Stjórn faghóps um Lean vill vekja athygli á þessum einstaklega áhugaverðum viðburðum sem eru framundan og hvetja félagsmenn til að bóka sig sem fyrst.
- febrúar 2016 · 08:30 - 10:00
Þetta er Lean
Pétur Arason, rekstrarverkfræðingur og Global Innovation Program Manager hjá Marel, þýddi á dögunum metsölubókina This is Lean eftir Niklas Modig og Par Ahlrström. Á þessum fundi ætlar Pétur að segja frá megininntaki bókarinnar. Það var ekki tilviljun að þetta skuli vera fyrsta bókin um Lean sem þýdd er yfir á íslensku. Bókin hefur öðlast miklar vinsældir enda er hún einstaklega aðgengileg og auðlesin og mjög góð fyrsta bók um Lean.
Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/772- febrúar 2016 · 15:00 - 16:30
Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla
Um hvað snýst þessi "Agile" hugmyndafræði? Við skoðum Agile í tiltölulega víðu samhengi (þ.e. ekki bara í tilliti til hugbúnaðargerðar) og tökum svo dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina. Þú bókar þig á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/770
- febrúar 2016 · 15:00 - 16:30
- mars 2016 · 08:30 - 10:00
Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja.
Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum. Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/769 -
mars 2016 · 08:30 - 10:00
Lean startup - Hvað er það?
Í þessum fyrirlestri mun Viktoría Jensdóttir fara yfir hvað hún lærði á ráðstefnunni Lean Startup sem hún fór á í Nóvember 2015.
Lean startup er aðferðafræði sem hefur verið notuð af frumkvöðlum til þess að koma nýjum vörum og þjónustu út á hraðan hátt en með réttum gæðum. Hugmyndafræðin hefur þó einnig verið notuð af stærri og eldri fyrirtækjum til þess að vera sneggri á markað með nýjar vörur. Í þessari ferð heimsótti hún einnig Google, Pivotal Labs og Virginia Mason.
Farið verður yfir eftirfarandi á fundinum:
Hvað er Lean Startup?
Key learning points.
Bókanir á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/767 - mars 2016 · 08:30 - 10:00
4DX markmið Ölgerðarinnar - Eyðum sóun
Á þessum fundi ætlar Óskar Ingi Magnússon, Lean sérfræðingur hjá Ölgerðinni að segja okkur frá niðurstöðum úr 4DX vinnu sem Ölgerðin hefur verið að vinna að sl. ár þar sem markmiðið var að eyða sóun. Bókanir á http://www.stjornvisi.is/vidburdir/768 - apríl 2016 · 08:30 - 10:00
Skipurit sem styður við umbætur
Framleiðslan í Marel í Garðabæ fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og ætlar framleiðsluteymið að segja frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að.
Eftirfarandi spurningum verður svarað:
Hvernig nálgumst við umbótaverkefni í framleiðslunni?
Hvernig styður okkar skipurit umbætur?
Þú bókar þig á fundinn á: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/766