verkefnastjórnun, mælingar á markmiðum og dreifingu á ábyrgð. Lean bætir fundarstjórnun, upplýsingaflæði innan og milli deilda, bætir yfirsýn yfir verkefni deildarinnar, tryggir að verkefni séu unnin, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar starfsánægju og bætir eftirfylgni með verkefnum.
Breytingar eru erfiðar. Eðli breytinga er þannig að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. Stöðugar umbætur eru eðlilegar. Jafnréttismál eru mikilvæg hjá lögreglunni, er hægt að gera eitthvað öðruvísi. En hvað er framundan hjá lögreglunni? T.d. styrkja kynferðisbrotadeild, ný aðgerðarstjórnstöð í Skógarhlíð, innleiðing lean, vinnustaðasalfræðingar, bæða virka hlutstun og upplýsingaflæði o.m.fl.

Um viðburðinn

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?