Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki.
Eitt af því sem skiptir viðskiptavini Icelandair mestu máli er „stundvísi“ þ.e. að áætlun flugfélagsins standist. Til þess að greina „Stundivísi“ félagsins var farið í gegnum aðferð - Ishikawa. Farið var í gegnum ferlið frá upphafi. 1. Teikna inn lykilþætti í ferlinu 2. Tímamælingar (áhafnir, verkþættir) og önnur gögn. 3. Við hvern lykilþátt voru verk sett inn sem hafa áhrif. 4. Umræður um leiðir til úrbóta.
Við þessa aðferð hittast innri viðskiptavinir.Best var að nota tússtöflur og skrá alla ferla. Hjá Icleandair hafa CPO og DCO skilgreindar leiðir skv. stöðlum. Allar minnstu breytingar sem eru gerðar varða mikinn fjölda starfsmanna hjá hlutaðeigandi. Í vinnustofunni komu út hvorki meira né minna en 90 aðgerðir. Þær voru forgangsraðaðar í a,b,c. Ákveðið að fara strax í a og b. Síðan var farið í að framkvæma aðgerðalistann.
Markmiðið var mjög skýrt og mælingar á hverjum degi þ.e. stundvísi Icelandair Alltaf er send út skýrsla og skoðað hvers vegna seinkun er ef hún verður. Hlusta, sjá, tengja, skilja er mikilvægt og eftirfylgni er ein mikilvægasta áskorunin, þannig kemur lærdómurinn. Fjölgunin er orðin svo mikil í Leifsstöð að fjölga þurfti fjarstæðum. Farþegar fara með rútu um borð í stað þess að ganga út í vél. Sama leið var farin fyrir áhafnir.
ISAVIA kom inn í verkefnið sem opinber aðili. Ein stök aðgerð var sett í vinnslu. Fylgt var reglunum fjórum: verk (keyra), tengsl, flæðileiðir, umbætur. Samskipti við áhafnir, IGS, rútur. Isavia tók þátt í umbótum, uppsetningu á skjá við D15, settu inn Zone á skjáina, gott samstarf innri viðskiptavina. Öll keyrsla á áhöfnum verður flutt í ákveðna byggingu inn í flugstöðinni til að spara tíma, þetta er langtímahugsun. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir þá sem eru að vinna að því að laga ferla að prófa ferilinn sjálfir, þá sést hvort búið er að innleiða hann. Það er svo mikilvægt að staðla hlut því þá auðveldast svo mikið öll vinna. Að byggja undir frekari umbótahugsun á vinnustað er gríðarlega mikilvægt. Prímusmótor í innleiðingu Lean eru yfirmenn. Icelandair keyrir alltaf á PDCA (plan-do-check-act) sem eru grunnur umbótastarfs, hugsun og nálgun verkefna. A3, hluteigandi aðilar er með í mótun og framkvæmd verkefna. Sýnileg stjórnun, stýring verkefna og sem hluti af ferli. Gemba (tala beint við fólk) - efla og skapa tengsl. Ræða við fólk og fá sammæli um bestu aðferðir, hugmyndir. Draga saman hugmyndir og tengja saman í kerfi. Kaizen, hlutaðeigandi aðilar, afmörkuð verkefni, heildarmynd, þjálfun með þátttöku, „Hafa áhrif á mína vinnu“. Niðurstaðan er sú að „Aðlaga lögmálið að fólkinu en ekki fólkið að lögmálinu.
Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean
Um viðburðinn
Styður Lean við aukinn fjölda ferðamanna - Leið að viðskiptavininum?
Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki. Fjallað verður um umbótaverkefni hjá Icelandair þar sem klassískum verkfærum Lean og ferlahugsunar er beitt með aðkomu hlutaðeigandi aðila, með viðskiptavininn að leiðarljósi.
Fleiri fréttir og pistlar
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.