VMS (Visual Management System) töflur - ein af grunnaðferðum Straumlínustjórnunar
Skrá mig
Mörg fyrirtæki hér á landi eru farin að nýta sér Sýnilega stjórnun (e. Visual Management System) til að efla umbótavinnu og ná frekari árangri í daglegri starfsemi sinni. Á það jafnt við um skrifstofu- og framleiðsluumhverfi en mismunandi er hvaða útfærslur henta mismunandi vinnuumhverfi.
Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu útfærslur á VMS töflum, þátttakendur verða virkjaðir til að setja upp sýnishorn af töflu á námskeiðinu og örstuttur töflufundur verðu haldinn. Hugmyndafræði Straumlínustjórnunar verður í forgrunni og talsvert verður rætt um hana í leiðinni.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Hvað sýnileg stjórnun er.
Helstu útfærslur VMS taflna.
Hvaða útfærslur eru helst notaðar í mismunandi vinnuumhverfi.
Hvernig töflufundir fara fram.
Hvaða árangri er hægt að ná fram með sýnilegri stjórnun.
Ávinningur þinn:
Aukin þekking á sýnilegri stjórnun.
Aukin þekking á helstu tegundum VMA taflna.
Aukin færni til að meta hvers konar útfærsla á töflu gæti mögulega hentað þínu vinnuumhverfi.
Fyrir hverja:
Alla stjórnendur, millistjórnendur, verkefnastjóra og aðra sem hafa áhuga á VMS töflum, hugmyndafræði Straumlínustjórnunar og eru stöðugt að leita tækifæra til að gera vinnustað sinn enn betri.
Hvenær:
Mán. 20. okt. kl. 8:30 - 12:30.
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.
Kennari(ar):
Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar. Þórunn hefur unnið sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, aðstoðað fjölda fyrirtækja við umbótavinnu og að taka fyrstu skrefin í Straumlínustjórnun. Hún hefur þjálfað starfsmenn til að stýra stærri og smærri umbótaverkefnum og stjórnendur til að ná betri töku á Straumlínustjórnun og fylgt fyrirtækjum eftir í innleiðingu á Straumlínustjórnun. Áður starfaði Þórunn sem skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og kennari frá árinu 1997.