Sælt veri fólkið
Ákveðið var að senda frekar út upplýsingar um starfsemi Lean faghópsins í Stjórnvísi með tölvupósti frekar en að halda formlegan aðalfund og hér koma þær:
Í vetur hefur hópurinn staðið fyrir sjö viðburðum sem hefur verið mjög vel tekið, að meðaltali mættu um 60 manns á hverja kynningu. Síðasti viðburður vetrarins verður haldinn fyrstu vikuna í júní þegar Marel býður í heimsókn og segir frá afar áhugaverðu verkefni sem verið er að vinna að í framleiðslunni, skráning hefst í næstu viku.
En heimsóknin í Marel er ekki það eina áhugaverða sem er að gerast í Lean málum fram að vori því þann 19. Maí kl. verður 08:30-11:30 verður haldinn mjög spennandi fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þegar Art Byrne fjallar um Lean frá sjónarhóli æðstu stjórnenda fyrirtækja (sjá viðhengi). Síðan verður Lean Ísland ráðstefnan haldin 21. Maí með mörgum afar áhugaverðum fyrirlestrum og í beinni tengingu við hana verður boðið upp á þrjú heils dags námskeið um Value Stream Mapping, Visual Management System og Releasing time to lead Lean (http://leanisland.is). Svo það er sannkölluð Lean veisla framundan fyrir alla áhugamenn um málefnið. Og þar sem það er svo mikið að gerast í maí þá færum við í lean faghópnum heimsóknina til Fjarðaráls fram á haust.
Stjórn næsta árs er fullmönnuð. Hulda Hallgrímsdóttir kemur til með að taka við af mér og leiða hópinn næsta vetur. Því vil ég nota tækifærið, þakka fyrir skemmtilegt samstarf og hvetja alla í hópnum til að halda áfram að láta stjórnina vita af verkefnum/viðburðum sem gaman væri að segja frá á vegum hópsins.
Bestu kveðjur,
Þórunn M. Óðinsdóttir
Þórunn M. Óðinsdóttir
Stjórnunarráðgjafi
Intra ráðgjöf slf
s: 774-4664
thorunn@intra.is