Faghópur Stjórnvísi um Lean hóf veturinn á árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar, fundurinn var haldinn í KPMG. Fjallað var um hvað felst í umbótastarfi Lean. Þórunn M. Óðinsdóttir ráðgjafi og formaður stjórnar Stjórnvísi fór yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Þórunn tók fyrir raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðferðirnar.
Lean kemur upphaflega frá fyrirtækinu Toyota þar sem ríkti mikil nýsköpun. Þeir tóku bandarískar aðferðir, aðlöguðu þær að japanska kúltúrnum og úr varð Lean. En kjarninn í lean er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir. Þórunn fór yfir 7 tegundir sóunar: 1.bið 2.gallar 3.hreyfing 4.flutningur 5.offramleiðsla 6.birgðir 7.vinnsla og yfir mikilvægi þess að mannauðurinn upplifi að gerðar séu kröfur um árangur.
Í allri starfsemi fyrirtækisins þarf að leita að umbótatækifærum með birgjum og starfsmönnum. Umbótatækifæri liggja í ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnaháttum, starfsumhverfi og tengingu við birgja og viðskiptavini.
Ætlast er til að það séu gerð mistök í umbótavinnunni. Lykilhugtökin í lean eru 1. Stöðugar umbætur 2.flæði 3. Sóun 4. Gæði 5. Stöðlun ofl. Þórunn fór einnig yfir VMS töflur og sýndi fjölda taflna frá ýmsum fyrirtækjum.