Núna eftir áramót er í fyrsta sinn boðið upp á heildstætt nám í aðferðum Lean (straumlínustjórnunar) á vegum háskólanna. Þetta er mikill áfangi fyrir okkur Lean áhugafólk en hingað til hefur umfjöllun um Lean í háskólunum verið felld inn í námskeið sem hluti af öðrum námslínum. Haldinn verður kynningarfundur um námið þann 10. janúar kl. 09:00. Hér fyrir neðan er kynning frá HR á náminu.
ÞRÓUN VIÐSKIPTAFERLA - STÖÐUGAR FRAMFARIR
Opni háskólinn í HR býður nú í vor í fyrsta sinn upp á heildstætt nám í aðferðafræðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla.
Kynningarfundur fyrir námið verður haldinn 10. janúar nk. í Opna háskólanum í HR kl. 9.00. Skráning og nánari upplýsingar um kynningarfundinn er að finna á heimasíðu HR. Boðið verður upp á léttan morgunverð.
NÁMSKEIÐSLÝSING
Markmið námsins er að þátttakendur fái innsýn í hvernig vinna megi að stöðugum umbótum og þróun viðskiptaferla. Með viðskiptaferlum er átt við þau ferli innan fyrirtækisins sem notuð eru til koma virði (vöru eða þjónustu) til viðskiptavina fyrirtækisins.
Skoðaðar verða helstu aðferðir og tól sem notuð eru við þróun viðskiptaferla þar sem sérstök áhersla verður lögð á straumlínustjórnun (e. Lean management) og stöðugar umbætur almennt (e. Continuous improvement). Farið verður yfir sögu og megin inntak þessara aðferða og sérstaklega skoðað hvernig þessar aðferðir eru innleiddar og hvað þurfi til að ná árangri.
Markmið námskeiðsins er jafnframt að sýna fram á hvernig nýsköpun í viðskiptaferlum og stjórnunarkerfi fyrirtækisins er grundvöllur þess að fyrirtækið á árangursríkan hátt geti stundað nýsköpun fyrir viðskiptavini sína.
Nokkrar af þeim aðferðum sem farið verður yfir eru;
Continuous improvement.
Visual management.
Value stream mapping.
Pull.
PDCA.
A3.
Policy deployment.
System thinking.
Change management o.fl.
LEIÐBEINENDUR
Pétur Arason, M.Sc. í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg 2002. Pétur hefur sl. átta ár starfað hjá Marel sem rekstrarverkræðingur og global manufacturing strategy manager. Sérsvið hans eru straumlínustjórnun (e. Lean management) og aðferðir tengdar ferlastjórnun, umbótum á ferlum og stefnumótun og innleiðing stefnu.
Pétur Orri Sæmundsen, B.Sc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Pétur starfar sem framkvæmdarstjóri Spretts sem sérhæfa sig í ráðgjöf í stjórnun og hugbúnaðarþróun.
Þórunn María Óðinsdóttir, MSc. í stjórnun frá Bifröst. Sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi frá 2007 og hefur einna helst verið að innleiða hugmynda- og aðferðafræði lean management.
Viktoría Jensdóttir, M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Viktoría starfar sem deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össur.
Björgvin Víkingsson, M.Sc. í supply chain management frá tækniháskólanum í Zurich. Björgvin starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námið er samtals 64 klst. og samanstendur af fjórum tveggja daga lotum. Námið hefst 31. janúar 2013 og lýkur 19. apríl 2013. Hver lota er kennd á fimmtudegi og föstudegi með u.þ.b. mánaðarlegu millibili og fer kennsla fram á milli kl. 9.00-17.00 alla dagana.
Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, hópverkefnum, opnum umræðum, tilraunum/ heimaverkefnum, myndefni og heimsókn í fyrirtæki sem unnið hefur að innleiðingu þessara aðferða í fjölda ára.
Verð: 490.000 kr.
Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni : http://www.opnihaskolinn.is/fagmennt/eventnr/565