Verkefnastjórnun og Lean - Samantekt í kjölfar viðburðar

Föstudaginn 28.október héldu þeir Svanur Daníelsson og Jónas Páll Viðarsson frá LNS Saga, fyrirlestur um Lean og verkefnastjórnun. Fyrirlesturinn var einmitt sameiginlegur fyrirlestur faghópa Lean og verkefnastjórnunar.

Erindið fjallaði um notkun og nálgun LNS Saga á verkefnastjórnunarverkfærinu LPS (Last Planner System) sem styðst við Lean hugmyndafræðina. LPS er sjónræn stjórnun verkefna sem færir ábyrgð skipulags á framkvæmdaraðilann og gerir honum þannig kleift að skipuleggja sínu vinnu með sínu teymi, mæla árangur og safna tölfræðilegum gögnum um vankanta skipulagsins til umbóta.

Töluverður áhugi var á erindinu og mættu um 80 manns í Háskóla Reykjavíkur. Spurningar í lok erindis voru einna helst um kostnaðartengingu og með hvaða hætti er haldið utan um upplýsingar og mælikvarða.Í stuttu máli sagt, þá er innleiðing LNS Saga ekki komin það langt að byrjað sé að greina sparnað í verkefnum við notkun kerfisins heldur liggur það beinast við að kerfið ýtir undir betra skipulag og minni sóun, sem skilar sér alltaf peningalega. Þá er einnig vert að nefna að teymisvinna verktaka og undirverktaka verður betri. Þá verður upplýsingagjöf til verkkaupa einnig sýnilegri á verkfundum þar sem vikuleg verkáætlun er ávalt sýnileg og uppfærð á s.k. morgunfundum daglega.

Þetta verklag er í raun hægt að yfirfæra á hvaða verkefnateymi sem er og þá er einnig möguleiki á að ákveða tíðni töflufunda eftir þörfum og mikilvægi verkefna.

Á morgunfundum í verkum LNS Saga er farið yfir öryggismál, hvernig gærdagurinn gekk, hver eru markmið dagsins í dag og þá er einnig rætt um hvort það sé eitthvað á þessum tímapunkti sem gæti mögulega haft áhrif á skipulag morgundagsins. Með þessu er m.a. reynt að sporna við sjö tegundum sóunar (gallar, offramleiðsla, flutningar, hreyfing, biðtími, ofvinnsla, lager). Þá er einnig haldið utan um sérstaka hömluskrá ef stærri áhættuþættir eru fyrir hendi.

Varðandi utanumhald þá hefur LNS Saga tekið saman tölfræði í heimagerðum Excel skjölum en það er þó algjörlega opið með hvaða hætti upplýsingar og mælikvarðar er sett fram fyrir LPS aðferðafræði. Það fer eingöngu eftir stærð og tegund verkefnis, hvernig því er best háttað.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?